Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 22. desember 2024 08:02 Kristín Tómasdóttir fjölskyldumeðferðarfræðingur segir ástarmálin okkar hafa miklu meiri áhrif á samfélagið allt en við höldum. Fólk vandi sig oft meira við til dæmis val á gæludýrum en réttum maka og þótt það geri sér grein fyrir því að hafa valið sér rangan maka, vill það ekki skilja. Vísir/Vilhelm „Það fer nú eiginlega eftir því hvernig við skilgreinum rangur maki. “ svarar Kristín Tómasdóttir fjölskyldumeðferðarfræðingur í upphafi samtals um val á réttum eða röngum maka. Því já, staðreyndin er þessi: Við mættum gefa okkur lengri tíma í að velja okkur maka, líkt og þegar við veljum okkur til dæmis gæludýr. Leitin verður markvissari en þegar fólk hittist á djamminu, dettur í sleik og lætur þar við sitja þegar kemur að makavali. Hið rétta er að það er aðeins flóknara að velja sér maka. „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálum. Svona eins og ástarmálin séu eitthvað léttvæg. Hið rétta er að parsambönd hafa gífurlega mikil áhrif á lífshamingju okkar. Bæði geta þau hækkað hamingjustigið verulega en einnig dregið mikið úr,“ segir Kristín og bætir við: „Fólk heldur líka ofboðslega fast í parsambandið sitt. Skilnaður er stórt mál og jafnvel þótt fólk sé búið að átta sig á því að það sé ekki í rétta sambandinu þá, vill það helst ekki skilja.“ Áskorun fjallar á mannlegan hátt um málin þar sem við tökumst á við okkur sjálf, mál innan fjölskyldunnar, önnur samskipta- og/eða tilfinningatengd mál, veikindi, fíkn, bata, sorg, dauða, aldurstengd mál og fleira. Í dag ætlum við að fjalla um makaval. Hvað er réttur eða rangur maki? Það væri freistandi að kynna Kristínu til leiks sem fyrsta hjónabandsmiðlara landsins. Því í spjallinu er auðheyrt að Kristín er með puttann á púlsinum varðandi það hvað þarf til svo fólk parist vel saman. Og jafnvel líka með yfirsýn yfir það hvaða fólki væri mögulega hægt að para saman. Ég hef lengi gengið með þá hugmynd að aðstoða fólk í makaleit. Þar sem ég myndi leiðbeina fólki meðal annars í gegnum fyrirlestra og hrað-stefnumót.“ Kristín sérhæfir sig fyrst og fremst í parameðferð. Sem getur verið allt frá því að bæta og styrkja parsambandið yfir í að takast á við áföll, flókinn samskiptavanda og mikla erfiðleika. Þá hefur Kristín líka boðið einhleypum einstaklingum í makaleit aðstoð sína. Kristín býður þó líka upp á skilnaðarstuðning enda skilnaður oft langt, strangt og erfitt ferli. En hvað er réttur maki og hvað er rangur maki? Og hvers vegna erum við svona gjörn á að gefa okkur meiri tíma í alls kyns aðra hluti en það hvort einhver einstaklingur sé réttur eða rangur maki. „Fræðimenn hafa reynt að svara því í aldanna rás hvað annars vegar ástin og hins vegar hamingja í raun og veru er. Ég ætla því ekki að þykjast geta svarað því hvernig fólk finnur hvoru tveggja með einföldum hætti.“ Kristín bætir þó við stuttri lýsingu. Farsæl parsambönd einkennast yfirleitt af miklu jafnvægi. Það hlýtur því að vera vísbending um að réttur maki er sá sem þú upplifir þig í jafningjasambandi með. Þetta er þá tilvísun í að makinn þinn sé jafningi þinn sem vinur og félagi og að á ykkur sé ekki mikil afstöðumunur til dæmis í aldri, menntun, fjárhagsstöðu, fjölda barna og svo framvegis.“ Þetta þýðir þó alls ekki að parsambönd gangi ekki upp þó það ríki eitthvað ójafnvægi, mikilvægt sé þó að vera meðvituð um hvar ójafnvægið liggur. „Parsamband getur til dæmis gengið mjög vel þótt aldursmunur sé mikill. En þá, eins og reyndar alltaf, er gott að ræða um hvernig fólk finnur fyrir ójafnvæginu og skoða hvernig hægt sé að vega upp á móti því með öðrum þáttum. “ Kristín sérhæfir sig fyrst og remst í parameðferð, en einstaklingar í makaleit njóta einnig aðstoð hennar sem og fólk sem þiggur skilnaðarstuðning. Oft svara pör því í meðferð að það gangi betur hjá þeim því rifrildum fækki. Frekar myndi Kristín vilja að fólk talaði um að gæðastundirnir væru fleiri og ánægjulegri. Vísir/Vilhelm Hvar á hamingjuskalanum ert þú? Þegar fólk leitar til Kristínar í pararáðgjöf, eru algengustu vandamálin eftirfarandi: Parið hefur fjarlægst Samskipti eru erfið og einkennast af tíðum rifrildum, pirringi, fýlu eða þögn Trúnaðarbrestir Kynlífs- og nándarvandi Vináttan hefur minnkað og varnarstaða aukist Ósætti hvað varðar fjármál, barnauppeldi og vinnuálag ofl Mikil utanaðkomandi streita sem hefur áhrif á sambandið Til þess að meta árangur parameðferðar og hamingjustig skjólstæðinga minna spyr ég oft hvernig parinu hefur vegnað frá því í síðasta tíma. Oft svarar fólk mér þá að það hafi gengið mjög vel vegna þess að rifrildum hafi fækkað. Ég vildi þó óska þess að fleiri myndu mæla hamingjuna í samböndum sínum út frá góðum og ljúfum stundum í staðinn fyrir fjölda átaka og rifrilda “ Það getur því reynst fólki í parsamböndum vel að huga að hlutfallinu milli erfiðra stunda og þeirra sem ýta undir gott samband. Því fleiri jákvæðar og styðjandi stundir, því hamingjuríkara ætti sambandið að vera. „Það getur enginn svarað því nema við sjálf hversu hamingjusöm við erum.. En ímyndum okkur einhleypan einstakling sem telur sig um það bil 50% hamingjusaman á skalanum 0-100,“ segir Kristín en bætir við: „Síðan hittir viðkomandi rétta makann og þá getur hamingjan rokið upp um 30%, rangur maki getur líka dregur úr sem nemur 30%. Ástin getur því spannað 60% bil á hamingjukvarðanum okkar. Það er mjög mikið og raunar frekar pirrandi því öll viljum við jú að hamingjan komi innan frá og velti á okkur sjálfum en ekki einhverjum öðrum einstaklingi.“ Kristín mælir með því að fólk taki stöðutékk á sér reglulega og velti fyrir sér hvar það er á hamingjuskalanum. Ert þú 50% hamingjusöm/samur, 30%, 70%? Það sem hefur mestu áhrifin á hamingjuna eru djúp tengsl við annað fólk og einkennandi fyrir ástrík parsambönd er að fólk upplifir sig í jafningjasambandi með maka sínum.Vísir/Vilhelm Langtímaáhrif á börn Það sem Kristín segir hins vegar svo marga vandræðast með er að ástin er ekki eins og flest önnur verkefni sem við fáumst við. „Flest tökum við ákvarðanir í daglegu lífi sem byggja á skynsemi og gagnrýnni hugsun. Til að mynda í vinnu, félagslegum samskiptum, áhugamálum, fjármálum og fleira. Aftur á móti þegar kemur að ástarmálum þá stjórnast þau algjörlega af tilfinningum okkar.” Skynsamlegt fólk tekur því oft óskynsamlegar ákvarðanir þegar kemur að ástinni. „Það getur því reynst flókið fyrir rökþenkjandi fólk eins og til dæmis lögfræðinga og verkfræðinga þegar tilfinningarnar taka völdin og koma í veg fyrir að skynsemin ráði för. Svarið er einfaldlega það að þegar ástin er annars vegar, dugir skynsemin ekki til. Ástin meikar ekkert alltaf sens.“ Togstreita í parsambandi getur tekið mikla orku frá fólki og haft afleiðingar fyrir einstaklingana í sambandinu sem og börn þeirra.. „Stundum er skilnaður eina leiðin. En fólk á oft erfitt með að taka ákvörðun um skilnað barnanna vegna. Þá er mikilvægt að hafa í huga að langtíma áhrif þess að alast upp við togstreitu í parsambandi foreldra geta verið töluvert alvarlegri heldur en að upplifa skilnað. “ Annað sem foreldrar ættu að hafa í huga er að börnin læra það sem fyrir þeim er haft. „Börn sem búa við ástríkt parsamband foreldra eru líklegri til að setja meiri kröfur í sínum eigin parsamböndum seinna meir. Börn sem alast hins vegar upp við togstreitu í parsambandi foreldra sinna, eru líklegri til að gera minni kröfur og þar með líklegri til þess að eiga í togstreittum parsamböndum síðar á ævinni sjálf. “ Að þessu sögðu, segir Kristín þó mikilvægt að hafa í huga að börn geta líka lært af parsambandi foreldra hvað þau vilja ekki. Það hefur meiri langtímaáhrif á börn að alast upp í togstreittu parsambandi en að fara í gegnum skilnað foreldra og börn sem alast upp í togstreittu parsambandi eru líkleg til að gera minni kröfur í framtíðinni. Kristín bendir á að fólk verði að vera meðvitað um hversu mikilvægt það er að vera góðar fyrirmyndir í ástarsamböndum.Vísir/Vilhelm Aftur í samband Þegar við hittum annað fólk í fyrsta sinn þá tekur það heilann aðeins þrjár sekúndur að ákvarða hvort við getum orðið ástfangin af viðkomandi eða ekki. „Þetta er einfaldlega geta heilans til að meta hvort sá möguleiki sé fyrir hendi eða ekki. Það er þó ekki þar með sagt að við verðum ástfangin af öllum sem falla undir þann flokk. “ En nú er heilinn ekki fullþroskaður fyrr en við erum 25 ára. Þýðir það þá að fyrir þann tíma erum við ekki með þroska til að ákveða hver sé réttur maki fyrir okkur eða ekki? „Alls ekki, það er einmitt reynsla og tengsl við annað fólk sem mótar og þroskar heilann hvað mest. Það getur því verið mjög þroskandi fyrir ungt fólk að vera í ástarsambandi.” Almennt eru konur líklegri til að velja sig frá samböndum ef þær eru ekki hamingjusamar. „Konur eru líklegri til að taka ákvörðun um skilnað heldur en karlmenn og líka líklegri til að velja sér að vera einar eftir skilnað. Að meðaltali er fólk einhleypt í tvö ár eftir sambandsslit á Íslandi, mín tilfinning er þó að miðgildið sé annað og mögulega nær einu ári. “ segir Kristín en bætir við: Til samanburðar eru karlmenn skemur á lausu, þeir taka síður ákvörðun um sambandsslit og þeir eru jafnvel komnir aftur í samband eftir þrjá til sex mánuði.“ Kristín bendir á að auðvitað séu þessar tölur engin lögmál og allur gangur á því hversu lengi fólk sé einhleypt eftir skilnað. „Ég hef hins vegar hvergi lesið neitt um það í skólabókunum hversu lengi fólk verður að hafa verið á lausu svo það teljist tilbúið í nýtt samband. En margir hafa á því miklar skoðanir og telja að langur tími þurfi að líða svo fólk sé búið að jafna sig á skilnaði. Mér hefur heldur þótt algengara að fólk sé tilbúið í nýtt samband þegar það hittir „réttu” manneskjuna óháð tíma.“ Kristín bendir á að mögulega megi fólk vera betur vakandi fyrir því hversu fljótt sambandið er orðið alvarlegt. Algengt er að fólk finni fyrir mikilli spennu á fyrstu stigum sambands. Spennuna túlkar fólk oft sem mikla ást, jafnvel ást við fyrstu sýn. Það kemur þó á daginn að það getur tekið allt að tvö ár að vita fyrir víst hvort við erum ástfangin eða ekki. Því á þessum tveimur árum erum við einfaldlega að kynnast og læra hvort á annað og spennan að taka á sig meiri dýpt.“ Kristín segir enga reglu gilda um hversu langur tími þarf að líða á milli sambanda. Konur séu að jafnaði lengur einar en karlmenn og líklegri til að velja að vera einar. Kristín segist hrifinn af öppum eins og Tinder og Smitten sem fái fólk til að fara í meiri rannsóknarvinnu og sjálf hefur hún hugmyndir um að vera með námskeið fyrir fólk í makaleit, speed-date og fleira.Vísir/Vilhelm Góðu ráðin: Ástarmálin þín 2025 Hamingjurannsóknir sýna að bæði aldur og djúp tengsl geta haft töluverð áhrif á hamingju okkar. Þá virðist hamingja eldra fólks vera að aukast í heiminum. Fólk á Norðurlöndunum er einna hamingjusamast þar sem Finnland trónir á toppnum. Það er því forvitnilegt að vita hvernig aldur og ástarmál spila saman? Skilur fólk frekar með hækkandi aldri og verður það þá óhamingjusamara vegna þess að það er einhleypt og ekki í djúpum tengslum við annan einstakling? „Það er rétt að barnauppeldi, hamstrahjólið, streita og hraði samfélagsins hefur áhrif á ungt fólk og þeirra ástarsambönd. Flestir sem skilja gera það á fyrsta æviári fyrsta barns. Parsambönd sem ekki byggja á góðum grunni þola einfaldlega ekki það álag sem fylgir,“ segir Kristín en bætir við: „Aftur á móti tekur fólk líf sitt oft til endurskoðunar þegar börnin eldast og það skapast meiri tími til þess að spyrja sig „hvað vil ég?“ Á þessum tímamótum velur fólk stundum að skilja við maka sinn eða það velur að leggja rækt við sambandið og dýpka það.“ Kristín segir rannsóknir sýna að hamingjan er ekki bundin við að fólk sé í ástarsamböndum heldur gæði þeirra tengsla sem það á við aðra. . „Það sem rannsóknir hafa sýnt er að það sem hefur mest áhrif á hamingju okkar eru djúp tengsl. Það er þó mikilvægt að árétta að einhleypir geta líka verið mjög hamingjusamir og þá veltur hamingja þeirra oft meira á tengslum við annað fólk, líkt og vini, börn, vinnufélaga og fleiri en einnig ýmislegt sem gefur viðkomandi persónulega lífsfyllingu.“ Þegar kemur að því að velja sér réttan maka eða átta sig á því hvort við séum í sambandi með réttum maka, sé oft ágætt að spyrja okkur sjálf einfaldlega hvað gerir okkur hamingjusöm. „Mér finnst Tinder og Smitten og margt af því sem er í boði í dag mjög jákvætt. Þetta eykur líkurnar á að fólk fari í ákveðna rannsóknarvinnu áður en til sambands kemur, sem er af hinu góða, enda á það síður við þegar fólk hittist t.d. á skemmtistað klukkan þrjú um nótt.“ Sjálf hafi hún áhuga á að skoða einhvers konar hjónabandsmiðlun og þjónustu til þess einmitt að gefa fólki enn meira færi á að kynnast betur, máta sig og vanda valið. Í hugum margra er ástin ákvörðun og við þessa ákvörðun vilja flestir standa í blíðu og stríðu. Kristín bendir þó á að það getur verið heilbrigt að staldra stundum við ákvörðunina og spyrja sig hvað í henni felst. Til að aðstoða okkur í þessu tekur Kristín dæmi: Ef ég spyr skjólstæðinga mína „hvers vegna ert þú í þessu ástarsambandi?” þá er tíðasta svarið „vegna þess að ég elska makann minn.” Það hljómar vel, en stundum nær það ekki mikið lengra. Við höfum því gott af því að spyrja okkur hvað liggur að baki ákvörðun okkar? Hvað er það í fari maka míns sem ég elska? Hvers vegna elska ég?” Um áramótin er nokkuð fyrirséð að margt fólk sem er einhleypt mun horfa til næsta árs og velta fyrir sér hvernig ástarmálin verði árið 2025. Hvort ástin muni mögulega banka upp á? „Það er alveg óþolandi hvað ástin er óstýrilát og við vitum ekki hvort og hvenær við eigum von á henni. Ég trúi því reyndar að þegar við erum tilbúin þá sendum við frá okkur orku sem styrkir líkurnar á því að við verðum ástfangin. Það liggur ábyggilega eitthvað þróunarsálfræðilegt þar að baki. Það getur því verið gott að leggja línurnar, skrifa niður lista af punktum um draumamakann, vera með opin augu og opna á nýja möguleika.” En það er ekki aðeins einhleypa fólkið sem ætti að velta fyrir sér ástarmálunum sínum árið 2025. Því fólk í parsamböndum getur svo sannarlega gert það líka. „Til dæmis með því að taka stöðutékk á sér reglulega. Spyrja sig hvar það er statt á hamingjuskalanum og hversu viss það er í ást sinni til makans. Hvað sé því til staðfestingar og svo framvegis.“ Í dag er það líka orðið nokkuð algengt og sjálfsagt að fólk er í pararáðgjöf hjá aðila eins og Kristínu, sem lið í því að rækta sambandið sitt. „Já, já já,“ svarar Kristín aðspurð um þetta atriði. „Fyrirbyggjandi parameðferð virkar alltaf best. Það er miklu auðveldara að hjálpa fólki að koma í veg fyrir vanda heldur en að slökkva elda þegar vandinn hefur fengið að grassera lengi. “ segir Kristín og bætir við: „Reyndar er ég á því að ef viljinn er til staðar um að vera saman, þá sé einfaldlega hægt að laga allt .“ Misskilningur er einn algengasti vandi para. . „Já, fólk grípur oft í hugsanalestur eða túlkar hegðun maka síns,“ segir Kristín og bætir við að oft eigi þetta enn meira við um fólk sem hefur verið mjög lengi saman. „Það getur hins vegar enginn lesið hugsanir og þess vegna mikilvægt að fólk finni leiðir til þess að tjá sig og skilja hvort annað. Þá reynist oft gott að ákveða fyrir fram hjálpleg orð og orðatiltæki sem allir eru sammála um hvað þýða og hvenær gott er að nota.“ Í þessu samhengi bendir Kristín á að einn helsti parasérfræðingur í heimi var einmitt málvísindakona sem lagði stund á háskólakennslu í enskum málvísindum. „Tungumálið er svo mikilvægt í góðum samskiptum og það sem flest heilbrigð og sterk ástarsambönd eiga sammerkt eru einmitt góð og skýr samskipti.” Að lokum segir Kristín ástarmálin vera stórmál sem mættu taka meira pláss í samfélagsumræðunni almennt. „Já ástarmálin hafa miklu meiri áhrif á allt samfélagið okkar en við höldum. Fólk í heilbrigðum ástarsamböndum skilar meira og betra vinnuframlagi en fólk í togstreittum parsamböndum. Börn eru hamingjusamari ef foreldrar þeirra eru hamingjusamir. Svo ég tali nú ekki um þann samfélagslega vanda sem getur skapast hjá fólki í mikilli ástarsorg eða einmanaleika. Við þurfum að taka betur utan um þessi mál og ég vona að Valkyrjurnar séu að leggja drög að góðum stjórnarsáttmála sem tekur mið af því hvað ást er kraftmikil.” Fjölskyldumál Geðheilbrigði Ástin og lífið Tengdar fréttir Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ „Þegar fólk hefur verið saman í áratugi er ekkert ólíklegt að ýmislegt hafi safnast í gremjubankann í gegnum tíðina,“ segir Íris Eik Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri og eigandi fjölskyldu- og sálfræðiþjónustunnar Samskiptastöðin. 17. nóvember 2024 08:01 „Það er galið að sjá fimm manna fjölskyldu sitja saman en öll í símanum“ „Oft snýst málið um flókin samskipti. Eða jafnvel samskiptaleysi,“ segir Sunna Ólafsdóttir fjölskyldufræðingur, EMDR meðferðaraðili og klínískur félagsráðgjafi hjá Áfalla- og sálfræðimiðstöðinni. 29. september 2024 08:02 Rannsókn: Æskilegasta aldursbil hjóna Aldur er afstæður og aldur segir svo sem ekkert allt um neinn. Þegar kemur að ástinni er síðan jafnvel sagt að aldur skipti engu máli, ef ástin sé til staðar þá sigri hún allt. 9. ágúst 2023 07:01 Fjölskyldumál: „Það er þögnin sem er besti vinur ofbeldisins“ „Partur af vandanum eru þessar rótgrónu staðalímyndir um hverjir gerendur ofbeldis eru. Þessar staðalímyndir byggja á hugmyndinni um að ofbeldismaðurinn sé reiður karlmaður sem beitir ofbeldi markvisst til að drottna yfir maka sínum, og þá helst með líkamlegu ofbeldi,“ segir Þórunn Eymundardóttir meðferðarráðgjafi hjá Heimilisfriði, meðferðarúrræði þar sem gerendur ofbeldis geta fengið aðstoð til að vinna með sína hegðun. 25. júní 2023 09:06 Samsett fjölskylda: Stjúpforeldrar oft óöryggir með hlutverk sitt Í flestum stórfjölskyldum þekkjast dæmi um samsettar fjölskyldur. Þar sem par tekur saman með börn úr fyrra sambandi, ýmist frá öðrum aðilanum eða báðum. 12. mars 2023 09:00 Mest lesið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Fleiri fréttir Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskoranirnar í fyrra: „Ég hélt ekki að ég myndi lifa það“ Áramótaheitin: Að sjá fyrir sér útkomuna en passa sig á nokkrum gryfjum Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Skýringar á jólastressinu margvíslegar Öðruvísi líf: „Hryllingurinn var meiri en villtustu hugmyndirnar“ Sjá meira
Því já, staðreyndin er þessi: Við mættum gefa okkur lengri tíma í að velja okkur maka, líkt og þegar við veljum okkur til dæmis gæludýr. Leitin verður markvissari en þegar fólk hittist á djamminu, dettur í sleik og lætur þar við sitja þegar kemur að makavali. Hið rétta er að það er aðeins flóknara að velja sér maka. „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálum. Svona eins og ástarmálin séu eitthvað léttvæg. Hið rétta er að parsambönd hafa gífurlega mikil áhrif á lífshamingju okkar. Bæði geta þau hækkað hamingjustigið verulega en einnig dregið mikið úr,“ segir Kristín og bætir við: „Fólk heldur líka ofboðslega fast í parsambandið sitt. Skilnaður er stórt mál og jafnvel þótt fólk sé búið að átta sig á því að það sé ekki í rétta sambandinu þá, vill það helst ekki skilja.“ Áskorun fjallar á mannlegan hátt um málin þar sem við tökumst á við okkur sjálf, mál innan fjölskyldunnar, önnur samskipta- og/eða tilfinningatengd mál, veikindi, fíkn, bata, sorg, dauða, aldurstengd mál og fleira. Í dag ætlum við að fjalla um makaval. Hvað er réttur eða rangur maki? Það væri freistandi að kynna Kristínu til leiks sem fyrsta hjónabandsmiðlara landsins. Því í spjallinu er auðheyrt að Kristín er með puttann á púlsinum varðandi það hvað þarf til svo fólk parist vel saman. Og jafnvel líka með yfirsýn yfir það hvaða fólki væri mögulega hægt að para saman. Ég hef lengi gengið með þá hugmynd að aðstoða fólk í makaleit. Þar sem ég myndi leiðbeina fólki meðal annars í gegnum fyrirlestra og hrað-stefnumót.“ Kristín sérhæfir sig fyrst og fremst í parameðferð. Sem getur verið allt frá því að bæta og styrkja parsambandið yfir í að takast á við áföll, flókinn samskiptavanda og mikla erfiðleika. Þá hefur Kristín líka boðið einhleypum einstaklingum í makaleit aðstoð sína. Kristín býður þó líka upp á skilnaðarstuðning enda skilnaður oft langt, strangt og erfitt ferli. En hvað er réttur maki og hvað er rangur maki? Og hvers vegna erum við svona gjörn á að gefa okkur meiri tíma í alls kyns aðra hluti en það hvort einhver einstaklingur sé réttur eða rangur maki. „Fræðimenn hafa reynt að svara því í aldanna rás hvað annars vegar ástin og hins vegar hamingja í raun og veru er. Ég ætla því ekki að þykjast geta svarað því hvernig fólk finnur hvoru tveggja með einföldum hætti.“ Kristín bætir þó við stuttri lýsingu. Farsæl parsambönd einkennast yfirleitt af miklu jafnvægi. Það hlýtur því að vera vísbending um að réttur maki er sá sem þú upplifir þig í jafningjasambandi með. Þetta er þá tilvísun í að makinn þinn sé jafningi þinn sem vinur og félagi og að á ykkur sé ekki mikil afstöðumunur til dæmis í aldri, menntun, fjárhagsstöðu, fjölda barna og svo framvegis.“ Þetta þýðir þó alls ekki að parsambönd gangi ekki upp þó það ríki eitthvað ójafnvægi, mikilvægt sé þó að vera meðvituð um hvar ójafnvægið liggur. „Parsamband getur til dæmis gengið mjög vel þótt aldursmunur sé mikill. En þá, eins og reyndar alltaf, er gott að ræða um hvernig fólk finnur fyrir ójafnvæginu og skoða hvernig hægt sé að vega upp á móti því með öðrum þáttum. “ Kristín sérhæfir sig fyrst og remst í parameðferð, en einstaklingar í makaleit njóta einnig aðstoð hennar sem og fólk sem þiggur skilnaðarstuðning. Oft svara pör því í meðferð að það gangi betur hjá þeim því rifrildum fækki. Frekar myndi Kristín vilja að fólk talaði um að gæðastundirnir væru fleiri og ánægjulegri. Vísir/Vilhelm Hvar á hamingjuskalanum ert þú? Þegar fólk leitar til Kristínar í pararáðgjöf, eru algengustu vandamálin eftirfarandi: Parið hefur fjarlægst Samskipti eru erfið og einkennast af tíðum rifrildum, pirringi, fýlu eða þögn Trúnaðarbrestir Kynlífs- og nándarvandi Vináttan hefur minnkað og varnarstaða aukist Ósætti hvað varðar fjármál, barnauppeldi og vinnuálag ofl Mikil utanaðkomandi streita sem hefur áhrif á sambandið Til þess að meta árangur parameðferðar og hamingjustig skjólstæðinga minna spyr ég oft hvernig parinu hefur vegnað frá því í síðasta tíma. Oft svarar fólk mér þá að það hafi gengið mjög vel vegna þess að rifrildum hafi fækkað. Ég vildi þó óska þess að fleiri myndu mæla hamingjuna í samböndum sínum út frá góðum og ljúfum stundum í staðinn fyrir fjölda átaka og rifrilda “ Það getur því reynst fólki í parsamböndum vel að huga að hlutfallinu milli erfiðra stunda og þeirra sem ýta undir gott samband. Því fleiri jákvæðar og styðjandi stundir, því hamingjuríkara ætti sambandið að vera. „Það getur enginn svarað því nema við sjálf hversu hamingjusöm við erum.. En ímyndum okkur einhleypan einstakling sem telur sig um það bil 50% hamingjusaman á skalanum 0-100,“ segir Kristín en bætir við: „Síðan hittir viðkomandi rétta makann og þá getur hamingjan rokið upp um 30%, rangur maki getur líka dregur úr sem nemur 30%. Ástin getur því spannað 60% bil á hamingjukvarðanum okkar. Það er mjög mikið og raunar frekar pirrandi því öll viljum við jú að hamingjan komi innan frá og velti á okkur sjálfum en ekki einhverjum öðrum einstaklingi.“ Kristín mælir með því að fólk taki stöðutékk á sér reglulega og velti fyrir sér hvar það er á hamingjuskalanum. Ert þú 50% hamingjusöm/samur, 30%, 70%? Það sem hefur mestu áhrifin á hamingjuna eru djúp tengsl við annað fólk og einkennandi fyrir ástrík parsambönd er að fólk upplifir sig í jafningjasambandi með maka sínum.Vísir/Vilhelm Langtímaáhrif á börn Það sem Kristín segir hins vegar svo marga vandræðast með er að ástin er ekki eins og flest önnur verkefni sem við fáumst við. „Flest tökum við ákvarðanir í daglegu lífi sem byggja á skynsemi og gagnrýnni hugsun. Til að mynda í vinnu, félagslegum samskiptum, áhugamálum, fjármálum og fleira. Aftur á móti þegar kemur að ástarmálum þá stjórnast þau algjörlega af tilfinningum okkar.” Skynsamlegt fólk tekur því oft óskynsamlegar ákvarðanir þegar kemur að ástinni. „Það getur því reynst flókið fyrir rökþenkjandi fólk eins og til dæmis lögfræðinga og verkfræðinga þegar tilfinningarnar taka völdin og koma í veg fyrir að skynsemin ráði för. Svarið er einfaldlega það að þegar ástin er annars vegar, dugir skynsemin ekki til. Ástin meikar ekkert alltaf sens.“ Togstreita í parsambandi getur tekið mikla orku frá fólki og haft afleiðingar fyrir einstaklingana í sambandinu sem og börn þeirra.. „Stundum er skilnaður eina leiðin. En fólk á oft erfitt með að taka ákvörðun um skilnað barnanna vegna. Þá er mikilvægt að hafa í huga að langtíma áhrif þess að alast upp við togstreitu í parsambandi foreldra geta verið töluvert alvarlegri heldur en að upplifa skilnað. “ Annað sem foreldrar ættu að hafa í huga er að börnin læra það sem fyrir þeim er haft. „Börn sem búa við ástríkt parsamband foreldra eru líklegri til að setja meiri kröfur í sínum eigin parsamböndum seinna meir. Börn sem alast hins vegar upp við togstreitu í parsambandi foreldra sinna, eru líklegri til að gera minni kröfur og þar með líklegri til þess að eiga í togstreittum parsamböndum síðar á ævinni sjálf. “ Að þessu sögðu, segir Kristín þó mikilvægt að hafa í huga að börn geta líka lært af parsambandi foreldra hvað þau vilja ekki. Það hefur meiri langtímaáhrif á börn að alast upp í togstreittu parsambandi en að fara í gegnum skilnað foreldra og börn sem alast upp í togstreittu parsambandi eru líkleg til að gera minni kröfur í framtíðinni. Kristín bendir á að fólk verði að vera meðvitað um hversu mikilvægt það er að vera góðar fyrirmyndir í ástarsamböndum.Vísir/Vilhelm Aftur í samband Þegar við hittum annað fólk í fyrsta sinn þá tekur það heilann aðeins þrjár sekúndur að ákvarða hvort við getum orðið ástfangin af viðkomandi eða ekki. „Þetta er einfaldlega geta heilans til að meta hvort sá möguleiki sé fyrir hendi eða ekki. Það er þó ekki þar með sagt að við verðum ástfangin af öllum sem falla undir þann flokk. “ En nú er heilinn ekki fullþroskaður fyrr en við erum 25 ára. Þýðir það þá að fyrir þann tíma erum við ekki með þroska til að ákveða hver sé réttur maki fyrir okkur eða ekki? „Alls ekki, það er einmitt reynsla og tengsl við annað fólk sem mótar og þroskar heilann hvað mest. Það getur því verið mjög þroskandi fyrir ungt fólk að vera í ástarsambandi.” Almennt eru konur líklegri til að velja sig frá samböndum ef þær eru ekki hamingjusamar. „Konur eru líklegri til að taka ákvörðun um skilnað heldur en karlmenn og líka líklegri til að velja sér að vera einar eftir skilnað. Að meðaltali er fólk einhleypt í tvö ár eftir sambandsslit á Íslandi, mín tilfinning er þó að miðgildið sé annað og mögulega nær einu ári. “ segir Kristín en bætir við: Til samanburðar eru karlmenn skemur á lausu, þeir taka síður ákvörðun um sambandsslit og þeir eru jafnvel komnir aftur í samband eftir þrjá til sex mánuði.“ Kristín bendir á að auðvitað séu þessar tölur engin lögmál og allur gangur á því hversu lengi fólk sé einhleypt eftir skilnað. „Ég hef hins vegar hvergi lesið neitt um það í skólabókunum hversu lengi fólk verður að hafa verið á lausu svo það teljist tilbúið í nýtt samband. En margir hafa á því miklar skoðanir og telja að langur tími þurfi að líða svo fólk sé búið að jafna sig á skilnaði. Mér hefur heldur þótt algengara að fólk sé tilbúið í nýtt samband þegar það hittir „réttu” manneskjuna óháð tíma.“ Kristín bendir á að mögulega megi fólk vera betur vakandi fyrir því hversu fljótt sambandið er orðið alvarlegt. Algengt er að fólk finni fyrir mikilli spennu á fyrstu stigum sambands. Spennuna túlkar fólk oft sem mikla ást, jafnvel ást við fyrstu sýn. Það kemur þó á daginn að það getur tekið allt að tvö ár að vita fyrir víst hvort við erum ástfangin eða ekki. Því á þessum tveimur árum erum við einfaldlega að kynnast og læra hvort á annað og spennan að taka á sig meiri dýpt.“ Kristín segir enga reglu gilda um hversu langur tími þarf að líða á milli sambanda. Konur séu að jafnaði lengur einar en karlmenn og líklegri til að velja að vera einar. Kristín segist hrifinn af öppum eins og Tinder og Smitten sem fái fólk til að fara í meiri rannsóknarvinnu og sjálf hefur hún hugmyndir um að vera með námskeið fyrir fólk í makaleit, speed-date og fleira.Vísir/Vilhelm Góðu ráðin: Ástarmálin þín 2025 Hamingjurannsóknir sýna að bæði aldur og djúp tengsl geta haft töluverð áhrif á hamingju okkar. Þá virðist hamingja eldra fólks vera að aukast í heiminum. Fólk á Norðurlöndunum er einna hamingjusamast þar sem Finnland trónir á toppnum. Það er því forvitnilegt að vita hvernig aldur og ástarmál spila saman? Skilur fólk frekar með hækkandi aldri og verður það þá óhamingjusamara vegna þess að það er einhleypt og ekki í djúpum tengslum við annan einstakling? „Það er rétt að barnauppeldi, hamstrahjólið, streita og hraði samfélagsins hefur áhrif á ungt fólk og þeirra ástarsambönd. Flestir sem skilja gera það á fyrsta æviári fyrsta barns. Parsambönd sem ekki byggja á góðum grunni þola einfaldlega ekki það álag sem fylgir,“ segir Kristín en bætir við: „Aftur á móti tekur fólk líf sitt oft til endurskoðunar þegar börnin eldast og það skapast meiri tími til þess að spyrja sig „hvað vil ég?“ Á þessum tímamótum velur fólk stundum að skilja við maka sinn eða það velur að leggja rækt við sambandið og dýpka það.“ Kristín segir rannsóknir sýna að hamingjan er ekki bundin við að fólk sé í ástarsamböndum heldur gæði þeirra tengsla sem það á við aðra. . „Það sem rannsóknir hafa sýnt er að það sem hefur mest áhrif á hamingju okkar eru djúp tengsl. Það er þó mikilvægt að árétta að einhleypir geta líka verið mjög hamingjusamir og þá veltur hamingja þeirra oft meira á tengslum við annað fólk, líkt og vini, börn, vinnufélaga og fleiri en einnig ýmislegt sem gefur viðkomandi persónulega lífsfyllingu.“ Þegar kemur að því að velja sér réttan maka eða átta sig á því hvort við séum í sambandi með réttum maka, sé oft ágætt að spyrja okkur sjálf einfaldlega hvað gerir okkur hamingjusöm. „Mér finnst Tinder og Smitten og margt af því sem er í boði í dag mjög jákvætt. Þetta eykur líkurnar á að fólk fari í ákveðna rannsóknarvinnu áður en til sambands kemur, sem er af hinu góða, enda á það síður við þegar fólk hittist t.d. á skemmtistað klukkan þrjú um nótt.“ Sjálf hafi hún áhuga á að skoða einhvers konar hjónabandsmiðlun og þjónustu til þess einmitt að gefa fólki enn meira færi á að kynnast betur, máta sig og vanda valið. Í hugum margra er ástin ákvörðun og við þessa ákvörðun vilja flestir standa í blíðu og stríðu. Kristín bendir þó á að það getur verið heilbrigt að staldra stundum við ákvörðunina og spyrja sig hvað í henni felst. Til að aðstoða okkur í þessu tekur Kristín dæmi: Ef ég spyr skjólstæðinga mína „hvers vegna ert þú í þessu ástarsambandi?” þá er tíðasta svarið „vegna þess að ég elska makann minn.” Það hljómar vel, en stundum nær það ekki mikið lengra. Við höfum því gott af því að spyrja okkur hvað liggur að baki ákvörðun okkar? Hvað er það í fari maka míns sem ég elska? Hvers vegna elska ég?” Um áramótin er nokkuð fyrirséð að margt fólk sem er einhleypt mun horfa til næsta árs og velta fyrir sér hvernig ástarmálin verði árið 2025. Hvort ástin muni mögulega banka upp á? „Það er alveg óþolandi hvað ástin er óstýrilát og við vitum ekki hvort og hvenær við eigum von á henni. Ég trúi því reyndar að þegar við erum tilbúin þá sendum við frá okkur orku sem styrkir líkurnar á því að við verðum ástfangin. Það liggur ábyggilega eitthvað þróunarsálfræðilegt þar að baki. Það getur því verið gott að leggja línurnar, skrifa niður lista af punktum um draumamakann, vera með opin augu og opna á nýja möguleika.” En það er ekki aðeins einhleypa fólkið sem ætti að velta fyrir sér ástarmálunum sínum árið 2025. Því fólk í parsamböndum getur svo sannarlega gert það líka. „Til dæmis með því að taka stöðutékk á sér reglulega. Spyrja sig hvar það er statt á hamingjuskalanum og hversu viss það er í ást sinni til makans. Hvað sé því til staðfestingar og svo framvegis.“ Í dag er það líka orðið nokkuð algengt og sjálfsagt að fólk er í pararáðgjöf hjá aðila eins og Kristínu, sem lið í því að rækta sambandið sitt. „Já, já já,“ svarar Kristín aðspurð um þetta atriði. „Fyrirbyggjandi parameðferð virkar alltaf best. Það er miklu auðveldara að hjálpa fólki að koma í veg fyrir vanda heldur en að slökkva elda þegar vandinn hefur fengið að grassera lengi. “ segir Kristín og bætir við: „Reyndar er ég á því að ef viljinn er til staðar um að vera saman, þá sé einfaldlega hægt að laga allt .“ Misskilningur er einn algengasti vandi para. . „Já, fólk grípur oft í hugsanalestur eða túlkar hegðun maka síns,“ segir Kristín og bætir við að oft eigi þetta enn meira við um fólk sem hefur verið mjög lengi saman. „Það getur hins vegar enginn lesið hugsanir og þess vegna mikilvægt að fólk finni leiðir til þess að tjá sig og skilja hvort annað. Þá reynist oft gott að ákveða fyrir fram hjálpleg orð og orðatiltæki sem allir eru sammála um hvað þýða og hvenær gott er að nota.“ Í þessu samhengi bendir Kristín á að einn helsti parasérfræðingur í heimi var einmitt málvísindakona sem lagði stund á háskólakennslu í enskum málvísindum. „Tungumálið er svo mikilvægt í góðum samskiptum og það sem flest heilbrigð og sterk ástarsambönd eiga sammerkt eru einmitt góð og skýr samskipti.” Að lokum segir Kristín ástarmálin vera stórmál sem mættu taka meira pláss í samfélagsumræðunni almennt. „Já ástarmálin hafa miklu meiri áhrif á allt samfélagið okkar en við höldum. Fólk í heilbrigðum ástarsamböndum skilar meira og betra vinnuframlagi en fólk í togstreittum parsamböndum. Börn eru hamingjusamari ef foreldrar þeirra eru hamingjusamir. Svo ég tali nú ekki um þann samfélagslega vanda sem getur skapast hjá fólki í mikilli ástarsorg eða einmanaleika. Við þurfum að taka betur utan um þessi mál og ég vona að Valkyrjurnar séu að leggja drög að góðum stjórnarsáttmála sem tekur mið af því hvað ást er kraftmikil.”
Fjölskyldumál Geðheilbrigði Ástin og lífið Tengdar fréttir Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ „Þegar fólk hefur verið saman í áratugi er ekkert ólíklegt að ýmislegt hafi safnast í gremjubankann í gegnum tíðina,“ segir Íris Eik Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri og eigandi fjölskyldu- og sálfræðiþjónustunnar Samskiptastöðin. 17. nóvember 2024 08:01 „Það er galið að sjá fimm manna fjölskyldu sitja saman en öll í símanum“ „Oft snýst málið um flókin samskipti. Eða jafnvel samskiptaleysi,“ segir Sunna Ólafsdóttir fjölskyldufræðingur, EMDR meðferðaraðili og klínískur félagsráðgjafi hjá Áfalla- og sálfræðimiðstöðinni. 29. september 2024 08:02 Rannsókn: Æskilegasta aldursbil hjóna Aldur er afstæður og aldur segir svo sem ekkert allt um neinn. Þegar kemur að ástinni er síðan jafnvel sagt að aldur skipti engu máli, ef ástin sé til staðar þá sigri hún allt. 9. ágúst 2023 07:01 Fjölskyldumál: „Það er þögnin sem er besti vinur ofbeldisins“ „Partur af vandanum eru þessar rótgrónu staðalímyndir um hverjir gerendur ofbeldis eru. Þessar staðalímyndir byggja á hugmyndinni um að ofbeldismaðurinn sé reiður karlmaður sem beitir ofbeldi markvisst til að drottna yfir maka sínum, og þá helst með líkamlegu ofbeldi,“ segir Þórunn Eymundardóttir meðferðarráðgjafi hjá Heimilisfriði, meðferðarúrræði þar sem gerendur ofbeldis geta fengið aðstoð til að vinna með sína hegðun. 25. júní 2023 09:06 Samsett fjölskylda: Stjúpforeldrar oft óöryggir með hlutverk sitt Í flestum stórfjölskyldum þekkjast dæmi um samsettar fjölskyldur. Þar sem par tekur saman með börn úr fyrra sambandi, ýmist frá öðrum aðilanum eða báðum. 12. mars 2023 09:00 Mest lesið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Fleiri fréttir Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskoranirnar í fyrra: „Ég hélt ekki að ég myndi lifa það“ Áramótaheitin: Að sjá fyrir sér útkomuna en passa sig á nokkrum gryfjum Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Skýringar á jólastressinu margvíslegar Öðruvísi líf: „Hryllingurinn var meiri en villtustu hugmyndirnar“ Sjá meira
Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ „Þegar fólk hefur verið saman í áratugi er ekkert ólíklegt að ýmislegt hafi safnast í gremjubankann í gegnum tíðina,“ segir Íris Eik Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri og eigandi fjölskyldu- og sálfræðiþjónustunnar Samskiptastöðin. 17. nóvember 2024 08:01
„Það er galið að sjá fimm manna fjölskyldu sitja saman en öll í símanum“ „Oft snýst málið um flókin samskipti. Eða jafnvel samskiptaleysi,“ segir Sunna Ólafsdóttir fjölskyldufræðingur, EMDR meðferðaraðili og klínískur félagsráðgjafi hjá Áfalla- og sálfræðimiðstöðinni. 29. september 2024 08:02
Rannsókn: Æskilegasta aldursbil hjóna Aldur er afstæður og aldur segir svo sem ekkert allt um neinn. Þegar kemur að ástinni er síðan jafnvel sagt að aldur skipti engu máli, ef ástin sé til staðar þá sigri hún allt. 9. ágúst 2023 07:01
Fjölskyldumál: „Það er þögnin sem er besti vinur ofbeldisins“ „Partur af vandanum eru þessar rótgrónu staðalímyndir um hverjir gerendur ofbeldis eru. Þessar staðalímyndir byggja á hugmyndinni um að ofbeldismaðurinn sé reiður karlmaður sem beitir ofbeldi markvisst til að drottna yfir maka sínum, og þá helst með líkamlegu ofbeldi,“ segir Þórunn Eymundardóttir meðferðarráðgjafi hjá Heimilisfriði, meðferðarúrræði þar sem gerendur ofbeldis geta fengið aðstoð til að vinna með sína hegðun. 25. júní 2023 09:06
Samsett fjölskylda: Stjúpforeldrar oft óöryggir með hlutverk sitt Í flestum stórfjölskyldum þekkjast dæmi um samsettar fjölskyldur. Þar sem par tekur saman með börn úr fyrra sambandi, ýmist frá öðrum aðilanum eða báðum. 12. mars 2023 09:00