Formenn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins halda í dag áfram vinnu við að skrifa stjórnarsáttmála flokkanna. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu gengur vel og samstarf formannanna heldur áfram að styrkjast. Þær hafa enn ekki boðið til fundar með þingflokkum sínum til að kynna áherslurnar en búist er að það verði á næstu dögum. Þá sé jafnvel búist við að þær kynni nýjan stjórnarsáttmála fyrir jól.
Í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup kemur fram að langflestir svarendur vilja sjá ríkisstjórnarsamstarf Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins eða ríflega tveir af hverjum fimm. Fjórtán prósent vilja stjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Miðflokksins og tólf prósent stjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Framsóknarflokks.