Rydz var með 105,31 í meðaltal í leiknum gegn Van den Bergh. Það er næsthæsta meðaltalið í leik á mótinu. Rydz á raunar hæsta meðaltalið því í 1. umferð var hann með 107,06 í meðaltal í viðureigninni gegn Romeo Grbavac.
Rydz hefur ekki enn tapað setti á HM og unnið þrjátíu af 39 leggjum sínum í leikjunum þremur.
Í sextán manna úrslitunum mætir Rydz sigurvegaranum úr leik Rickys Evans og Roberts Owen í kvöld.
Svíinn Jeffrey de Graaf sýndi að sigur hans á Gary Anderson var engin tilviljun með því að vinna Paolo Nebrida í fyrsta leik dagsins, 4-1. De Graaf mætir Michael van Gerwen í næstu umferð.
Þá sigraði Kevin Doets Krzysztof Ratajski í hörkuleik, 3-4. Ratajski vann fyrstu tvö settin, komst svo í 2-3 og fékk tækifæri til að vinna leikinn en þau gengu honum úr greipum. Doets stökk til og stal sigrinum. Í sextán manna úrslitunum mætir Doets Chris Dobey.