Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Samúel Karl Ólason skrifar 21. desember 2024 08:13 Deilurnar innan Repúblikanaflokksins um fjárlagafrumvarpið hafa veikt stöðu Mikes Johnson, þingforseta, verulega. AP/Jose Luis Magana Bandarískir þingmenn á báðum deildum þingsins samþykktu í gærkvöldi bráðabirgðafjárlög eftir miklar deilur. Frumvarpið hefur verið sent til Hvíta hússins til undirritunar og er fastlega búist við því að Joe Biden, forseti, muni skrifa undir það. Þannig hefur naumlega tekist að koma í veg fyrir stöðvun rekstur alríkisins vestanhafs, sem átti að stöðvast í dag. Frumvarpið nær þó eingöngu til þriggja mánaða og felur það í sér að taka þarf nokkrar stórar ákvarðanir um fjárútlát snemma á kjörtímabili Donalds Trump á næsta ári. Þetta bráðabirgðafjárlagafrumvarp hefur leitt til mikilla deilna innan Repúblikanaflokksins og á þingi í vikunni. Upprunalega lagði Mike Johnson, þingforseti, fram umfangsmikið frumvarp sem byggði á samningaviðræðum við Demókrataflokkinn, sem eru enn með meirihluta í öldungadeildinni. Elon Musk, ríkasti maður heims, beitti sér þó gegn því frumvarpi og leiddi það til þess að Trump gerði það einnig. Við tóku miklar deilur og samningaviðræður milli Repúblikana sem skiluðu nýju strípuðu en svipuðu frumvarpi sem Trump lýsti því yfir að hann væri samþykkur. Þegar það frumvarp var borið fram brugðust margir Repúblikanar reiðir við og greiddu 38 þingmenn flokksins atkvæði gegn því. Frumvarpið sem Repúblikanar höfnuðu í vikunni var að miklu leyti sambærilegt því sem Repúblikanar og Demókratar höfðu samið áður samið um. Ýmis ákvæði höfðu þó verið fjarlægð, eins og fyrsta launahækkun þingmanna í rúman áratug, upp að mesta leyti 3,8 prósent, en Musk og aðrir hafa ranglega haldið því fram að launahækkunin samsvari fjörutíu prósentum. Einnig voru fjarlægð úr frumvarpinu ákvæði um lækkun lyfjakostnaðar og ákvæði um 190 milljóna dala fjárveitingu til rannsóknar barnakrabbameins, auk þess sem ákvæði um umhverfisvænu bætiefni við eldsneyti var fjarlægt. Þá hafði Johnson, að beiðni Trumps, bætt við ákvæði um að alfarið fella niður hið svokallaða skuldaþak, sem eru lög um hve miklar skuldir ríkissjóðs mega vera. Undanfarin ár hefur þakið verið hækkað reglulega og hafa Repúblikanar í hvert sinn mótmælt því harðlega. Allra nýjasta frumvarpið, sem samþykkt var í gærkvöldi, var nánast það sama og Trump hafði lýst yfir stuðningi við. Leiðtogar Repúblikanaflokksins höfðu þó fjarlægt ákvæðið um að fella niður skuldaþakið. Við það ákváðu Demókratar að styðja frumvarpið og var það samþykkt 366-34 í fulltrúadeildinni og 85-11 í öldungadeildinni. Skjóta á Repúblikana Deilurnar og óreiðan innan Repúblikanaflokksins hefur grafið verulega undan stöðu Johnson og hafa samkvæmt fjölmiðlum vestanhafs vaknað spurningar um það hvort hann geti í raun haldið embætti sínu eftir að nýtt þing hefur störf þann 3. janúar. Fregnir hafa borist af því að þó nokkrir þingmenn hafi sagt við aðra að þeir styðji hann ekki. Kröfur Trumps og Musks settu Johnson í mjög erfiða stöðu en frá upphafi var ljóst að margir Repúblikanar, sem hafa um árabil kallað eftir niðurskurði og endurbótum þegar kemur að fjárútlátum ríkisins, gætu ekki greitt atkvæði með því að fella skuldaþakið niður. Þó Demókratar hafi ákveðið að samþykkja frumvarpið hafa leiðtogar flokksins og þingmenn eru þeir ósáttir við Repúblikana og hafa notað deilurnar til að skjóta á þá varðandi það hver stjórni flokknum í rauninni. Það sé ekki Donald Trump heldur Elon Musk sem geri það. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Þannig hefur naumlega tekist að koma í veg fyrir stöðvun rekstur alríkisins vestanhafs, sem átti að stöðvast í dag. Frumvarpið nær þó eingöngu til þriggja mánaða og felur það í sér að taka þarf nokkrar stórar ákvarðanir um fjárútlát snemma á kjörtímabili Donalds Trump á næsta ári. Þetta bráðabirgðafjárlagafrumvarp hefur leitt til mikilla deilna innan Repúblikanaflokksins og á þingi í vikunni. Upprunalega lagði Mike Johnson, þingforseti, fram umfangsmikið frumvarp sem byggði á samningaviðræðum við Demókrataflokkinn, sem eru enn með meirihluta í öldungadeildinni. Elon Musk, ríkasti maður heims, beitti sér þó gegn því frumvarpi og leiddi það til þess að Trump gerði það einnig. Við tóku miklar deilur og samningaviðræður milli Repúblikana sem skiluðu nýju strípuðu en svipuðu frumvarpi sem Trump lýsti því yfir að hann væri samþykkur. Þegar það frumvarp var borið fram brugðust margir Repúblikanar reiðir við og greiddu 38 þingmenn flokksins atkvæði gegn því. Frumvarpið sem Repúblikanar höfnuðu í vikunni var að miklu leyti sambærilegt því sem Repúblikanar og Demókratar höfðu samið áður samið um. Ýmis ákvæði höfðu þó verið fjarlægð, eins og fyrsta launahækkun þingmanna í rúman áratug, upp að mesta leyti 3,8 prósent, en Musk og aðrir hafa ranglega haldið því fram að launahækkunin samsvari fjörutíu prósentum. Einnig voru fjarlægð úr frumvarpinu ákvæði um lækkun lyfjakostnaðar og ákvæði um 190 milljóna dala fjárveitingu til rannsóknar barnakrabbameins, auk þess sem ákvæði um umhverfisvænu bætiefni við eldsneyti var fjarlægt. Þá hafði Johnson, að beiðni Trumps, bætt við ákvæði um að alfarið fella niður hið svokallaða skuldaþak, sem eru lög um hve miklar skuldir ríkissjóðs mega vera. Undanfarin ár hefur þakið verið hækkað reglulega og hafa Repúblikanar í hvert sinn mótmælt því harðlega. Allra nýjasta frumvarpið, sem samþykkt var í gærkvöldi, var nánast það sama og Trump hafði lýst yfir stuðningi við. Leiðtogar Repúblikanaflokksins höfðu þó fjarlægt ákvæðið um að fella niður skuldaþakið. Við það ákváðu Demókratar að styðja frumvarpið og var það samþykkt 366-34 í fulltrúadeildinni og 85-11 í öldungadeildinni. Skjóta á Repúblikana Deilurnar og óreiðan innan Repúblikanaflokksins hefur grafið verulega undan stöðu Johnson og hafa samkvæmt fjölmiðlum vestanhafs vaknað spurningar um það hvort hann geti í raun haldið embætti sínu eftir að nýtt þing hefur störf þann 3. janúar. Fregnir hafa borist af því að þó nokkrir þingmenn hafi sagt við aðra að þeir styðji hann ekki. Kröfur Trumps og Musks settu Johnson í mjög erfiða stöðu en frá upphafi var ljóst að margir Repúblikanar, sem hafa um árabil kallað eftir niðurskurði og endurbótum þegar kemur að fjárútlátum ríkisins, gætu ekki greitt atkvæði með því að fella skuldaþakið niður. Þó Demókratar hafi ákveðið að samþykkja frumvarpið hafa leiðtogar flokksins og þingmenn eru þeir ósáttir við Repúblikana og hafa notað deilurnar til að skjóta á þá varðandi það hver stjórni flokknum í rauninni. Það sé ekki Donald Trump heldur Elon Musk sem geri það.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira