Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Magnús Jochum Pálsson skrifar 1. janúar 2025 12:09 Morgunumferð í Reykjavík. Nýskráning bíla dróst saman árið 2024 samanborið við árið 2023. Vísir/Vilhelm Nýskráning fólksbíla árið 2024 dróst saman um 42% samanborið við árið 2023 samkvæmt Bílgreinasambandinu. Samdrátturinn nær bæði til einstaklinga og fyrirtækja. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Bílgreinasambandinu. Þar segir að alls hafi verið nýskráðir 10.243 nýir fólksbílar á árinu og var tæplega helmingur þeirra skráður sem bílaleigubílar. Flestar nýskráningar hafi átt sér stað í maí 2024 þegar 2.008 fólksbílar voru nýskráðir. Samanburður á nýskráningum bíla síðustu sex ár.Bílgreinasambandið Flestir nýskráðir fólksbílar á árinu voru rafmagnsbílar, meira en einn af hverjum fjórum nýskráðum bílum var rafmagnsbíll. Næstalgengustu fólksbílarnir voru díselbílar sem voru 22 prósent af öllum nýskráningum. Algengustu nýskráðu bílategundirnar árið 2024 voru Toytota og Kia. Hvort er það Tesla eða Toyota? Einstaklingar voru skráðir fyrir 3.817 nýjum fólksbílum á árinu 2024 samkvæmt tilkynningunni. Það eru helmingi færri nýskráðir fólksbílar en árið 2023 þegar þeir voru 7.875 talsins. Samanburður á nýskráningum bíla hjá einstaklingum undanfarin sex ár.Bílgreinasambandið Flestar nýskráningar ársins 2024 voru í október þegar 465 fólksbílar voru nýskráðir. Flestir nýskráðir fólksbílar á einstaklinga voru rafmagnsbílar eða tæplega helmingur. Þar á eftir voru tengiltvinnbílar. Algengustu nýskráðu tegundir einstaklinga á árinu 2024 voru Toyota og Tesla. Almenn fyrirtæki og bílaleigur Bílaleigubílar voru um helmingur allra nýskráðra fólksbíla á árinu. Samtals voru nýskráðir 4.904 bílaleigubílar árið 2024 sem er 30% lækkun frá fyrra ári. Samanburður á nýskráningum hjá ökutækjaleigum undanfarin sex ár.Bílgreinasambandið Flestir bílaleigubílar voru nýskráðir í maí 2024 og algengustu bílategundirnar voru Kia og Hyundai. Nýskráningar fólksbíla hjá almennum fyrirtækjum (án ökutækjaleiga) hafi dregist saman um 44 prósent. Samanlagt voru 1.520 fólksbílar nýskráðir árið 2024 en 2023 voru þeir 2.695. Flestir þessara bíla voru nýskráðir í desember og var algengasta bílategundin Toyota. Bílar Bílaleigur Mest lesið Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Viðskipti innlent Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Viðskipti innlent Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Bílgreinasambandinu. Þar segir að alls hafi verið nýskráðir 10.243 nýir fólksbílar á árinu og var tæplega helmingur þeirra skráður sem bílaleigubílar. Flestar nýskráningar hafi átt sér stað í maí 2024 þegar 2.008 fólksbílar voru nýskráðir. Samanburður á nýskráningum bíla síðustu sex ár.Bílgreinasambandið Flestir nýskráðir fólksbílar á árinu voru rafmagnsbílar, meira en einn af hverjum fjórum nýskráðum bílum var rafmagnsbíll. Næstalgengustu fólksbílarnir voru díselbílar sem voru 22 prósent af öllum nýskráningum. Algengustu nýskráðu bílategundirnar árið 2024 voru Toytota og Kia. Hvort er það Tesla eða Toyota? Einstaklingar voru skráðir fyrir 3.817 nýjum fólksbílum á árinu 2024 samkvæmt tilkynningunni. Það eru helmingi færri nýskráðir fólksbílar en árið 2023 þegar þeir voru 7.875 talsins. Samanburður á nýskráningum bíla hjá einstaklingum undanfarin sex ár.Bílgreinasambandið Flestar nýskráningar ársins 2024 voru í október þegar 465 fólksbílar voru nýskráðir. Flestir nýskráðir fólksbílar á einstaklinga voru rafmagnsbílar eða tæplega helmingur. Þar á eftir voru tengiltvinnbílar. Algengustu nýskráðu tegundir einstaklinga á árinu 2024 voru Toyota og Tesla. Almenn fyrirtæki og bílaleigur Bílaleigubílar voru um helmingur allra nýskráðra fólksbíla á árinu. Samtals voru nýskráðir 4.904 bílaleigubílar árið 2024 sem er 30% lækkun frá fyrra ári. Samanburður á nýskráningum hjá ökutækjaleigum undanfarin sex ár.Bílgreinasambandið Flestir bílaleigubílar voru nýskráðir í maí 2024 og algengustu bílategundirnar voru Kia og Hyundai. Nýskráningar fólksbíla hjá almennum fyrirtækjum (án ökutækjaleiga) hafi dregist saman um 44 prósent. Samanlagt voru 1.520 fólksbílar nýskráðir árið 2024 en 2023 voru þeir 2.695. Flestir þessara bíla voru nýskráðir í desember og var algengasta bílategundin Toyota.
Bílar Bílaleigur Mest lesið Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Viðskipti innlent Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Viðskipti innlent Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Sjá meira