Blikar sögu frá nýjum samningi stráksins á miðlum sínum. „Ungur og upprennandi Bliki sem verður skemmtilegt að fylgjast með,“ segir í fréttinni sem sjá má hér fyrir neðan.
Gunnleifur er fæddur árið 2008 og hélt upp á sextán ára afmælið sitt í maí á þessu ári.
Hann er sóknarmaður sem hefur leikið ellefu landsleiki fyrir landslið U15, U16 og U17. Gunnleifur Orri hefur æft reglulega með meistaraflokki Breiðabliks frá síðasta undirbúningstímabili. Hann á enn eftir að spila fyrir liðið en það gæti breyst á næsta ári.
Foreldrar Gunnleifs þekkja vel til hjá Breiðabliki því þau spiluðu bæði fyrir félagið. Hann hefur hins vegar elt móður sína í stöðuvali.
Faðir hans, Gunnleifur Vignir Gunnleifsson, lék 153 leiki fyrir Breiðablik í efstu deild sem markvörður. Hann er ellefti leikjahæsti leikmaður félagsins í úrvalsdeild og leikjahæsti markvörðurinn.
Móðir hans, Hildur Einarsdóttir, lék 11 leiki fyrir Breiðablik í efstu deild sem sóknarmaður og skoraði í þeim 3 mörk.