Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar 25. desember 2024 22:59 Við höfum lengi búið okkur undir stundirnar sem hófust þegar klukkan sló sex nú i kvöld. Átján mínútum áður var jafnan hefðbundin þögn á gömlu Gufunni. Já, hlé frá 17:42 allt til þess að hljómur kirkjuklukkna úr Dómkirkjunni tók að óma í viðtækjunum. Það var eins og skilaboð um að mínúturnar fyrir jól séu tími biðar og eftirvæntingar, sem þær sannarlega eru – því þegar jólin ganga í garð er tíðin runnin upp, sjálf hátíðin. Við skynjum það líklega best á þessum tíma hvers virði það hefur að nema staðar og segja við sjálfan sig: stundin er núna. Þrenging í eintölu Hvað tíminn er merkilegt fyrirbæri. Stundaglasið lýsir honum vel. Efra hólfið sýnir framtíðina. Hið neðra er fortíðin. Þar á milli er einhver þrenging þar sem sandurinn rennur hratt í gegn. Það er nútíðin: hreyfingin frá hinu liðna til hins ókomna. Þrengingin í okkar lífi er hér og nú. Hérna rennur sandurinn í gegn og um leið og við segjum orðið ,,núna” hverfur orðið inn í fortíðina. Stærstu áfangar sögunnar gerðust í þessari þrengingu, þótt nú séu þeir allir komnir í neðra hólfið. Þegar þeir runnu upp: Merkisdagar þjóðar, áfangar í sögu mannkyns, fögnuður og hörmunga, voru atburðirnir hluti líðandi stundar. Allt heyrir það til í fortíðar en mótar okkur enn þann dag í dag. Á því augnarbliki sem tíðindin urðu gat fólk sagt við sjálft sig: stundin er núna. En þetta segjum við samt alltof sjaldan. Of oft gerist það að við hverfum ofan í sand liðinna daga, vikna, ára – eða byltum okkur í kviksyndi þess sem ókomið er. Við finnum aldrei þann þrönga stíg sem þó er vettvangur lífs okkar. Við eigum það til að lifa lífi okkar í endurskini minninga eða dveljum í von eða ótta um hið ókomna. Allt lífið er þó hér og nú. Sá sem játar því vinnur mikinn sigur. Þetta er ekki ábyrgðarleysi, þvert á móti. Þetta er einn lykillinn að því að geta lifað innihaldsríku lífi. Þetta er lykillinn að því að geta lifað, starfað og notið á þeirri stundu sem allt líf okkar fer fram á. Jólin eru núna Jólin eru núna og jólahátíðin er tími líðandi stundar. Texti jólaguðspjallsins geymir vísbendingar um það: „En það bar til um þessar mundir“ segir í upphafi hans. „Um þessar mundir“ er það ekki einmitt nú? „En meðan þau voru þar“ segir um þann atburð þegar frelsarinn fæddist. Og þar sem hirðar sátu á Bethlehemsvöllum, skyndilega umkringdir englaher þar sem niðamyrkið ljómaði upp fengu þeir þessi tíðindi: „Yður er í dag frelsari fæddur“. Í dag: Núna. Textinn er óður til þess sem er og gerist á hverri stundu. Skilaboðin eru þau að þótt atburðurinn hafi vissulega gerst hér fyrir langalöngu – já frá honum miðum við tímatal okkar – þá er hann engu að síður núna. Í Jesú Kristi mætist fortíð, framtíð og nútíð. Fæðing hans og þjónusta er sögulegur veruleiki. Hann mun koma í dýrð sinni eins og segir í trúarjátningu okkar. En fyrir okkur eru skilaboðin hins vegar skýr: Hann kemur inn í líf okkar, auðgar það og glæðir. Hann fyllir það innihaldi og umfram allt minnir okkur á það að taka þátt í lífinu: að gefa, hjálpa og styðja aðra. Og kunna að njóta þess sem lífið hefur upp á að bjóða. Þetta er sá hinn sami og sagði: „morgundagurinn mun eiga sínar áhyggjur. Hverjum degi nægir sín þjáning.“ Það er munur á þrengingu og þrengingum. Þrengingin er andartakið núna, þar sem við dveljum. Lausnarinn og lífgjafinn vill færa okkur þá skynjun að við eigum að fanga tilveruna og nýta hana á hverri stundu. Nú eru jólin runnin upp. Fyrir skömmu voru þau í framtíð. Senn verða þau í fortíð. Nú er það nútíð. Svona orðum við tíðirnar á íslensku. En jólin eru auðvitað engin venjuleg nútíð: þau er hátíð. Já við eigum þetta orð yfir atburði sem þessa. Það eru stundir sem þessar sem kalla okkur til umhugsunar og ábyrgðar á eigin lífi og tilvist. Þær hvetja okkur til þess að hugleiða dagana og árin okkar og minna okkur á það að leggja rækt við það sem skiptir mestu máli. Með þeim hætti getur hátíðin auðgað vitund okkar fyrir öðrum þeim tíðum. Þær fæðast og deyja í sömu andrá, en eru þó þegar á allt er litið, sjálfur vettvangur lífs okkar og tilveru. Höfundur er sóknarprestur í Neskirkju Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli S. Ólafsson Jól Þjóðkirkjan Mest lesið Halldór 29.03.2025 Halldór Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Skoðun Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar Sjá meira
Við höfum lengi búið okkur undir stundirnar sem hófust þegar klukkan sló sex nú i kvöld. Átján mínútum áður var jafnan hefðbundin þögn á gömlu Gufunni. Já, hlé frá 17:42 allt til þess að hljómur kirkjuklukkna úr Dómkirkjunni tók að óma í viðtækjunum. Það var eins og skilaboð um að mínúturnar fyrir jól séu tími biðar og eftirvæntingar, sem þær sannarlega eru – því þegar jólin ganga í garð er tíðin runnin upp, sjálf hátíðin. Við skynjum það líklega best á þessum tíma hvers virði það hefur að nema staðar og segja við sjálfan sig: stundin er núna. Þrenging í eintölu Hvað tíminn er merkilegt fyrirbæri. Stundaglasið lýsir honum vel. Efra hólfið sýnir framtíðina. Hið neðra er fortíðin. Þar á milli er einhver þrenging þar sem sandurinn rennur hratt í gegn. Það er nútíðin: hreyfingin frá hinu liðna til hins ókomna. Þrengingin í okkar lífi er hér og nú. Hérna rennur sandurinn í gegn og um leið og við segjum orðið ,,núna” hverfur orðið inn í fortíðina. Stærstu áfangar sögunnar gerðust í þessari þrengingu, þótt nú séu þeir allir komnir í neðra hólfið. Þegar þeir runnu upp: Merkisdagar þjóðar, áfangar í sögu mannkyns, fögnuður og hörmunga, voru atburðirnir hluti líðandi stundar. Allt heyrir það til í fortíðar en mótar okkur enn þann dag í dag. Á því augnarbliki sem tíðindin urðu gat fólk sagt við sjálft sig: stundin er núna. En þetta segjum við samt alltof sjaldan. Of oft gerist það að við hverfum ofan í sand liðinna daga, vikna, ára – eða byltum okkur í kviksyndi þess sem ókomið er. Við finnum aldrei þann þrönga stíg sem þó er vettvangur lífs okkar. Við eigum það til að lifa lífi okkar í endurskini minninga eða dveljum í von eða ótta um hið ókomna. Allt lífið er þó hér og nú. Sá sem játar því vinnur mikinn sigur. Þetta er ekki ábyrgðarleysi, þvert á móti. Þetta er einn lykillinn að því að geta lifað innihaldsríku lífi. Þetta er lykillinn að því að geta lifað, starfað og notið á þeirri stundu sem allt líf okkar fer fram á. Jólin eru núna Jólin eru núna og jólahátíðin er tími líðandi stundar. Texti jólaguðspjallsins geymir vísbendingar um það: „En það bar til um þessar mundir“ segir í upphafi hans. „Um þessar mundir“ er það ekki einmitt nú? „En meðan þau voru þar“ segir um þann atburð þegar frelsarinn fæddist. Og þar sem hirðar sátu á Bethlehemsvöllum, skyndilega umkringdir englaher þar sem niðamyrkið ljómaði upp fengu þeir þessi tíðindi: „Yður er í dag frelsari fæddur“. Í dag: Núna. Textinn er óður til þess sem er og gerist á hverri stundu. Skilaboðin eru þau að þótt atburðurinn hafi vissulega gerst hér fyrir langalöngu – já frá honum miðum við tímatal okkar – þá er hann engu að síður núna. Í Jesú Kristi mætist fortíð, framtíð og nútíð. Fæðing hans og þjónusta er sögulegur veruleiki. Hann mun koma í dýrð sinni eins og segir í trúarjátningu okkar. En fyrir okkur eru skilaboðin hins vegar skýr: Hann kemur inn í líf okkar, auðgar það og glæðir. Hann fyllir það innihaldi og umfram allt minnir okkur á það að taka þátt í lífinu: að gefa, hjálpa og styðja aðra. Og kunna að njóta þess sem lífið hefur upp á að bjóða. Þetta er sá hinn sami og sagði: „morgundagurinn mun eiga sínar áhyggjur. Hverjum degi nægir sín þjáning.“ Það er munur á þrengingu og þrengingum. Þrengingin er andartakið núna, þar sem við dveljum. Lausnarinn og lífgjafinn vill færa okkur þá skynjun að við eigum að fanga tilveruna og nýta hana á hverri stundu. Nú eru jólin runnin upp. Fyrir skömmu voru þau í framtíð. Senn verða þau í fortíð. Nú er það nútíð. Svona orðum við tíðirnar á íslensku. En jólin eru auðvitað engin venjuleg nútíð: þau er hátíð. Já við eigum þetta orð yfir atburði sem þessa. Það eru stundir sem þessar sem kalla okkur til umhugsunar og ábyrgðar á eigin lífi og tilvist. Þær hvetja okkur til þess að hugleiða dagana og árin okkar og minna okkur á það að leggja rækt við það sem skiptir mestu máli. Með þeim hætti getur hátíðin auðgað vitund okkar fyrir öðrum þeim tíðum. Þær fæðast og deyja í sömu andrá, en eru þó þegar á allt er litið, sjálfur vettvangur lífs okkar og tilveru. Höfundur er sóknarprestur í Neskirkju
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun