Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Lovísa Arnardóttir skrifar 19. desember 2024 21:10 Tónleikarnir eru haldnir í Laugardalshöll á laugardag. Vísir/Vilhelm Reykjavíkurborg veitti ekki leyfi til gjaldtöku á bílastæðum við Laugardalshöll fyrir jólatónleika Björgvins Halldórssonar um helgina. Sena er því ekki lengur að selja í stæði við Engjaveg. Á vef Senu er upplýsingasíða fyrir stæðasöluna. Þar kemur fram að selt sé í tvö stæði við höllina en jafn mikið kostar í bæði stæðin, 5.990 krónur. Í svari frá Reykjavíkurborg til fréttastofu um málið kemur fram að Sena, sem heldur tónleikana, hafi fengið leyfi frá Íþrótta- og sýningarhöllinni hf., sem rekur Höllina, til að selja í stæðin. Sena var upprunalega að selja í þrjú ólík stæði, A, B og C en er núna aðeins að selja í stæði B og C. Á myndinni til vinstri má sjá stæðin sem fyrst var verið að selja aðgang að og svo til hægri þau stæði sem nú er verið að selja aðgang að.Sena Eva Bergþóra Guðbergsdóttir samskiptastjóri borginnar segir alveg klárt að svæði A sé landsvæði Reykjavíkurborgar og því hafi þau bent Senu á að það mætti ekki selja aðgang að stæðunum við Engjaveg. Eftir það hafi Sena hætt að selja í stæði á svæði A. „Þessi mál verða tekin til skoðunar á nýju ári,“ segir Eva Bergþóra. Fjallað var um málið á vef Heimildarinnar í gær. Bílastæðin eru alla jafna gjaldfrjáls en fram kom í frétt Heimildarinnar að þetta væri ekki í fyrsta sinn sem Sena selur aðgang að stæðunum. Sem dæmi hefði það verið gert á tónleikum Backstreet Boys. Í frétt Heimildarinnar sagði framkvæmdastjóri Senu, Ísleifur Þórhallsson, að með því að selja aðgang að stæðunum væri verið að „leitast við að auka gæði tónleikahaldsins og auka þjónustu við tónleikagesti.“ Nánast uppselt er á tónleikana en ódýrustu miðarnir voru seldir á 9.990 krónur en þeir dýrustu á 29.990. Enn er hægt að kaupa VIP miða og á svæði B. Reykjavík Tónleikar á Íslandi Skipulag Bílar Bílastæði Neytendur Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Fleiri fréttir „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Boða til blaðamannafundar Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Sjá meira
Í svari frá Reykjavíkurborg til fréttastofu um málið kemur fram að Sena, sem heldur tónleikana, hafi fengið leyfi frá Íþrótta- og sýningarhöllinni hf., sem rekur Höllina, til að selja í stæðin. Sena var upprunalega að selja í þrjú ólík stæði, A, B og C en er núna aðeins að selja í stæði B og C. Á myndinni til vinstri má sjá stæðin sem fyrst var verið að selja aðgang að og svo til hægri þau stæði sem nú er verið að selja aðgang að.Sena Eva Bergþóra Guðbergsdóttir samskiptastjóri borginnar segir alveg klárt að svæði A sé landsvæði Reykjavíkurborgar og því hafi þau bent Senu á að það mætti ekki selja aðgang að stæðunum við Engjaveg. Eftir það hafi Sena hætt að selja í stæði á svæði A. „Þessi mál verða tekin til skoðunar á nýju ári,“ segir Eva Bergþóra. Fjallað var um málið á vef Heimildarinnar í gær. Bílastæðin eru alla jafna gjaldfrjáls en fram kom í frétt Heimildarinnar að þetta væri ekki í fyrsta sinn sem Sena selur aðgang að stæðunum. Sem dæmi hefði það verið gert á tónleikum Backstreet Boys. Í frétt Heimildarinnar sagði framkvæmdastjóri Senu, Ísleifur Þórhallsson, að með því að selja aðgang að stæðunum væri verið að „leitast við að auka gæði tónleikahaldsins og auka þjónustu við tónleikagesti.“ Nánast uppselt er á tónleikana en ódýrustu miðarnir voru seldir á 9.990 krónur en þeir dýrustu á 29.990. Enn er hægt að kaupa VIP miða og á svæði B.
Reykjavík Tónleikar á Íslandi Skipulag Bílar Bílastæði Neytendur Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Fleiri fréttir „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Boða til blaðamannafundar Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Sjá meira