Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 28. desember 2024 20:04 Guðjón Þór er alltaf hress og kátur ekki síst þegar hann er innan um derhúfurnar sínar í bílskúrnum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Áhugamál fólks eru æði misjöfn en á Selfossi er maður, sem hefur sérstakt áhugamál en það er að safna derhúfum en hann á fimm hundruð og tvær slíkar húfur þar sem engin þeirra er eins. Hér er ég komin inn í bílskúrinn hjá honum Guðjóni Þór Pálssyni þar sem eru derhúfur eru út um allt, sem hann hefur komið haganlega og snyrtilega fyrir í skúrnum. „1994 sá ég hjá svila mínum í Grindavík haug af derhúfum og þá fékk ég smá bakteríu, fannst þetta töff og fór að safna þessu. Húfurnar voru þar til síðasta sumar í plastkössum og plastpokum út í kofa eða hér og þar,“ segir Guðjón aðspurður hvenær söfnunin hófst. En hvað á Guðjón margar derhúfur í dag? „Heyrðu, 501 húfu hér inn í bílskúr og svo er númer 502 á hausnum á mér,“ segir hann hlæjandi og bætir við. „Þetta er ákveðin bilun að vera að þessu en ég trufla engan. Konan er ekkert ósátt við þetta og ég er alltaf tilbúin að bæta við í safnið mitt.“ Hluti af derhúfunum hans Guðjóns Þórs á Selfossi en alls á hann 502 slíkar húfur.Magnús Hlynur Hreiðarsson Já, ef einhver á derhúfu eða húfur, sem viðkomandi vill losna við og gefa Guðjóni þá er hann alltaf til í það. Engin af derhúfunum í bílskúrnum eru eins og margar þeirra ef ekki flestar eru með einhvers konar áletrun eða merki og oft fyrirtækja, sem eru löngu hætt starfsemi eins og MBF húfa, sem stendur fyrir Mjólkurbú Flóamanna, sem er ekki lengur til. „Ég stend mig oft að því ef ég er að ferðinni út í búð eða annars staðar og sé einhver með derhúfu að ég stend mig að því að stara á húfuna og spá í og athuga hvort þetta sé eitthvað sem ég á,“ segir Guðjón og hlær enn meira. Guðjón Þór er svo mikill Liverpool maður að hann flaggar meira og minna alla daga ársins fyrir liðinu við hús fjölskyldunnar í Miðengi 5 á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Söfn Mest lesið Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Erlent Fleiri fréttir Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Sjá meira
Hér er ég komin inn í bílskúrinn hjá honum Guðjóni Þór Pálssyni þar sem eru derhúfur eru út um allt, sem hann hefur komið haganlega og snyrtilega fyrir í skúrnum. „1994 sá ég hjá svila mínum í Grindavík haug af derhúfum og þá fékk ég smá bakteríu, fannst þetta töff og fór að safna þessu. Húfurnar voru þar til síðasta sumar í plastkössum og plastpokum út í kofa eða hér og þar,“ segir Guðjón aðspurður hvenær söfnunin hófst. En hvað á Guðjón margar derhúfur í dag? „Heyrðu, 501 húfu hér inn í bílskúr og svo er númer 502 á hausnum á mér,“ segir hann hlæjandi og bætir við. „Þetta er ákveðin bilun að vera að þessu en ég trufla engan. Konan er ekkert ósátt við þetta og ég er alltaf tilbúin að bæta við í safnið mitt.“ Hluti af derhúfunum hans Guðjóns Þórs á Selfossi en alls á hann 502 slíkar húfur.Magnús Hlynur Hreiðarsson Já, ef einhver á derhúfu eða húfur, sem viðkomandi vill losna við og gefa Guðjóni þá er hann alltaf til í það. Engin af derhúfunum í bílskúrnum eru eins og margar þeirra ef ekki flestar eru með einhvers konar áletrun eða merki og oft fyrirtækja, sem eru löngu hætt starfsemi eins og MBF húfa, sem stendur fyrir Mjólkurbú Flóamanna, sem er ekki lengur til. „Ég stend mig oft að því ef ég er að ferðinni út í búð eða annars staðar og sé einhver með derhúfu að ég stend mig að því að stara á húfuna og spá í og athuga hvort þetta sé eitthvað sem ég á,“ segir Guðjón og hlær enn meira. Guðjón Þór er svo mikill Liverpool maður að hann flaggar meira og minna alla daga ársins fyrir liðinu við hús fjölskyldunnar í Miðengi 5 á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Söfn Mest lesið Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Erlent Fleiri fréttir Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Sjá meira