Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar 20. desember 2024 13:00 Nú fara hinir heilögu jóladagar að skella á. Stressið fer vonandi að minnka á flestum heimilum. Búið er að stilla upp vel skreyttum jólagjöfum undir jólatréð og fjölskyldur gefa sér tíma i að njóta samverunnar við tindrandi jólaljós, huggulega jólatónlist og lokkandi ilm úr eldhúsinu. Eða er það alltaf raunin? Jóladagarnir skella á, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Desember kemur, alveg eins og aðrir mánuðir, við höfum ekkert um það að segja. Allt planið, allir dagarnir, jólapeysudagur, sparinesti, jólaball, kirkjuheimsóknir, jólaleikritin, kósýdagur, jólavinaleikir, jólahlaðborð, jólaglöggið, jólatónleikarnir og allt hitt. Svo kemur að hinum heilögu jóladögum og við erum búin á líkama og sál. Börn og fullorðnir. Ár eftir ár. Næstu jól verðum við á Tene! Það er þekkt fyrirbæri að Janúar sé leiðinlegasti mánuður ársins. Langur, leiðinlegur, dimmur og bara alls ekkert í gangi. Síðan kemur febrúar, ekki er hann skárri, þó hann sé styttri. Ekkert að frétta. Mars fylgir i kjölfarið og hann getur verið bæði ágætur eða langur og leiðinlegur. Fer eftir því hvar páskarnir lenda.Þegar betur er að gáð höfum við þarna rúma/tæpa þrjá mánuði þar sem er orðið samfélagslega samþykkt að hata. Kannski ósjálfráð leið til þess að hægja á eftir jólahátíðina? En ef við breytum þessu og minnkum álagið i desember í leiðinni? Minnka álag og lengja gleði? Er það ekki eitthvað? Skellum í kósýdag með sparinesti aðra vikuna í janúar þegar jólaljósin fara að dofna og það er búið að hirða upp jólatrén. Tökum þriðju vikuna í janúar og hendum í leynivinaleik í vinnunni, endum svo á góðum happy eftir vinnu á föstudeginum. Höfum ljótupeysu keppni í febrúar og bjóðum í matarboð. Gerum vetrarleikrit um snjókallinn sem bráðnaði, eða um hvað janúar var langur. Við getum nefnilega fundið jólaandann og upplifað jólagleðina sem anda og gleði ótengt mánuði. Það þarf bara aðeins að endurskoða. Með þessu er ekki verið að segja að sleppa öllu í desember og bara liggja upp i sófa og bíða eftir að jólaandinn komi sjálfkrafa yfir. Heldur að dreifa álaginu og þannig halda i gleðina lengur. Auðvitað gerum við allskonar jólalegt í desember, en pössum álagið á okkur, börnin okkar og annað samferða fólk, Hlustum á hjartað, sálina og líkamann okkar og segjum stopp þegar við finnum að við þurfum þess. Hinir heilögu jóladagar skella á, sama hvað. Ef við dreifum álaginu getum við kannski notið þeirra betur og farið bara hress og kát inn í nýtt ár. Munum að það er i lagi að hægja á. Það gerir það samt engin fyrir okkur, við verðum að gera það sjálf.Jólin eru kertaljós og knús! Tökum utan um hvort annað, njótum líðandi stundar eins og við getum og munum að það er bara allt í lagi að líða allskonar og það koma fleiri mánuðir eftir desember! Höfundur er áhugakona um rólegheit og janúaraðdáandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jól Mest lesið Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Sjá meira
Nú fara hinir heilögu jóladagar að skella á. Stressið fer vonandi að minnka á flestum heimilum. Búið er að stilla upp vel skreyttum jólagjöfum undir jólatréð og fjölskyldur gefa sér tíma i að njóta samverunnar við tindrandi jólaljós, huggulega jólatónlist og lokkandi ilm úr eldhúsinu. Eða er það alltaf raunin? Jóladagarnir skella á, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Desember kemur, alveg eins og aðrir mánuðir, við höfum ekkert um það að segja. Allt planið, allir dagarnir, jólapeysudagur, sparinesti, jólaball, kirkjuheimsóknir, jólaleikritin, kósýdagur, jólavinaleikir, jólahlaðborð, jólaglöggið, jólatónleikarnir og allt hitt. Svo kemur að hinum heilögu jóladögum og við erum búin á líkama og sál. Börn og fullorðnir. Ár eftir ár. Næstu jól verðum við á Tene! Það er þekkt fyrirbæri að Janúar sé leiðinlegasti mánuður ársins. Langur, leiðinlegur, dimmur og bara alls ekkert í gangi. Síðan kemur febrúar, ekki er hann skárri, þó hann sé styttri. Ekkert að frétta. Mars fylgir i kjölfarið og hann getur verið bæði ágætur eða langur og leiðinlegur. Fer eftir því hvar páskarnir lenda.Þegar betur er að gáð höfum við þarna rúma/tæpa þrjá mánuði þar sem er orðið samfélagslega samþykkt að hata. Kannski ósjálfráð leið til þess að hægja á eftir jólahátíðina? En ef við breytum þessu og minnkum álagið i desember í leiðinni? Minnka álag og lengja gleði? Er það ekki eitthvað? Skellum í kósýdag með sparinesti aðra vikuna í janúar þegar jólaljósin fara að dofna og það er búið að hirða upp jólatrén. Tökum þriðju vikuna í janúar og hendum í leynivinaleik í vinnunni, endum svo á góðum happy eftir vinnu á föstudeginum. Höfum ljótupeysu keppni í febrúar og bjóðum í matarboð. Gerum vetrarleikrit um snjókallinn sem bráðnaði, eða um hvað janúar var langur. Við getum nefnilega fundið jólaandann og upplifað jólagleðina sem anda og gleði ótengt mánuði. Það þarf bara aðeins að endurskoða. Með þessu er ekki verið að segja að sleppa öllu í desember og bara liggja upp i sófa og bíða eftir að jólaandinn komi sjálfkrafa yfir. Heldur að dreifa álaginu og þannig halda i gleðina lengur. Auðvitað gerum við allskonar jólalegt í desember, en pössum álagið á okkur, börnin okkar og annað samferða fólk, Hlustum á hjartað, sálina og líkamann okkar og segjum stopp þegar við finnum að við þurfum þess. Hinir heilögu jóladagar skella á, sama hvað. Ef við dreifum álaginu getum við kannski notið þeirra betur og farið bara hress og kát inn í nýtt ár. Munum að það er i lagi að hægja á. Það gerir það samt engin fyrir okkur, við verðum að gera það sjálf.Jólin eru kertaljós og knús! Tökum utan um hvort annað, njótum líðandi stundar eins og við getum og munum að það er bara allt í lagi að líða allskonar og það koma fleiri mánuðir eftir desember! Höfundur er áhugakona um rólegheit og janúaraðdáandi.
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun