Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Atli Ísleifsson skrifar 20. desember 2024 09:22 Leigusalinn sagði skemmdir hafa orðið á borðplötu á leigutímanum og pönnu og þá hafi þurft að heilmála íbúðina. Vísir/Egill Kærunefnd húsamála hefur vísað frá máli leigusala þar sem hann fór fram á bætur vegna leigjanda íbúðar og skemmda sem hafi orðið á íbúðinni á leigutíma. Málinu var vísað frá með vísun í Vínarsamninginn um stjórnmálasamband þar sem það var erlent sendiráð sem leigði íbúðina fyrir starfsmann sendiráðsins og kærunefndin mat það sem svo að hún hefði ekki lögsögu í málinu. Leigusalinn fór fram á að viðurkennt yrði að sendiráðinu bæri að greiða reikninginn, samtals upp á 636 þúsund krónur. Leigusalinn sagði skemmdir hafa orðið á borðplötu á leigutímanum og pönnu og þá hafi þurft að heilmála íbúðina. Vildi hann meina að leigjandinn hafi brotið gegn leigusamningi þar sem ástand íbúðarinnar hafi við lok leigutímans verið ófullnægjandi. Samningur hafði upphaflega verið gerður um leigu á íbúðinni frá maí 2023 til maí 2026 en leigutímanum lauk í janúarlok síðastliðinn samkvæmt samkomulagi. Nefndin ákvað að vísa málinu frá með vísun í Vínarsamninginn frá 1961, en samkvæmt honum njóta sendiráðssvæði friðhelgi, þar með talið íbúð forstöðumanns sendiráðs. Í samningnum segir að einkaheimili sendierindreka njóti sömu friðhelgi. Nefndin vísaði sömuleiðis í dóm Hæstiréttar frá árinu 1995 en taldi ekki unnt að líta öðruvísi á en að hún hafi ekki lögsögu yfir rétti eða skyldum erlendra sendiráða. Því yrði að vísa málinu frá. Veistu meira um málið? Sendu okkur ábendingu á [email protected]. Fullum trúnaði er heitið. Leigumarkaður Sendiráð á Íslandi Reykjavík Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
Málinu var vísað frá með vísun í Vínarsamninginn um stjórnmálasamband þar sem það var erlent sendiráð sem leigði íbúðina fyrir starfsmann sendiráðsins og kærunefndin mat það sem svo að hún hefði ekki lögsögu í málinu. Leigusalinn fór fram á að viðurkennt yrði að sendiráðinu bæri að greiða reikninginn, samtals upp á 636 þúsund krónur. Leigusalinn sagði skemmdir hafa orðið á borðplötu á leigutímanum og pönnu og þá hafi þurft að heilmála íbúðina. Vildi hann meina að leigjandinn hafi brotið gegn leigusamningi þar sem ástand íbúðarinnar hafi við lok leigutímans verið ófullnægjandi. Samningur hafði upphaflega verið gerður um leigu á íbúðinni frá maí 2023 til maí 2026 en leigutímanum lauk í janúarlok síðastliðinn samkvæmt samkomulagi. Nefndin ákvað að vísa málinu frá með vísun í Vínarsamninginn frá 1961, en samkvæmt honum njóta sendiráðssvæði friðhelgi, þar með talið íbúð forstöðumanns sendiráðs. Í samningnum segir að einkaheimili sendierindreka njóti sömu friðhelgi. Nefndin vísaði sömuleiðis í dóm Hæstiréttar frá árinu 1995 en taldi ekki unnt að líta öðruvísi á en að hún hafi ekki lögsögu yfir rétti eða skyldum erlendra sendiráða. Því yrði að vísa málinu frá. Veistu meira um málið? Sendu okkur ábendingu á [email protected]. Fullum trúnaði er heitið.
Leigumarkaður Sendiráð á Íslandi Reykjavík Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira