Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Lovísa Arnardóttir skrifar 27. desember 2024 08:17 Siggi stormur segir það umhugsunarefni hvort það sé réttlætanlegt að sprengja svo marga flugelda þegar loftgæði verða svo slæm. Vísir/Vilhelm Sigurður Þ. Ragnarsson sem betur er þekktur sem Siggi stormur segir veðrið um jólin að mestu hafa gengið eftir. „Þetta var bara skítaveður,“ sagði Sigurður í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segir spár benda til þess að veðrið verði fínt um áramót. Það verði stilla á nær öllu landinu en að henni muni fylgja slæm loftgæði þegar fólk byrjar að sprengja flugelda. Hann segir almennt veðurspár miklu áreiðanlegri en áður. Sem dæmi segir hann dag þrjú nú jafn áreiðanlegan og næsti dagur var árið 1980. Það séu miklar framfarir í veðurfræðum. Hann segir stærstu tíðindin að reiknipunktarnir fyrir veðrið eru orðnir svo þéttir að það sé ólíklegra að veðurfræðingi missi af einhverju veðri. Þegar hann byrjaði hafi verið um 35 kílómetrar á milli en það sé styttra á milli núna. Sigurður segir óstöðuga loftið sem við erum að glíma við núna sé vegna til dæmis meiri sjávarhita. Það séu meiri skúrir sem fylgja meiri sjávarhita. Hann ítrekar að veðurspá er meira en bara eitt. Það er vindhraði, úrkoma, vindstefna, úrkomutegund, skýjafar, hitastig og tegund úrkomu. „Ein veðurspá byggir á sjö átta þáttum,“ segir hann og að það sé ósanngjarnt þegar einhver segi að spáin hafi farið í vaskinn þegar kannski eitt atriðið fer í vaskinn. „Þetta verða áframhaldandi leiðindi í dag,“ segir hann og að það eigi að kólna og því él á Suður- og Vesturlandi í dag. Lægð á leið á morgun Hann segir lægð á leið yfir Faxaflóa á morgun en um hádegisbil taki hún á rás og þvælist austur yfir land. Þá verði norðanátt á Suður- og Vesturlandi en lægðin verði þá fyrir norðan. Það verður því bjartviðri á morgun og svipað veður fram á gamlársdag. „Á gamlársdagsmorgun er útlit fyrir að það verði lítil lægð suður af landinu sem aftur þýðir það að þegar við vöknum á gamlársdag þá verði einhver ofankoma, rigning eða skýrir, en það gengur mjög hratt yfir og endar þannig að það verður komið hægviðri þegar líður á gamlársdag og príma veður en ískalt,“ segir hann og að hann eigi von á því að hitastig fari niður fyrir 20 stig einhvers staðar á landinu. Viðrar vel fyrir sprengingar en ekki fyrir viðkvæma í öndunarfærum Hann segir að það muni þannig viðra vel fyrir sprengingar en að það verði á sama tíma mikið svifryk því það verði ekki mikill vindur. Það verði því slæmt veður fyrir þau sem eru viðkvæm í lungum og öndunarfærum. Á Austfjörðum veðri strekkingur og því verði svifrykið ekki það sama þar. Sigurður segist svo bíða spenntur fyrir gögnum um loftgæði á gamlársdag og segir alveg mega velta því fram hvort það sé réttlætanlegt að skjóta upp svo miklum flugeldum þegar loftgæði verða svo slæm. Nýtt ár byrji svo á frostkafla. Veður Áramót Bítið Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Fleiri fréttir Yfirleitt þurrt og bjart veður sunnan- og vestantil Má reikna með snjókomu eða éljum síðdegis Norðanáttin getur náð stormstyrk Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Slydda eða snjókoma sunnan- og vestantil Dálítil él og frost að tíu stigum Kalt og rólegt veður á fyrsta degi ársins Talsvert frost en rólegt veður þegar nýtt ár gengur í garð Segir umferðarmenninguna oft erfiða á Hellisheiðinni Snjómokstur hófst klukkan fjögur í nótt „Það versta stendur yfir áramótin“ Útlit fyrir snjókomu vestast Smálægðir keppast við að stýra veðrinu í dag Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Stíf suðvestanátt áfram ríkjandi Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Ákveðin suðaustanátt og víða snjókoma Stíf norðanátt og frost í flestum landshlutum Köldu éljalofti beint til landsins Víða kaldi og él Lægð beinir vestlægri átt til landsins Hlýnar með skúrum og slydduéljum Stormur á Austfjörðum Allhvass vindur með skúrum eða éljum Útlit fyrir allhvassan vind með rigningu Vindur á niðurleið en næsta lægð nálgast úr suðvestri Góðar líkur á rauðum jólum í Reykjavík Sjá meira
Hann segir almennt veðurspár miklu áreiðanlegri en áður. Sem dæmi segir hann dag þrjú nú jafn áreiðanlegan og næsti dagur var árið 1980. Það séu miklar framfarir í veðurfræðum. Hann segir stærstu tíðindin að reiknipunktarnir fyrir veðrið eru orðnir svo þéttir að það sé ólíklegra að veðurfræðingi missi af einhverju veðri. Þegar hann byrjaði hafi verið um 35 kílómetrar á milli en það sé styttra á milli núna. Sigurður segir óstöðuga loftið sem við erum að glíma við núna sé vegna til dæmis meiri sjávarhita. Það séu meiri skúrir sem fylgja meiri sjávarhita. Hann ítrekar að veðurspá er meira en bara eitt. Það er vindhraði, úrkoma, vindstefna, úrkomutegund, skýjafar, hitastig og tegund úrkomu. „Ein veðurspá byggir á sjö átta þáttum,“ segir hann og að það sé ósanngjarnt þegar einhver segi að spáin hafi farið í vaskinn þegar kannski eitt atriðið fer í vaskinn. „Þetta verða áframhaldandi leiðindi í dag,“ segir hann og að það eigi að kólna og því él á Suður- og Vesturlandi í dag. Lægð á leið á morgun Hann segir lægð á leið yfir Faxaflóa á morgun en um hádegisbil taki hún á rás og þvælist austur yfir land. Þá verði norðanátt á Suður- og Vesturlandi en lægðin verði þá fyrir norðan. Það verður því bjartviðri á morgun og svipað veður fram á gamlársdag. „Á gamlársdagsmorgun er útlit fyrir að það verði lítil lægð suður af landinu sem aftur þýðir það að þegar við vöknum á gamlársdag þá verði einhver ofankoma, rigning eða skýrir, en það gengur mjög hratt yfir og endar þannig að það verður komið hægviðri þegar líður á gamlársdag og príma veður en ískalt,“ segir hann og að hann eigi von á því að hitastig fari niður fyrir 20 stig einhvers staðar á landinu. Viðrar vel fyrir sprengingar en ekki fyrir viðkvæma í öndunarfærum Hann segir að það muni þannig viðra vel fyrir sprengingar en að það verði á sama tíma mikið svifryk því það verði ekki mikill vindur. Það verði því slæmt veður fyrir þau sem eru viðkvæm í lungum og öndunarfærum. Á Austfjörðum veðri strekkingur og því verði svifrykið ekki það sama þar. Sigurður segist svo bíða spenntur fyrir gögnum um loftgæði á gamlársdag og segir alveg mega velta því fram hvort það sé réttlætanlegt að skjóta upp svo miklum flugeldum þegar loftgæði verða svo slæm. Nýtt ár byrji svo á frostkafla.
Veður Áramót Bítið Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Fleiri fréttir Yfirleitt þurrt og bjart veður sunnan- og vestantil Má reikna með snjókomu eða éljum síðdegis Norðanáttin getur náð stormstyrk Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Slydda eða snjókoma sunnan- og vestantil Dálítil él og frost að tíu stigum Kalt og rólegt veður á fyrsta degi ársins Talsvert frost en rólegt veður þegar nýtt ár gengur í garð Segir umferðarmenninguna oft erfiða á Hellisheiðinni Snjómokstur hófst klukkan fjögur í nótt „Það versta stendur yfir áramótin“ Útlit fyrir snjókomu vestast Smálægðir keppast við að stýra veðrinu í dag Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Stíf suðvestanátt áfram ríkjandi Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Ákveðin suðaustanátt og víða snjókoma Stíf norðanátt og frost í flestum landshlutum Köldu éljalofti beint til landsins Víða kaldi og él Lægð beinir vestlægri átt til landsins Hlýnar með skúrum og slydduéljum Stormur á Austfjörðum Allhvass vindur með skúrum eða éljum Útlit fyrir allhvassan vind með rigningu Vindur á niðurleið en næsta lægð nálgast úr suðvestri Góðar líkur á rauðum jólum í Reykjavík Sjá meira