Littler létt eftir mikla pressu Sindri Sverrisson skrifar 30. desember 2024 23:07 Luke Littler fagnaði sigrinum í kvöld vel. Getty/James Fearn Hinn 17 ára gamli Luke Littler þurfti að hafa gríðarlega mikið fyrir því að grípa síðasta farseðilinn inn í átta manna úrslitin á HM í pílukasti í kvöld. Littler mætti landa sínum Ryan Joyce og varð sjötti Englendingurinn til að komast inn í átta manna úrslitin en það mátti vart tæpara standa. Þeir littler og Joyce skiptust á að vinna settin og Joyce setti alvöru pressu á Littler, sem flestir spá núna heimsmeistaratitlinum, með því að vinna sjötta settið 3-2 og komast í oddasett. Með allt undir var Littler hins vegar öryggið uppmálað og vann oddasettið 3-1, og fagnaði vel líkt og mikill fjöldi aðdáenda hans í Alexandra Palace. Fyrr í kvöld vann Stephen Bunting afar öruggan 4-0 sigur gegn Luke Woodhouse og Hollendingurinn Michael van Gerwen vann svo Svíann Jeffrey de Graaf. Svíinn gerði reyndar vel með því að jafna metin í 2-2 en þá sýndi Van Gerwen úr hverju hann er gerður og vann síðustu tvö settin 3-0. Keppendurnir fá frí á morgun, gamlársdag, en átta manna úrslitin eru svo á nýársdag, undanúrslit 2. janúar og úrslitin 3. janúar. Átta manna úrslitin: Peter Wright - Stephen Bunting Luke Littler - Nathan Aspinall Chris Dobey - Gerwyn Price Michael van Gerwen - Callan Rydz Pílukast Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Fleiri fréttir Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Sjá meira
Littler mætti landa sínum Ryan Joyce og varð sjötti Englendingurinn til að komast inn í átta manna úrslitin en það mátti vart tæpara standa. Þeir littler og Joyce skiptust á að vinna settin og Joyce setti alvöru pressu á Littler, sem flestir spá núna heimsmeistaratitlinum, með því að vinna sjötta settið 3-2 og komast í oddasett. Með allt undir var Littler hins vegar öryggið uppmálað og vann oddasettið 3-1, og fagnaði vel líkt og mikill fjöldi aðdáenda hans í Alexandra Palace. Fyrr í kvöld vann Stephen Bunting afar öruggan 4-0 sigur gegn Luke Woodhouse og Hollendingurinn Michael van Gerwen vann svo Svíann Jeffrey de Graaf. Svíinn gerði reyndar vel með því að jafna metin í 2-2 en þá sýndi Van Gerwen úr hverju hann er gerður og vann síðustu tvö settin 3-0. Keppendurnir fá frí á morgun, gamlársdag, en átta manna úrslitin eru svo á nýársdag, undanúrslit 2. janúar og úrslitin 3. janúar. Átta manna úrslitin: Peter Wright - Stephen Bunting Luke Littler - Nathan Aspinall Chris Dobey - Gerwyn Price Michael van Gerwen - Callan Rydz
Pílukast Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Fleiri fréttir Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Sjá meira