Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 22. desember 2024 07:00 Aldís Amah Hamilton í hlutverki sínu í myndinni The Christmas Quest. Eva Rut Hjaltadóttir Einungis rúmum hálftíma eftir að Aldís Amah Hamilton leikkona hafði sent inn prufu til að hreppa hlutverk í íslensk-amerísku jólamyndinni The Christmas Quest úr smiðju Hallmark bárust henni skilaboð frá framleiðendum myndarinnar um að hún hefði fengið hlutverkið. Þetta er meðal þess sem fram kemur í bíó- og sjónvarpshlaðvarpinu Tveir á toppnum þar sem Aldís Amah er gestur. Kvikmyndin var alfarið tekin upp á Íslandi síðustu páska. Hún fjallar um fornleifafræðing sem kemur til Íslands ásamt fyrrverandi eiginmanni sínum í leit að földum fjársjóði íslensku jólaveinanna. Lacey Chabert og Kristoffer Polaha eru í aðalhlutverkum. Leituðu að einhverri „mjög íslenskri“ á sextugsaldri „Þetta er hröð framleiðsla. Það er núna dagatal í gangi hjá Hallmark, ég ætla ekki að segja að þau séu að sýna nýja mynd á hverjum degi en ég held að þau hafi tekið upp sjö jólamyndir, þetta er risadæmi og í þetta sinn voru þær líka skotnar eiginlega út um allan heim,“ segir Aldís í hlaðvarpsþættinum. Hún lýsir því hvernig upprunalega hafi verið haft samband við hana og hún beðin um að leika í The Finnish Line, annarri jólamynd frá Hallmark sem gerist í Finnlandi en er tekin upp að hluta á Íslandi. Vegna mikilla anna hjá henni hafi það þó ekki gengið upp og hún orðið að afþakka gott boð. Þau hafi hinsvegar verið til í að heyra í Aldísi síðar. „Svo ganga páskarnir í garð, ég var líka í fríi í leikhúsinu og orðin aðeins lausari. Svo var ég beðin um að senda inn prufu en þá stendur að þessi karakter sé á bilinu fimmtíu til sextíu ára,“ segir Aldís sem segist strax hafa haldið að hún yrði að hafna hlutverkinu. Umboðsskrifstofan hafi hvatt hana til að prófa samt að sækja um. „Þannig ég tek upp prufu, í lopapeysu og allt. Annað sem mér fannst æðislegt er að lýsingin var: „Bara svona sjúklega íslensk kona.“ Nú höfum við ekki myndband en bara þannig fólk viti þá er ég kannski ekki stereótýpískasta íslenska konan og ég var meira að segja með svona fléttur, svona afró fléttur.“ Aldís segist því hafa verið handviss um að hún myndi aldrei hreppa hlutverkið. Síðan hafi leikstjóra myndarinnar óvænt litist vel á hana og viljað hitta hana. Hún var hinsvegar ekki í bænum og þá voru góð ráð dýr en Aldís var beðin um að senda leikstjóranum klippu af sér við störf, svokallað „show-reel.“ „Síðan hálftíma seinna fæ ég bara: „Þú ert ráðin.“ Mér fannst það svo fyndið af því show-reel-ið er náttúrulega bara Svörtu sandar og mjög þungt efni. Ekkert Hallmark í því, bara alls ekki heldur rosa þungt dramatískt efni. Þá var ég bara: Já ókei, ég veit ekki til hvers þau ætlast af mér.“ Aldís segir vel hafa farið á með leikhópnum, enda margir Íslendingar líkt og Jóel Sæmundsson í hópnum.Eva Rut Hjaltadóttir Íslenskar jólahefðir og Perlan í næturtökum Söguþráður The Christmas Quest hvílir mikið til á íslenskum jólahefðum og nokkuð frjálslegri meðferð á gömlum þjóðsögum. Meðal þess sem vísað er til er malt og appelsínþamb Íslendinga, laufabrauðsgerð, skötuát og jólabókaflóðið svo fátt eitt sé nefnt. Aldís segir framleiðendur myndarinnar hafa borið mikla virðingu fyrir hinum gömlu jólasagnaminnum. „Mér leið ekki eins og manni líður stundum, maður fær alveg óbragð í munninn þegar maður er að horfa á eitthvað efni þar sem er verið að láta Íslendinga líta út fyrir að vera krúttbangsa með lambúshettur. Vissulega eru allir í lopapeysum en þetta var gert af virðingu, þetta var ekki menningarnám, miklu frekar verið að upphefja okkur en ekki yfirgengilega verið að fegra okkur.“ Þá er þessi getið í hlaðvarpsþættinum að lítið hafi farið fyrir tökum þegar þær stóðu yfir á landinu. Meðal þess sem gert var að jólakötturinn frægi sem allajafna er á Lækjartorgi var færður og settur upp fyrir framan Hallgrímskirkju. Svo var settur upp jólamarkaður á Ingólfstorgi og Perlan nýtt í næturtökur. Lacey Chabert og Kristoffer Polaha flott í Perlunni.Eva Rut Hjaltadóttir Kemur maður sér í eitthvað jólaskap þegar maður tekur upp jólamynd um páska? „Nei, ég myndi ekki segja það. Mér fannst þetta mjög fyndið, við skutum senu sem á að vera rosalega jólaleg og það er mikið gert úr þessu,“ segir Aldís. Tökur hafi farið fram í skítakulda og ógeðslegu veðri þó heita átti að það væri komið vor. „Ég var fókuseruð á páskana og þau líka.“ Aðalleikarar myndarinnar voru staddir hér á landi við tökur í fimm vikur og aðeins einn dagur fór í tökur úti á landi. Aldís segist enn í góðum tengslum við Hallmark-hópinn, sérstaklega aðalleikarann Kristoffer Polaha. Það hafi komið bandarísku leikurum mest á óvart hversu góðir vinir Íslendingarnir í framleiðslunni voru og þekktust vel. „Maður er búin að vinna með öllu „crewinu“. Þannig að ég var rosa mikið bara með „crewinu“. Þau voru einmitt eitthvað: Ertu ekki með „trailer“? Hvar hangirðu? Bara hér með vinum mínum, ég sit bara hérna í stólnum og trufla þau. Þeim fannst það alveg stórfurðulegt.“ Bíó og sjónvarp Jól Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Bæjarfjallið Esjan - gönguleiðir og hjólastígar Lífið samstarf Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í bíó- og sjónvarpshlaðvarpinu Tveir á toppnum þar sem Aldís Amah er gestur. Kvikmyndin var alfarið tekin upp á Íslandi síðustu páska. Hún fjallar um fornleifafræðing sem kemur til Íslands ásamt fyrrverandi eiginmanni sínum í leit að földum fjársjóði íslensku jólaveinanna. Lacey Chabert og Kristoffer Polaha eru í aðalhlutverkum. Leituðu að einhverri „mjög íslenskri“ á sextugsaldri „Þetta er hröð framleiðsla. Það er núna dagatal í gangi hjá Hallmark, ég ætla ekki að segja að þau séu að sýna nýja mynd á hverjum degi en ég held að þau hafi tekið upp sjö jólamyndir, þetta er risadæmi og í þetta sinn voru þær líka skotnar eiginlega út um allan heim,“ segir Aldís í hlaðvarpsþættinum. Hún lýsir því hvernig upprunalega hafi verið haft samband við hana og hún beðin um að leika í The Finnish Line, annarri jólamynd frá Hallmark sem gerist í Finnlandi en er tekin upp að hluta á Íslandi. Vegna mikilla anna hjá henni hafi það þó ekki gengið upp og hún orðið að afþakka gott boð. Þau hafi hinsvegar verið til í að heyra í Aldísi síðar. „Svo ganga páskarnir í garð, ég var líka í fríi í leikhúsinu og orðin aðeins lausari. Svo var ég beðin um að senda inn prufu en þá stendur að þessi karakter sé á bilinu fimmtíu til sextíu ára,“ segir Aldís sem segist strax hafa haldið að hún yrði að hafna hlutverkinu. Umboðsskrifstofan hafi hvatt hana til að prófa samt að sækja um. „Þannig ég tek upp prufu, í lopapeysu og allt. Annað sem mér fannst æðislegt er að lýsingin var: „Bara svona sjúklega íslensk kona.“ Nú höfum við ekki myndband en bara þannig fólk viti þá er ég kannski ekki stereótýpískasta íslenska konan og ég var meira að segja með svona fléttur, svona afró fléttur.“ Aldís segist því hafa verið handviss um að hún myndi aldrei hreppa hlutverkið. Síðan hafi leikstjóra myndarinnar óvænt litist vel á hana og viljað hitta hana. Hún var hinsvegar ekki í bænum og þá voru góð ráð dýr en Aldís var beðin um að senda leikstjóranum klippu af sér við störf, svokallað „show-reel.“ „Síðan hálftíma seinna fæ ég bara: „Þú ert ráðin.“ Mér fannst það svo fyndið af því show-reel-ið er náttúrulega bara Svörtu sandar og mjög þungt efni. Ekkert Hallmark í því, bara alls ekki heldur rosa þungt dramatískt efni. Þá var ég bara: Já ókei, ég veit ekki til hvers þau ætlast af mér.“ Aldís segir vel hafa farið á með leikhópnum, enda margir Íslendingar líkt og Jóel Sæmundsson í hópnum.Eva Rut Hjaltadóttir Íslenskar jólahefðir og Perlan í næturtökum Söguþráður The Christmas Quest hvílir mikið til á íslenskum jólahefðum og nokkuð frjálslegri meðferð á gömlum þjóðsögum. Meðal þess sem vísað er til er malt og appelsínþamb Íslendinga, laufabrauðsgerð, skötuát og jólabókaflóðið svo fátt eitt sé nefnt. Aldís segir framleiðendur myndarinnar hafa borið mikla virðingu fyrir hinum gömlu jólasagnaminnum. „Mér leið ekki eins og manni líður stundum, maður fær alveg óbragð í munninn þegar maður er að horfa á eitthvað efni þar sem er verið að láta Íslendinga líta út fyrir að vera krúttbangsa með lambúshettur. Vissulega eru allir í lopapeysum en þetta var gert af virðingu, þetta var ekki menningarnám, miklu frekar verið að upphefja okkur en ekki yfirgengilega verið að fegra okkur.“ Þá er þessi getið í hlaðvarpsþættinum að lítið hafi farið fyrir tökum þegar þær stóðu yfir á landinu. Meðal þess sem gert var að jólakötturinn frægi sem allajafna er á Lækjartorgi var færður og settur upp fyrir framan Hallgrímskirkju. Svo var settur upp jólamarkaður á Ingólfstorgi og Perlan nýtt í næturtökur. Lacey Chabert og Kristoffer Polaha flott í Perlunni.Eva Rut Hjaltadóttir Kemur maður sér í eitthvað jólaskap þegar maður tekur upp jólamynd um páska? „Nei, ég myndi ekki segja það. Mér fannst þetta mjög fyndið, við skutum senu sem á að vera rosalega jólaleg og það er mikið gert úr þessu,“ segir Aldís. Tökur hafi farið fram í skítakulda og ógeðslegu veðri þó heita átti að það væri komið vor. „Ég var fókuseruð á páskana og þau líka.“ Aðalleikarar myndarinnar voru staddir hér á landi við tökur í fimm vikur og aðeins einn dagur fór í tökur úti á landi. Aldís segist enn í góðum tengslum við Hallmark-hópinn, sérstaklega aðalleikarann Kristoffer Polaha. Það hafi komið bandarísku leikurum mest á óvart hversu góðir vinir Íslendingarnir í framleiðslunni voru og þekktust vel. „Maður er búin að vinna með öllu „crewinu“. Þannig að ég var rosa mikið bara með „crewinu“. Þau voru einmitt eitthvað: Ertu ekki með „trailer“? Hvar hangirðu? Bara hér með vinum mínum, ég sit bara hérna í stólnum og trufla þau. Þeim fannst það alveg stórfurðulegt.“
Bíó og sjónvarp Jól Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Bæjarfjallið Esjan - gönguleiðir og hjólastígar Lífið samstarf Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira