Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sindri Sverrisson skrifar 23. desember 2024 08:30 Sandro Eric Sosing varð að draga sig úr keppni á HM og eyðir væntanlega jólunum á sjúkrahúsi í London. Getty/Tom Dulat Sandro Eric Sosing varð óvænt að draga sig úr keppni rétt áður en hann átti að stíga á svið á föstudaginn, á HM í pílukasti. Nú er orðið ljóst hve alvarleg ástæðan var. Sosing, einn fjögurra Filippseyinga á HM, átti að mæta Ian White á föstudaginn en fór að finna fyrir brjóstverkjum í upphitun fyrir leikinn. Hann varð á endanum að hætta við keppni og var fluttur á sjúkrahús. Sosing hefur núna verið greindur með Guillain-Barré heilkennið. Á vef Lyfjastofnunnar segir um heilkennið að það sé sjaldgæfur taugasjúkdómur, þar sem ónæmiskerfi líkamans veldur skaða á taugafrumum sem getur valdið verkjum, dofa, slappleika í vöðvum og getur í alvarlegustu tilfellum leitt til lömunar. Það skal tekið fram að flestir ná sér að fullu af þessum sjúkdómi. „Sandro vill þakka öllum þeim sem hafa spurst fyrir um líðan hans og sent honum hlýjar batakveðjur,“ segir í tilkynningu frá PDC Darts um stöðuna á Sosing. Eftir að leik Sosing við White var aflýst komst White beint áfram í 2. umferð, þar sem hann vann Ritchie Edhouse. White mun því mæta sjálfum Luke Littler í 3. umferðinni. Sosing er í 225. sæti heimslistans og komst á HM eftir að hafa endað í 2. sæti á Asíumóti PDC. Landi Sosing, Paolo Nebrida, tileinkaði honum afar óvæntan sigur sinn gegn Ross Smith í gær. Nebrida er fyrsti Filippseyingurinn sem kemst í 3. umferð HM. 🗣️ "This is for my family, my country and my fellow player Sandro!"Paolo Nebrida pays tribute to his compatriot Sandro Eric Sosing after creating history at the World Darts Championship!#WCDarts pic.twitter.com/pZ4ejIlb9w— PDC Darts (@OfficialPDC) December 22, 2024 „Þessi sigur er fyrir fjölskylduna mína, landa mína og liðsfélaga Sandro Eric Sosing,“ sagði Nebrida á blaðamannafundi. Pílukast Mest lesið Lýsti ofbeldinu sem faðir hans beitti hann Sport Paul vill nú berjast við fyrrum heimsmeistara í pílu Sport Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Íslenski boltinn Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Fótbolti Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Fótbolti Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Íslenski boltinn Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Handbolti Dagskráin í dag: Bónus deild kvenna frá A til Ö Sport Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Handbolti Fleiri fréttir Eygló tilnefnd sem lyftingakona ársins í Evrópu „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Lýsti ofbeldinu sem faðir hans beitti hann Paul vill nú berjast við fyrrum heimsmeistara í pílu Dagskráin í dag: Bónus deild kvenna frá A til Ö Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Martin dældi út stoðsendingum í enn einu Evróputapinu Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Bjarki Már öflugur Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Enda án stiga á botni riðilsins Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Sex marka sýning Íslands gegn Skotum Undraskot Curry fór ekki ofan í eftir allt saman Fimm ára fangelsi fyrir að reyna að myrða meintan barnaníðing Eygló í þyngri flokki en samt best allra Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Ekki pæla í því sem aðeins of feitur fyrrverandi leikmaður segir“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ „Aron í svona stóru hlutverki, það er búið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Lífið í Brúnei einmanalegt Fjölskyldu Arnórs hótað „Eru sex mörk ekki nóg til að þú haldir kjafti?“ Myndi kannski hlusta ef þeir gætu bent á Gasa á korti Sjá meira
Sosing, einn fjögurra Filippseyinga á HM, átti að mæta Ian White á föstudaginn en fór að finna fyrir brjóstverkjum í upphitun fyrir leikinn. Hann varð á endanum að hætta við keppni og var fluttur á sjúkrahús. Sosing hefur núna verið greindur með Guillain-Barré heilkennið. Á vef Lyfjastofnunnar segir um heilkennið að það sé sjaldgæfur taugasjúkdómur, þar sem ónæmiskerfi líkamans veldur skaða á taugafrumum sem getur valdið verkjum, dofa, slappleika í vöðvum og getur í alvarlegustu tilfellum leitt til lömunar. Það skal tekið fram að flestir ná sér að fullu af þessum sjúkdómi. „Sandro vill þakka öllum þeim sem hafa spurst fyrir um líðan hans og sent honum hlýjar batakveðjur,“ segir í tilkynningu frá PDC Darts um stöðuna á Sosing. Eftir að leik Sosing við White var aflýst komst White beint áfram í 2. umferð, þar sem hann vann Ritchie Edhouse. White mun því mæta sjálfum Luke Littler í 3. umferðinni. Sosing er í 225. sæti heimslistans og komst á HM eftir að hafa endað í 2. sæti á Asíumóti PDC. Landi Sosing, Paolo Nebrida, tileinkaði honum afar óvæntan sigur sinn gegn Ross Smith í gær. Nebrida er fyrsti Filippseyingurinn sem kemst í 3. umferð HM. 🗣️ "This is for my family, my country and my fellow player Sandro!"Paolo Nebrida pays tribute to his compatriot Sandro Eric Sosing after creating history at the World Darts Championship!#WCDarts pic.twitter.com/pZ4ejIlb9w— PDC Darts (@OfficialPDC) December 22, 2024 „Þessi sigur er fyrir fjölskylduna mína, landa mína og liðsfélaga Sandro Eric Sosing,“ sagði Nebrida á blaðamannafundi.
Pílukast Mest lesið Lýsti ofbeldinu sem faðir hans beitti hann Sport Paul vill nú berjast við fyrrum heimsmeistara í pílu Sport Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Íslenski boltinn Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Fótbolti Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Fótbolti Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Íslenski boltinn Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Handbolti Dagskráin í dag: Bónus deild kvenna frá A til Ö Sport Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Handbolti Fleiri fréttir Eygló tilnefnd sem lyftingakona ársins í Evrópu „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Lýsti ofbeldinu sem faðir hans beitti hann Paul vill nú berjast við fyrrum heimsmeistara í pílu Dagskráin í dag: Bónus deild kvenna frá A til Ö Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Martin dældi út stoðsendingum í enn einu Evróputapinu Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Bjarki Már öflugur Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Enda án stiga á botni riðilsins Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Sex marka sýning Íslands gegn Skotum Undraskot Curry fór ekki ofan í eftir allt saman Fimm ára fangelsi fyrir að reyna að myrða meintan barnaníðing Eygló í þyngri flokki en samt best allra Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Ekki pæla í því sem aðeins of feitur fyrrverandi leikmaður segir“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ „Aron í svona stóru hlutverki, það er búið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Lífið í Brúnei einmanalegt Fjölskyldu Arnórs hótað „Eru sex mörk ekki nóg til að þú haldir kjafti?“ Myndi kannski hlusta ef þeir gætu bent á Gasa á korti Sjá meira