Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 2. janúar 2025 10:48 Hægt sé að spara milljónir með að skipta yfir í LED götulýsingu. Vísir/Vilhelm Ráðgjafi sveitarfélaga og Vegagerðarinnar segir sveitarfélög geti sparað milljónir með því að nota LED ljós í götulýsingu. Mörg sveitarfélög vinna að því að skipta út götulýsingunni. „Það sem gerist eins og með götulýsinguna að ef þú skiptir yfir í LED þá spara þú orku, að meðaltali 70%,“ segir Guðjón L. Sigurðsson, stofnandi Liska ehf. og ráðgjafi sveitarfélaga og Vegagerðarinnar, í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segir það margborga sig fyrir sveitarfélög að skipta yfir í LED ljósgjafa í götulýsingu. Ljósgæðin og birtan sé sú sama og jafnvel betri. „Eins og ef við tökum til dæmis Reykjavík sem ég hef unnið mest fyrir,“ segir Guðjón. „Þeir eiga eftir að endurnýja um einn þriðja af gatnalýsingunni og ef þeir gerðu það gætu þeir sparað hundrað milljónir á ári.“ Guðjón telur að ef að öll sveitarfélög á landinu myndu skipta yfir í LED gatnalýsingu væri hægt að spara um 700 milljónir á ári. Með hækkandi raforkuverði gæti sparnaðurinn verið enn meiri. „Það margborgar sig. Þegar við vorum að byrja á þessu fyrir sex, sjö árum þá var endurgreiðslutíminn í kringum fimm til sjö ár. Núna með hækkandi raforkuverði og svona stöðnun í verði á lömpum þá er þessi tími kominn í kringum tvö til fjögur ár,“ segir Guðjón. „Svona lampar eiga að endast í tuttugu til 25 ár.“ Sveitarfélögin klára mishratt Sveitarfélögin leggi mismikla áherslu á að klára skiptin. Reykjavíkurborg hefur skipt út um þriðjung ljósgjafanna. Þá stefna Akranesbær, Kópavogsbær og Seltjarnarnesbær að klára breytingarnar á þessu ári. Garðabær stefnir á að klára á næstu þremur árum. Mosfellsbær er á svipuðu róli og Reykjavíkurborg, hefur klárað að skipta út um þriðjung. Áherslan núna sé hins vegar að taka alla hvítasilfurslampa og skipta þeim út. Það séu þrjú til fjögur ár að verkefnið klárast. Búið sé að skipta út gatnalýsingunni á Reykjanesbrautinni en breytingin hefur ekki átt sér stað á stofnbrautum á höfuðborgarsvæðinu. „Það eru flestir á fullu,“ segir Guðjón. Á heimasíðu Reykjavíkurborgar segir að LED ljósgjafar séu ekki perur heldur glóandi rafrás eða hálfleiðari. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Bítið Reykjavík Seltjarnarnes Garðabær Mosfellsbær Akranes Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Fleiri fréttir Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Sjá meira
„Það sem gerist eins og með götulýsinguna að ef þú skiptir yfir í LED þá spara þú orku, að meðaltali 70%,“ segir Guðjón L. Sigurðsson, stofnandi Liska ehf. og ráðgjafi sveitarfélaga og Vegagerðarinnar, í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segir það margborga sig fyrir sveitarfélög að skipta yfir í LED ljósgjafa í götulýsingu. Ljósgæðin og birtan sé sú sama og jafnvel betri. „Eins og ef við tökum til dæmis Reykjavík sem ég hef unnið mest fyrir,“ segir Guðjón. „Þeir eiga eftir að endurnýja um einn þriðja af gatnalýsingunni og ef þeir gerðu það gætu þeir sparað hundrað milljónir á ári.“ Guðjón telur að ef að öll sveitarfélög á landinu myndu skipta yfir í LED gatnalýsingu væri hægt að spara um 700 milljónir á ári. Með hækkandi raforkuverði gæti sparnaðurinn verið enn meiri. „Það margborgar sig. Þegar við vorum að byrja á þessu fyrir sex, sjö árum þá var endurgreiðslutíminn í kringum fimm til sjö ár. Núna með hækkandi raforkuverði og svona stöðnun í verði á lömpum þá er þessi tími kominn í kringum tvö til fjögur ár,“ segir Guðjón. „Svona lampar eiga að endast í tuttugu til 25 ár.“ Sveitarfélögin klára mishratt Sveitarfélögin leggi mismikla áherslu á að klára skiptin. Reykjavíkurborg hefur skipt út um þriðjung ljósgjafanna. Þá stefna Akranesbær, Kópavogsbær og Seltjarnarnesbær að klára breytingarnar á þessu ári. Garðabær stefnir á að klára á næstu þremur árum. Mosfellsbær er á svipuðu róli og Reykjavíkurborg, hefur klárað að skipta út um þriðjung. Áherslan núna sé hins vegar að taka alla hvítasilfurslampa og skipta þeim út. Það séu þrjú til fjögur ár að verkefnið klárast. Búið sé að skipta út gatnalýsingunni á Reykjanesbrautinni en breytingin hefur ekki átt sér stað á stofnbrautum á höfuðborgarsvæðinu. „Það eru flestir á fullu,“ segir Guðjón. Á heimasíðu Reykjavíkurborgar segir að LED ljósgjafar séu ekki perur heldur glóandi rafrás eða hálfleiðari. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Bítið Reykjavík Seltjarnarnes Garðabær Mosfellsbær Akranes Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Fleiri fréttir Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Sjá meira