Bestu augnablikin úr Kryddsíldinni Boði Logason skrifar 30. desember 2024 10:26 Erla Björg Gunnarsdóttir, Telma Tómasson og Kolbeinn Tumi Daðason stjórna Kryddsíldinni í ár. Hulda Margrét Kryddsíld verður á dagskrá Stöðvar 2 klukkan 14:00 á gamlársdag, líkt og síðustu þrjátíu og fjögur ár. Þátturinn verður í opinni dagskrá á Stöð 2 og Vísi. Umsjónarmenn þáttarins eru ritstjóri og fréttastjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, þau Erla Björg Gunnarsdóttir og Kolbeinn Tumi Daðason. Telma Tómasson er gestgjafi þáttarins. „Við erum mjög spennt fyrir Kryddsíldinni í ár. Hún kemur á skemmtilegum tíma þar sem splunkuný ríkisstjórn er rétt að koma sér fyrir og formenn í stjórnarandstöðu eru að sleikja sárin, nema kannski Sigmundur Davíð sem verður pottþétt í miklu stuði,“ segir Kolbeinn Tumi. „Það hefur fækkað um tvo flokka á þingi svo þetta verður líkara Kryddsíldinni af gamla skólanum, sex formenn en ekki átta. Ég hugsa að það skapi skemmtilega dýnamík og enn þéttari þátt.“ Hann bætir við að áhorfendur hafi verið duglegir við að senda ábendingar á netfang fréttastofunnar ritstjorn(hja)visir.is um hvað nauðsynlegt sé að ræða. Þar sé af nægu að taka eftir viðburðaríkt ár. Þá ríki alltaf mikil eftirvænting eftir vali fréttastofu á manni ársins. Vísir tók saman nokkur eftirminnileg augnablik úr Kryddsíldum síðustu þriggja áratuga. „Fólki finnst hún hafa verið nákomin mér“ Í síðustu Kryddsíld ræddi Bjarni Benediktsson skipun Svanhildar Hólm Valsdóttur sem sendiherra í Bandaríkjunum. „Þú ert búin að vera svo orðljót Inga“ Sigurður Ingi Jóhannsson og Inga Sæland tókust á í Kryddsíldinni í fyrra. Inga sagði að ríkisstjórnin væri handónýt og Sigurður Ingi var ekki sáttur með frammíköll Ingu. „Össur, þú ert bara dóni. Þú ert sjálfur dóni, Davíð“ Árið 2002 sauð upp úr á milli Össurar Skarphéðinssonar, sem þá var formaður Samfylkingarinnar, og Davíðs Oddssonar, þáverandi forsætisráðherra. „Þú ert bara dóni,“ eru eflaust ein þekktustu ummælin sem fallið hafa í Kryddsíldinni. Í klippunni hér að neðan má sjá brot af því besta þegar Kryddsíldin hélt upp á 25 ára afmæli árið 2015. Mörg ansi skemmtileg augnablik. Þar á meðal orðaskak Davíðs og Össurar og einnig augnablikið þegar útsendingu var hætt á þættinum vegna mótmæla árið 2008. Inga Sæland treysti sér ekki Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, tilkynnti á gamlársdag árið 2021 að hún yrði ekki með í Kryddsíldinni í ljósi mikillar útbreiðslu Covid-19 í samfélaginu. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, hafði þá nýlokið við einangrun vegna smits. „Það getur hver sem er keypt banka“ Árið 2009 var eflaust eitt það eftirminnilegasta á þessari öld. Árið byrjaði með mótmælum á Austurvelli og ráðamenn þjóðarinnar voru áberandi í umræðunni. Hér má sjá Gullkorn ársins 2009 sem voru sýnd í Kryddsíldinni það árið. „Ég hef aldrei talað við Bjarna, ég þekki hann ekki neitt“ Í Kryddsíldinni fyrir tveimur árum voru leiðtogarnir fengnir til að hrósa hver öðrum. Björn Leví Gunnarsson hjá Pírötum sagðist aldrei hafa talað við Bjarna Benediktsson formann Sjálfstæðisflokksins. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hrósaði Birni Leví fyrir að þora að vera á sokkunum á Alþingi. Bergur Ebbi gerði upp árið 2014 Grínistinn Bergur Ebbi Benediktsson gerði upp árið 2014. Sýn hans á pólitíkina var ansi kómísk. Sjón er sögu ríkari. „Elín Hirst prumpaði einu sinni í lyftu og kenndi litlu barni um það“ Uppistandararnir Dóri DNA og Saga Garðarsdóttir héldu uppistand í Kryddsíldinni 2015 fyrir framan ráðamenn þjóðarinnar. Þar ræddu þau meðal annars um það hver væri fyndasti þingmaðurinn. Sigmundur Davíð og Katrín hlógu á meðan Inga Sæland hélt eldræðu Augnablikið þar sem Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins pískra sín á milli á meðan Inga Sæland fór mikinn um útlendingamál vöktu mikla athygli í Kryddsíldinni fyrir tveimur árum. Gerði upp árið 2013 með lagi Saga Garðarsdóttir grínisti gerði upp árið 2013 með áhugaverðu lagi. Þar söng hún meðal annars um PISA-könnunina, að danska skyldi verða valfrjáls og biðlaði til ráðamanna um að verða betra fólk. Logi fékk staupið hennar Ingu Sæland Í miðjum umræðum árið 2018 gaf Inga Sæland, formaður Fólks fólksins, Loga Einarssyni, formanni Samfylkingarinnar, staupið sitt. „Þetta var í sjónvarpinu,“ hvíslaði Logi að Ingu. Þingmenn tóku „hú-ið“ Það þarf ekki að segja neitt um þessa klippu frá árinu 2016. Algengt að persónuupplýsingar leki úr ráðuneytum Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þáverandi formaður Framsóknarflokksins, fór yfir Lekamálið árið 2014. Þar sagði hann að það væri mjög algengt að persónuupplýsingar um einstaklinga leki út úr ráðuneytum. Bakvið tjöldin í Kryddsíld Og svona fer þetta allt saman fram. Skemmtilegt myndband sem sýnir vinnuna á bakvið tjöldin. Þetta skemmtilega myndband er frá undirbúningi Kryddsíldarinnar frá því fyrir tveimur árum. Enn fleiri klippur má sjá á sjónvarpssíðu Kryddsíldarinnar hér á Vísi. Kryddsíld Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Erlent Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Innlent Fleiri fréttir Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Sjá meira
Umsjónarmenn þáttarins eru ritstjóri og fréttastjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, þau Erla Björg Gunnarsdóttir og Kolbeinn Tumi Daðason. Telma Tómasson er gestgjafi þáttarins. „Við erum mjög spennt fyrir Kryddsíldinni í ár. Hún kemur á skemmtilegum tíma þar sem splunkuný ríkisstjórn er rétt að koma sér fyrir og formenn í stjórnarandstöðu eru að sleikja sárin, nema kannski Sigmundur Davíð sem verður pottþétt í miklu stuði,“ segir Kolbeinn Tumi. „Það hefur fækkað um tvo flokka á þingi svo þetta verður líkara Kryddsíldinni af gamla skólanum, sex formenn en ekki átta. Ég hugsa að það skapi skemmtilega dýnamík og enn þéttari þátt.“ Hann bætir við að áhorfendur hafi verið duglegir við að senda ábendingar á netfang fréttastofunnar ritstjorn(hja)visir.is um hvað nauðsynlegt sé að ræða. Þar sé af nægu að taka eftir viðburðaríkt ár. Þá ríki alltaf mikil eftirvænting eftir vali fréttastofu á manni ársins. Vísir tók saman nokkur eftirminnileg augnablik úr Kryddsíldum síðustu þriggja áratuga. „Fólki finnst hún hafa verið nákomin mér“ Í síðustu Kryddsíld ræddi Bjarni Benediktsson skipun Svanhildar Hólm Valsdóttur sem sendiherra í Bandaríkjunum. „Þú ert búin að vera svo orðljót Inga“ Sigurður Ingi Jóhannsson og Inga Sæland tókust á í Kryddsíldinni í fyrra. Inga sagði að ríkisstjórnin væri handónýt og Sigurður Ingi var ekki sáttur með frammíköll Ingu. „Össur, þú ert bara dóni. Þú ert sjálfur dóni, Davíð“ Árið 2002 sauð upp úr á milli Össurar Skarphéðinssonar, sem þá var formaður Samfylkingarinnar, og Davíðs Oddssonar, þáverandi forsætisráðherra. „Þú ert bara dóni,“ eru eflaust ein þekktustu ummælin sem fallið hafa í Kryddsíldinni. Í klippunni hér að neðan má sjá brot af því besta þegar Kryddsíldin hélt upp á 25 ára afmæli árið 2015. Mörg ansi skemmtileg augnablik. Þar á meðal orðaskak Davíðs og Össurar og einnig augnablikið þegar útsendingu var hætt á þættinum vegna mótmæla árið 2008. Inga Sæland treysti sér ekki Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, tilkynnti á gamlársdag árið 2021 að hún yrði ekki með í Kryddsíldinni í ljósi mikillar útbreiðslu Covid-19 í samfélaginu. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, hafði þá nýlokið við einangrun vegna smits. „Það getur hver sem er keypt banka“ Árið 2009 var eflaust eitt það eftirminnilegasta á þessari öld. Árið byrjaði með mótmælum á Austurvelli og ráðamenn þjóðarinnar voru áberandi í umræðunni. Hér má sjá Gullkorn ársins 2009 sem voru sýnd í Kryddsíldinni það árið. „Ég hef aldrei talað við Bjarna, ég þekki hann ekki neitt“ Í Kryddsíldinni fyrir tveimur árum voru leiðtogarnir fengnir til að hrósa hver öðrum. Björn Leví Gunnarsson hjá Pírötum sagðist aldrei hafa talað við Bjarna Benediktsson formann Sjálfstæðisflokksins. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hrósaði Birni Leví fyrir að þora að vera á sokkunum á Alþingi. Bergur Ebbi gerði upp árið 2014 Grínistinn Bergur Ebbi Benediktsson gerði upp árið 2014. Sýn hans á pólitíkina var ansi kómísk. Sjón er sögu ríkari. „Elín Hirst prumpaði einu sinni í lyftu og kenndi litlu barni um það“ Uppistandararnir Dóri DNA og Saga Garðarsdóttir héldu uppistand í Kryddsíldinni 2015 fyrir framan ráðamenn þjóðarinnar. Þar ræddu þau meðal annars um það hver væri fyndasti þingmaðurinn. Sigmundur Davíð og Katrín hlógu á meðan Inga Sæland hélt eldræðu Augnablikið þar sem Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins pískra sín á milli á meðan Inga Sæland fór mikinn um útlendingamál vöktu mikla athygli í Kryddsíldinni fyrir tveimur árum. Gerði upp árið 2013 með lagi Saga Garðarsdóttir grínisti gerði upp árið 2013 með áhugaverðu lagi. Þar söng hún meðal annars um PISA-könnunina, að danska skyldi verða valfrjáls og biðlaði til ráðamanna um að verða betra fólk. Logi fékk staupið hennar Ingu Sæland Í miðjum umræðum árið 2018 gaf Inga Sæland, formaður Fólks fólksins, Loga Einarssyni, formanni Samfylkingarinnar, staupið sitt. „Þetta var í sjónvarpinu,“ hvíslaði Logi að Ingu. Þingmenn tóku „hú-ið“ Það þarf ekki að segja neitt um þessa klippu frá árinu 2016. Algengt að persónuupplýsingar leki úr ráðuneytum Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þáverandi formaður Framsóknarflokksins, fór yfir Lekamálið árið 2014. Þar sagði hann að það væri mjög algengt að persónuupplýsingar um einstaklinga leki út úr ráðuneytum. Bakvið tjöldin í Kryddsíld Og svona fer þetta allt saman fram. Skemmtilegt myndband sem sýnir vinnuna á bakvið tjöldin. Þetta skemmtilega myndband er frá undirbúningi Kryddsíldarinnar frá því fyrir tveimur árum. Enn fleiri klippur má sjá á sjónvarpssíðu Kryddsíldarinnar hér á Vísi.
Kryddsíld Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Erlent Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Innlent Fleiri fréttir Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Sjá meira