Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 25. desember 2024 11:48 Lárus Óskar er svæðisstjóri hjá Hjálpræðishernum. Um sextíu manns komu í jólamat Hjálpræðishersins í gærkvöldi, og voru allir gestir leystir út með gjöfum. Svæðisforingi hersins segir gleðilegt að geta endurvakið hefðina, eftir nokkurra ára hlé. Hjálpræðisherinn hefur um árabil haft þann sið að bjóða fólki sem er eitt um jólin í mat klukkan sex á aðfangadagskvöld, þar sem það getur átt notalega og fallega stund saman. Svæðisforingi segir allt hafa gengið vel. „Þetta voru milli 50 og 60 manns sem komu og borðuðu hjá okkur lambalæri og hamborgarhrygg með öllu tilheyrandi. Svo er alltaf hefð hjá okkur lesa jólasögu, vera með jólahugvekju, syngja jólalög og dansa í kringum jólatréð,“ segir Lárus Óskar Sigmundsson, svæðisforingi hjá Hjálpræðishernum. Að kvöldi loknu hafi allir verið leystir út með gjöfum. Mikil þörf á síðasta ári Þrátt fyrir að um áralanga hefð sé að ræða lagðist hún niður á tímum Covid, en var endurvakin nú í ár. „Það var gott að koma aftur, geta gert þetta og hjálpað fólki sem er eitt um jólin.“ Gert hafði verið ráð fyrir um 90 til 100 manns, en Lárus segir alltaf einhver afföll verða, sér í lagi þegar færðin er jafn slæm og í gær. „Maður sá að þörfin var mikil, sérstaklega í fyrra. Það var mikið af fólki sem hringdi í fyrra og spurði hvort við værum með jólamat. Þá sögðum við 'Nei, því miður'. Það var gott að geta sagt í ár 'Jú, við erum með það og þú ert hjartanlega velkominn'.“ Lárus segist finna fyrir miklum stuðningi við hreyfinguna, sem treysti á frjáls framlög. „Það er rosa góður og mikill stuðningur, hvert einasta ár.“ Jól Góðverk Hjálparstarf Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira
Hjálpræðisherinn hefur um árabil haft þann sið að bjóða fólki sem er eitt um jólin í mat klukkan sex á aðfangadagskvöld, þar sem það getur átt notalega og fallega stund saman. Svæðisforingi segir allt hafa gengið vel. „Þetta voru milli 50 og 60 manns sem komu og borðuðu hjá okkur lambalæri og hamborgarhrygg með öllu tilheyrandi. Svo er alltaf hefð hjá okkur lesa jólasögu, vera með jólahugvekju, syngja jólalög og dansa í kringum jólatréð,“ segir Lárus Óskar Sigmundsson, svæðisforingi hjá Hjálpræðishernum. Að kvöldi loknu hafi allir verið leystir út með gjöfum. Mikil þörf á síðasta ári Þrátt fyrir að um áralanga hefð sé að ræða lagðist hún niður á tímum Covid, en var endurvakin nú í ár. „Það var gott að koma aftur, geta gert þetta og hjálpað fólki sem er eitt um jólin.“ Gert hafði verið ráð fyrir um 90 til 100 manns, en Lárus segir alltaf einhver afföll verða, sér í lagi þegar færðin er jafn slæm og í gær. „Maður sá að þörfin var mikil, sérstaklega í fyrra. Það var mikið af fólki sem hringdi í fyrra og spurði hvort við værum með jólamat. Þá sögðum við 'Nei, því miður'. Það var gott að geta sagt í ár 'Jú, við erum með það og þú ert hjartanlega velkominn'.“ Lárus segist finna fyrir miklum stuðningi við hreyfinguna, sem treysti á frjáls framlög. „Það er rosa góður og mikill stuðningur, hvert einasta ár.“
Jól Góðverk Hjálparstarf Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira