Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Samúel Karl Ólason skrifar 19. desember 2024 08:55 Gisele Pelicot tjáði sig við fréttafólk í dómshúsinu í Avignon í dag. Þar sagðist hún ekki sjá eftir því að hafa stigið fram og þakkaði fyrir stuðninginn. AP/Lewis Joly Dominique Pelicot hefur verið sakfelldur í öllum ákæruliðum fyrir að nauðga eiginkonu sinni í mörg ár og byrla henni ólyfjan svo aðrir menn gætu nauðgað henni. Enginn af hinum mönnunum fimmtíu var sýknaður að fullu. Í einu tilfelli var einn sýknaður af ákæru um nauðgun en sakfelldur fyrir annarskonar kynferðisbrot. Fylgst er með vendingum dagsins í vaktinni hér neðst. Dómar mannanna voru í öllum tilfellum, nema í tilfelli Dominique, undir kröfum saksóknara og það töluvert. Börn Dominique og Gisele Pelicot segjast óánægð með úrskurð dómaranna fimm í málinu. Þyngstu dómarnir á eftir þeim sem Dominique Pelicot fékk, voru dómar fjögurra manna. Einn þeirra, Romain Vandevelde, fékk fimmtán ára dóm en hann er HIV smitaður og nauðgaði Gisele að minnsta kosti sex sinnum. Þrír menn voru þar að auki dæmdir til þrettán ára fangelsisvistar en þeir höfðu allir einnig nauðgað Gisele sex sinnum. Þeir heita Charly Arbo, Jérôme Vilela og Dominique D. Dominique er sagður hafa brostið í grát í dómsal í morgun, auk annarra sakborninga. Nauðgað að minnsta kosti 92 sinnum Frá 2011 til 2020 er vitað til þess að Dominique Pelicot (71) byrlaði eiginkonu sinni Gisele (72) og að minnsta kosti 72 menn nauðguðu henni í að minnsta kosti 92 skipti. Þar að auki nauðgaði hann henni einn oftar en hundrað sinnum. Nauðganirnar myndaði hann og skráði ítarlega á meðan hann hvatti mennina áfram eða tók þátt í því að nauðga þáverandi eiginkonu sinni. Af 51 manni sem hefur verið ákærður, Pelicot þar með talinn, eru átján í haldi en 32 ganga lausir. Einn hefur aldrei fundist. Mennirnir sem hafa verið ákærðir eru frá 26 til 74 ára gamlir. Réttarhöld sem þessi fara yfirleitt fram fyrir luktum dyrum en konan, Gisele, fór fram á opin réttarhöld og hafa þau vakið gífurlega athygli á heimsvísu. Hún hefur verið hyllt sem hetja fyrir kröfu sína og það að hafa krafist þess að réttarhöldin yrðu opin. Sjá einnig: Bað eiginkonu sína og börn afsökunar Saksóknarar höfðu farið fram á að Dominique Pelicot yrði dæmdur í tuttugu ára fangelsi. Í máli annars manns sem nauðgaði ekki Gisele Pelicot heldur eigin konu og byrlaði henni ólyfjan svo Dominique gæti nauðgað henni, fór saksóknarar fram á sjö ára fangelsisvist. Einn maður til viðbótar var ákærður fyrir að hafa munnmök við sofandi Gisele og var farið fram á fjögurra ára fangelsisvist í hans tilfelli. Heilt yfir fóru saksóknarar fram á að ellefu menn yrðu dæmdir í tíu ára fanglesi, tveir yrðu dæmdir í ellefu ára fangelsi, sex menn yrðu dæmdir í þrettán ára fangelsi, sex í fjórtán ára fangelsi, þrír í fimmtán ára fangelsi, fjórir í sextán ára fangelsi, þrír í sautján ára fangelsi og einn yrði dæmdur í átján ára fangelsi. Hér að neðan verður fylgst með dómsuppkvaðningunni í Vaktinni á Vísi. Ef hún sést ekki þarf líklega að endurhlaða síðuna.
Fylgst er með vendingum dagsins í vaktinni hér neðst. Dómar mannanna voru í öllum tilfellum, nema í tilfelli Dominique, undir kröfum saksóknara og það töluvert. Börn Dominique og Gisele Pelicot segjast óánægð með úrskurð dómaranna fimm í málinu. Þyngstu dómarnir á eftir þeim sem Dominique Pelicot fékk, voru dómar fjögurra manna. Einn þeirra, Romain Vandevelde, fékk fimmtán ára dóm en hann er HIV smitaður og nauðgaði Gisele að minnsta kosti sex sinnum. Þrír menn voru þar að auki dæmdir til þrettán ára fangelsisvistar en þeir höfðu allir einnig nauðgað Gisele sex sinnum. Þeir heita Charly Arbo, Jérôme Vilela og Dominique D. Dominique er sagður hafa brostið í grát í dómsal í morgun, auk annarra sakborninga. Nauðgað að minnsta kosti 92 sinnum Frá 2011 til 2020 er vitað til þess að Dominique Pelicot (71) byrlaði eiginkonu sinni Gisele (72) og að minnsta kosti 72 menn nauðguðu henni í að minnsta kosti 92 skipti. Þar að auki nauðgaði hann henni einn oftar en hundrað sinnum. Nauðganirnar myndaði hann og skráði ítarlega á meðan hann hvatti mennina áfram eða tók þátt í því að nauðga þáverandi eiginkonu sinni. Af 51 manni sem hefur verið ákærður, Pelicot þar með talinn, eru átján í haldi en 32 ganga lausir. Einn hefur aldrei fundist. Mennirnir sem hafa verið ákærðir eru frá 26 til 74 ára gamlir. Réttarhöld sem þessi fara yfirleitt fram fyrir luktum dyrum en konan, Gisele, fór fram á opin réttarhöld og hafa þau vakið gífurlega athygli á heimsvísu. Hún hefur verið hyllt sem hetja fyrir kröfu sína og það að hafa krafist þess að réttarhöldin yrðu opin. Sjá einnig: Bað eiginkonu sína og börn afsökunar Saksóknarar höfðu farið fram á að Dominique Pelicot yrði dæmdur í tuttugu ára fangelsi. Í máli annars manns sem nauðgaði ekki Gisele Pelicot heldur eigin konu og byrlaði henni ólyfjan svo Dominique gæti nauðgað henni, fór saksóknarar fram á sjö ára fangelsisvist. Einn maður til viðbótar var ákærður fyrir að hafa munnmök við sofandi Gisele og var farið fram á fjögurra ára fangelsisvist í hans tilfelli. Heilt yfir fóru saksóknarar fram á að ellefu menn yrðu dæmdir í tíu ára fanglesi, tveir yrðu dæmdir í ellefu ára fangelsi, sex menn yrðu dæmdir í þrettán ára fangelsi, sex í fjórtán ára fangelsi, þrír í fimmtán ára fangelsi, fjórir í sextán ára fangelsi, þrír í sautján ára fangelsi og einn yrði dæmdur í átján ára fangelsi. Hér að neðan verður fylgst með dómsuppkvaðningunni í Vaktinni á Vísi. Ef hún sést ekki þarf líklega að endurhlaða síðuna.
Frakkland Mál Dominique Pelicot Erlend sakamál Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira