Engin umferðarljós og bara tvö hringtorg í Rangárþingi ytra Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 1. janúar 2025 14:06 Engin umferðarljós eru á Hellu og aðeins tvö hringtorg í sveitarfélaginu. Magnús Hlynur Hreiðarsson Sjaldan eða aldrei hefur jafn mikið af nýjum íbúðarhúsum verið byggð á Hellu og nú og ekkert lát virðist vera á slíkum framkvæmdum á nýju ári. Þá er verið að byggja við grunnskólann á Hellu og hann nýjan leikskóla á staðnum. Eins og flestir ef ekki allir vita þá er Rangárþing ytra sveitarfélag í Rangárvallasýslu og er Hella byggðakjarni sveitarfélagsins en sveitarfélagið er mjög víðfeðmt með um tvö þúsund íbúa. Á Hellu byggist atvinnulífið að mestu á þjónustu við landbúnaðinn, auk þjónustu við íbúa svæðisins og ferðamenn. Þar er nú byggt og byggt enda fjölgar nýjum íbúum á Hellu hratt. Margrét Harpa Guðsteinsdóttir situr í sveitarstjórn Rangárþings ytra í meiri hluta og er þar formaður byggðarráðs. „Það er mikill vöxtur í sveitarfélaginu, mikið byggt og svo eru náttúrulega virkjanaframkvæmdir í gangi, sem eru bara mjög spennandi þannig að það er bara ofsalega mikill vöxtur í sveitarfélaginu enda horfum við bara mjög bjartsýn til ársins 2025 og komandi ára,” segir Margrét Harpa og bætir við. „Fólk virðist sækja í að komast aðeins lengra frá höfuðborginni, koma til okkar því það er náttúrulega ofsalega gott að vera hérna. Svo erum við að byggja nýjan grunnskóla og hanna nýjan leikskóla.” Margrét Harpa segir að atvinnuástand í sveitarfélaginu sé mjög gott, allir geta fengið vinnu og menning og mannlíf blómstri í Rangárþingi ytra. Margrét Harpa Guðsteinsdóttir, formaður byggðarráðs Rangárþings ytra, sem segir mikinn vöxt í sveitarfélaginu enda byggt og byggt, ekki síst á Hellu.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvaða fólk er aðallega að flytja í sveitarfélagið? „Við fáum náttúrulega mikið af fólki, sem er af erlendu bergi brotið. Það er alltaf töluverður hópur, sem kemur í tengslum við ferðaþjónustu og önnur störf og svo líka Íslendingar sem sækja til okkar. Það er nokkuð jafnt hvort fólk sést að á Hellu eða í dreifbýlinu en það er líka mikill vöxtur í dreifbýlinu líka en við rekum tvo leik- og grunnskóla, einn á Laugalandi og einn á Hellu,” segir Margrét Harpa. En hvað er það við Rangárþing ytra, sem er svona heillandi ? „Það er kyrrð og það er stutt í marga staði og það eru margar náttúruperlur hérna, sem hægt er að njóta og eins og ég segi, mannlífð og fólkið hérna er gott. Það er mikið félagsstarf í gangi þannig að þú getur fundið eitthvað skemmtilegt að gera.” Og engin umferðarljós eða hvað? „Nei, það eru engin umferðarljós og held ég bara tvö hringtorg, það er nú ekki mikið,” segir Margrét Harpa skellihlæjandi. Hella er greinilega mjög heitur reitur á Suðurlandi enda mikið um nýbyggingar þar, sem eru á allskonar byggingarstigum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða Rangárþings ytra Rangárþing ytra Mest lesið Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Erlent Fleiri fréttir Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Sjá meira
Eins og flestir ef ekki allir vita þá er Rangárþing ytra sveitarfélag í Rangárvallasýslu og er Hella byggðakjarni sveitarfélagsins en sveitarfélagið er mjög víðfeðmt með um tvö þúsund íbúa. Á Hellu byggist atvinnulífið að mestu á þjónustu við landbúnaðinn, auk þjónustu við íbúa svæðisins og ferðamenn. Þar er nú byggt og byggt enda fjölgar nýjum íbúum á Hellu hratt. Margrét Harpa Guðsteinsdóttir situr í sveitarstjórn Rangárþings ytra í meiri hluta og er þar formaður byggðarráðs. „Það er mikill vöxtur í sveitarfélaginu, mikið byggt og svo eru náttúrulega virkjanaframkvæmdir í gangi, sem eru bara mjög spennandi þannig að það er bara ofsalega mikill vöxtur í sveitarfélaginu enda horfum við bara mjög bjartsýn til ársins 2025 og komandi ára,” segir Margrét Harpa og bætir við. „Fólk virðist sækja í að komast aðeins lengra frá höfuðborginni, koma til okkar því það er náttúrulega ofsalega gott að vera hérna. Svo erum við að byggja nýjan grunnskóla og hanna nýjan leikskóla.” Margrét Harpa segir að atvinnuástand í sveitarfélaginu sé mjög gott, allir geta fengið vinnu og menning og mannlíf blómstri í Rangárþingi ytra. Margrét Harpa Guðsteinsdóttir, formaður byggðarráðs Rangárþings ytra, sem segir mikinn vöxt í sveitarfélaginu enda byggt og byggt, ekki síst á Hellu.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvaða fólk er aðallega að flytja í sveitarfélagið? „Við fáum náttúrulega mikið af fólki, sem er af erlendu bergi brotið. Það er alltaf töluverður hópur, sem kemur í tengslum við ferðaþjónustu og önnur störf og svo líka Íslendingar sem sækja til okkar. Það er nokkuð jafnt hvort fólk sést að á Hellu eða í dreifbýlinu en það er líka mikill vöxtur í dreifbýlinu líka en við rekum tvo leik- og grunnskóla, einn á Laugalandi og einn á Hellu,” segir Margrét Harpa. En hvað er það við Rangárþing ytra, sem er svona heillandi ? „Það er kyrrð og það er stutt í marga staði og það eru margar náttúruperlur hérna, sem hægt er að njóta og eins og ég segi, mannlífð og fólkið hérna er gott. Það er mikið félagsstarf í gangi þannig að þú getur fundið eitthvað skemmtilegt að gera.” Og engin umferðarljós eða hvað? „Nei, það eru engin umferðarljós og held ég bara tvö hringtorg, það er nú ekki mikið,” segir Margrét Harpa skellihlæjandi. Hella er greinilega mjög heitur reitur á Suðurlandi enda mikið um nýbyggingar þar, sem eru á allskonar byggingarstigum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða Rangárþings ytra
Rangárþing ytra Mest lesið Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Erlent Fleiri fréttir Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Sjá meira