„Svarta ekkjan“ fannst látin Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. desember 2024 15:56 Hof í hæðunum yfir Kyoto í Japan. Getty Eldri kona sem var dæmd til dauða í Japan fyrir áratug fyrir að hafa banað elskhugum sínum með blásýru fannst látin í fangelsisklefa sínum í gær. Hún var 78 ára og hafði hlotið viðurnefnið „svarta ekkjan“. Chisako Kakehi var sakfelld fyrir að myrða þrjá menn, þeirra á meðal eiginmann sinn, og fyrir tilraun til að bana þeim fjórða í dómsmáli sem skók Japan árið 2014. Hæstiréttur tók dóm Kakehi til skoðunar árið 2021 og staðfesti hann. Dómari í málinu vísaði til þess að Kakehi hefði eitrað fyrir mönnum eftir að hafa öðlast traust þeirra sem lífsförunautur. „Þetta var útpældur og grimmur glæpur þar sem ásetningur um manndráp var mikill,“ sagði dómarinn. Talið er að Kakehi hafi orðið sér úti um á annan milljarð króna í líftryggingargreiðslum yfir tíu ára tímabil eftir að mennirnir féllu frá. Hún glataði hins vegar peningunum jafnóðum í misheppnuðum fjárfestingum. Kakehi notaði stefnumótaþjónustu til að komast í kynni menn sem voru undantekningarlaust eldri og glímdu við veikindi. Hún lagði áherslu á að menn sem hún kæmist í kynni við væru ríkir og barnlausir. Eitrið fannst í líkama að minnsta kosti tveggja karlmannanna sem hún átti í tygjum við og lögregla fann ummerki eftir blásýru í ruslinu á heimili hennar í Kyoto. Dauðsföll maka hennar voru ekki rannsökuð á sínum tíma þar sem lögregla taldi karlmennina hafa látist af völdum veikinda. Það var ekki fyrr en lögregla komst að því að banamein Isao Kakehi, 75 ára eiginmanns hennar var blásýrueitrun, að ákveðið var að skoða fyrri andlátin. Komst lögregla að því að mennirnir létust af sömu orsökum. Frétt CBS. Japan Andlát Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Fleiri fréttir Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Sjá meira
Chisako Kakehi var sakfelld fyrir að myrða þrjá menn, þeirra á meðal eiginmann sinn, og fyrir tilraun til að bana þeim fjórða í dómsmáli sem skók Japan árið 2014. Hæstiréttur tók dóm Kakehi til skoðunar árið 2021 og staðfesti hann. Dómari í málinu vísaði til þess að Kakehi hefði eitrað fyrir mönnum eftir að hafa öðlast traust þeirra sem lífsförunautur. „Þetta var útpældur og grimmur glæpur þar sem ásetningur um manndráp var mikill,“ sagði dómarinn. Talið er að Kakehi hafi orðið sér úti um á annan milljarð króna í líftryggingargreiðslum yfir tíu ára tímabil eftir að mennirnir féllu frá. Hún glataði hins vegar peningunum jafnóðum í misheppnuðum fjárfestingum. Kakehi notaði stefnumótaþjónustu til að komast í kynni menn sem voru undantekningarlaust eldri og glímdu við veikindi. Hún lagði áherslu á að menn sem hún kæmist í kynni við væru ríkir og barnlausir. Eitrið fannst í líkama að minnsta kosti tveggja karlmannanna sem hún átti í tygjum við og lögregla fann ummerki eftir blásýru í ruslinu á heimili hennar í Kyoto. Dauðsföll maka hennar voru ekki rannsökuð á sínum tíma þar sem lögregla taldi karlmennina hafa látist af völdum veikinda. Það var ekki fyrr en lögregla komst að því að banamein Isao Kakehi, 75 ára eiginmanns hennar var blásýrueitrun, að ákveðið var að skoða fyrri andlátin. Komst lögregla að því að mennirnir létust af sömu orsökum. Frétt CBS.
Japan Andlát Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Fleiri fréttir Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Sjá meira