Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Kolbeinn Tumi Daðason og Jón Þór Stefánsson skrifa 29. desember 2024 02:06 Flugvélin rann á flugbrautinni áður en hún hafnaði á vegg. EPA 179 eru látnir eftir að flugvél brotlenti á flugvelli í Suður-Kóreu. Í vélinni voru 181 en að minnsta kosti tveir lifði af. Þeir munu hafa verið í áhöfn vélarinnar og fluttir á sjúkrahús eftir brotlendinguna. Af þeim látnu eru að minnsta kosti 82 karlar og 93 konur. Þá hefur ekki tekist að segja til um kyn nokkurra hinna látnu. Hinir látnu eru sagðir vera á breiðu aldursbili. Yngsti einstaklingurinn var þriggja ára, en sá elsti 78 ára. Flestir farþegarnir voru kóreskir, en í vélinni voru líka tveir Taílendingar. Samkvæmt BBC eru rúmlega 1500 viðbragðsaðilar við vinnu á vettvangi, þar með taldir um fimm hundruð slökkviliðsmenn og tæplega fimm hundruð lögreglumenn. Flugvélin rann út af flugbrautinni og hafnaði á vegg á alþjóðaflugvellinum Muan í suðausturhluta landsins. Myndbandið er ekki fyrir viðkvæma. An aircraft carrying 175 passengers and six flight attendants has veered off the runway and crashed into a fence in South Korea, the Yonhap news agency reported on Sunday pic.twitter.com/WlHJXVrLGp https://t.co/Q7uiankZif— IamLegend 🇺🇸 (@DarkSideAdvcate) December 29, 2024 Vélin sem brotlenti var af gerðinni Boeing 737-800 og á vegum suður-kóreska flugfélagsins Jeju Air, en það mun vera vinsælasta lággjaldaflugfélag Suður-Kóreu. Vélin var að lenda í Muan eftir flug frá Bangkok Taílandi. Greint var frá því fyrr í nótt að 175 farþegar hefðu verið um borð og sex starfsmenn flugfélagsins. Líklegt þykir að þetta verði mannskæðasta flugslys í Sögu Suður-Kóreu. Telja hóp fugla spila inn í Ástæður flugslyssins liggja ekki nákvæmlega fyrir en talið er að slæmt veður og að fuglahópur hafi orðið til þess að lendingabúnaðurinn virkaði ekki sem skildi. Ju Jong-wan, samgöngu- og innviðaráðherra Suður-Kóreu hefur hafnað því að slysið hafi orðið vegna þess að flugbrautin í Muan sé stutt. Að sögn ráðherrans barst neyðarkall frá flugvélinni um tveimur mínútum áður en hún brotlenti. Um mínútu áður en neyðarkallið barst hafði stjórnstöð flugvallarins varað flugmenn vélarinnar við flokki fugla. New York Times hefur eftir Najmedin Meshkati, prófessor í verkfræði, að mögulegt sé að lendingarbúnaður vélarinnar hafi ekki virkað vegna ófullnægjandi viðhalds. Hann segir að lendingarbúnaður Boeing 737-línunnar sé sögulega séð góður. Fréttin hefur verið uppfærð reglulega frá fyrstu birtingu með nánari upplýsingum um slysið og tölu látinna. Suður-Kórea Taíland Fréttir af flugi Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Sjá meira
Af þeim látnu eru að minnsta kosti 82 karlar og 93 konur. Þá hefur ekki tekist að segja til um kyn nokkurra hinna látnu. Hinir látnu eru sagðir vera á breiðu aldursbili. Yngsti einstaklingurinn var þriggja ára, en sá elsti 78 ára. Flestir farþegarnir voru kóreskir, en í vélinni voru líka tveir Taílendingar. Samkvæmt BBC eru rúmlega 1500 viðbragðsaðilar við vinnu á vettvangi, þar með taldir um fimm hundruð slökkviliðsmenn og tæplega fimm hundruð lögreglumenn. Flugvélin rann út af flugbrautinni og hafnaði á vegg á alþjóðaflugvellinum Muan í suðausturhluta landsins. Myndbandið er ekki fyrir viðkvæma. An aircraft carrying 175 passengers and six flight attendants has veered off the runway and crashed into a fence in South Korea, the Yonhap news agency reported on Sunday pic.twitter.com/WlHJXVrLGp https://t.co/Q7uiankZif— IamLegend 🇺🇸 (@DarkSideAdvcate) December 29, 2024 Vélin sem brotlenti var af gerðinni Boeing 737-800 og á vegum suður-kóreska flugfélagsins Jeju Air, en það mun vera vinsælasta lággjaldaflugfélag Suður-Kóreu. Vélin var að lenda í Muan eftir flug frá Bangkok Taílandi. Greint var frá því fyrr í nótt að 175 farþegar hefðu verið um borð og sex starfsmenn flugfélagsins. Líklegt þykir að þetta verði mannskæðasta flugslys í Sögu Suður-Kóreu. Telja hóp fugla spila inn í Ástæður flugslyssins liggja ekki nákvæmlega fyrir en talið er að slæmt veður og að fuglahópur hafi orðið til þess að lendingabúnaðurinn virkaði ekki sem skildi. Ju Jong-wan, samgöngu- og innviðaráðherra Suður-Kóreu hefur hafnað því að slysið hafi orðið vegna þess að flugbrautin í Muan sé stutt. Að sögn ráðherrans barst neyðarkall frá flugvélinni um tveimur mínútum áður en hún brotlenti. Um mínútu áður en neyðarkallið barst hafði stjórnstöð flugvallarins varað flugmenn vélarinnar við flokki fugla. New York Times hefur eftir Najmedin Meshkati, prófessor í verkfræði, að mögulegt sé að lendingarbúnaður vélarinnar hafi ekki virkað vegna ófullnægjandi viðhalds. Hann segir að lendingarbúnaður Boeing 737-línunnar sé sögulega séð góður. Fréttin hefur verið uppfærð reglulega frá fyrstu birtingu með nánari upplýsingum um slysið og tölu látinna.
Suður-Kórea Taíland Fréttir af flugi Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Sjá meira