„Það er krísa“ Árni Jóhannsson skrifar 2. janúar 2025 22:01 Jóhann Þór, þjálfari Grindavíkur, er áhyggjufullur út af stöðu mála hjá liðinu sínu. Vísir/Hulda Margrét Það var þungt yfir þjálfara Grindavíkur eftir tapleikinn gegn ÍR í kvöld þegar blaðamaður náði tali af honum. Hann var lengi í klefanum að fara yfir málin með sínum mönnum áður en hann gaf kost á sér. Leikurinn endaði 98-90 fyrir ÍR eftir framlengdan leik. Til að byrja með var hann spurður að því, sakleysislega hvað hafði gerst í seinni hálfleik hjá Grindvíkingum í kvöld en liðið leit ágætlega út í fyrri hálfleik og leiddi með níu stigum. Jóhann sagði stutta svarið vera lélega vítanýtingu en tók síðan fram að vandamálið væri dýpra en það. „Þetta er talsvert dýpra en vítanýtingin. Þetta er sjötti leikurinn sem við töpum í vetur og þetta er fjórði leikurinn þar sem, eins og sagt er, erum „out-höstlaðir“. Við erum linir, mjúkir og erum að einbeita okkur að hlutum sem við stjórnum ekki. Við erum ekki í þessu sem ein heild. Varnarlega getum við ekki fengið stopp til að bjarga lífi okkar og fórum í eitthvað box og 1, sem við höfum aldrei æft, til að reyna að hrista upp í þessu. Við erum bara langt frá því að vera þar sem við viljum vera. Það er mikið áhyggjuefni.“ Hann var þá spurður hvort það væri einhver lausn í sjónmáli. „Við erum búnir að tala um sömu hlutina aftur og aftur. Við þurfum að grafa mjög djúpt til að reyna að finna lausnir á þessu. Þetta eru hlutir sem hafa ekkert með það að gera hvað þú ert góður í körfubolta sem við erum að falla á. Einfalt. Þetta er hvað þú tekur ákvörðun um að taka með þér inn á völlinn. Við erum bara langt frá því sem við viljum standa fyrir.“ „Lausnir og ekki. Það er kominn janúar og við ættum ekki að vera að tala um það hvernig við hreyfum okkur varnarlega og hvað við viljum standa fyrir. Þetta ætti bara að vera örfáar breytingar milli leikja en þetta er bölvað vesen. Við fórum langt í fyrra og fengum smjörþefinn af þessu og það er mikið lagt í það að halda þessu gangandi. Á meðan erum við bara eins og einhverjir pappakassar. Þetta tekur á, þetta er sárt og þetta er mjög erfitt að stýra þessu og koma þessu ekki til skila hvað við erum að reyna að standa fyrir. Ef við förum ekki að girða okkur í brók þá getum við gleymt því að láta okkur dreyma um að spila einhvern körfubolta í maí“, sagði Jóhann, augljóslega mikið niðri fyrir vegna ástandsins á liðinu sínu. Hann var spurður hvort að vandamálið væri heildarinnar eða hvort það þyrfti að færa leikmenn til eða frá klúbbnum. „Nei nei, við erum bara með þetta lið sem við erum með núna. Þessir sem eru hér þeir klára en mögulega þarf að bæta í. Þetta hefur bara ekkert með það að gera hversu góðir menn eru í körfubolta. ÍR liðið og KR liðið í síðasta leik fyrir jól þá leggja þeir bara meira á sig. Þetta eru fáránlega klisjur en þetta eru bara staðreyndir.“ „Þú talar um leikmenn. Það eru lykilleikmenn hérna sem eru að benda fingrum í staðinn fyrir að axla ábyrgð og til dæmis vera sama um það sem er að gerast. Við töpum öðrum leiknum í röð í framlengingu þannig að þetta er kannski ekki eins mikið volæði og ég held. Það er krísa. Það er svoleiðis.“ UMF Grindavík Bónus-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Grindvíkingar voru í fínni stöðu í hálfleik í Breiðholtinu og leiddu með níu stigum en heimamenn í ÍR komu á hvínandi siglingu út í seinni hálfleikinn og virtust vera að sigra en Grindavík kom til baka og jafnaði. ÍR hafði svo betur í framlengdum leik. Lokatölur 98-90 2. janúar 2025 18:31 Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Enski boltinn „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Handbolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Fleiri fréttir Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Sjá meira
Til að byrja með var hann spurður að því, sakleysislega hvað hafði gerst í seinni hálfleik hjá Grindvíkingum í kvöld en liðið leit ágætlega út í fyrri hálfleik og leiddi með níu stigum. Jóhann sagði stutta svarið vera lélega vítanýtingu en tók síðan fram að vandamálið væri dýpra en það. „Þetta er talsvert dýpra en vítanýtingin. Þetta er sjötti leikurinn sem við töpum í vetur og þetta er fjórði leikurinn þar sem, eins og sagt er, erum „out-höstlaðir“. Við erum linir, mjúkir og erum að einbeita okkur að hlutum sem við stjórnum ekki. Við erum ekki í þessu sem ein heild. Varnarlega getum við ekki fengið stopp til að bjarga lífi okkar og fórum í eitthvað box og 1, sem við höfum aldrei æft, til að reyna að hrista upp í þessu. Við erum bara langt frá því að vera þar sem við viljum vera. Það er mikið áhyggjuefni.“ Hann var þá spurður hvort það væri einhver lausn í sjónmáli. „Við erum búnir að tala um sömu hlutina aftur og aftur. Við þurfum að grafa mjög djúpt til að reyna að finna lausnir á þessu. Þetta eru hlutir sem hafa ekkert með það að gera hvað þú ert góður í körfubolta sem við erum að falla á. Einfalt. Þetta er hvað þú tekur ákvörðun um að taka með þér inn á völlinn. Við erum bara langt frá því sem við viljum standa fyrir.“ „Lausnir og ekki. Það er kominn janúar og við ættum ekki að vera að tala um það hvernig við hreyfum okkur varnarlega og hvað við viljum standa fyrir. Þetta ætti bara að vera örfáar breytingar milli leikja en þetta er bölvað vesen. Við fórum langt í fyrra og fengum smjörþefinn af þessu og það er mikið lagt í það að halda þessu gangandi. Á meðan erum við bara eins og einhverjir pappakassar. Þetta tekur á, þetta er sárt og þetta er mjög erfitt að stýra þessu og koma þessu ekki til skila hvað við erum að reyna að standa fyrir. Ef við förum ekki að girða okkur í brók þá getum við gleymt því að láta okkur dreyma um að spila einhvern körfubolta í maí“, sagði Jóhann, augljóslega mikið niðri fyrir vegna ástandsins á liðinu sínu. Hann var spurður hvort að vandamálið væri heildarinnar eða hvort það þyrfti að færa leikmenn til eða frá klúbbnum. „Nei nei, við erum bara með þetta lið sem við erum með núna. Þessir sem eru hér þeir klára en mögulega þarf að bæta í. Þetta hefur bara ekkert með það að gera hversu góðir menn eru í körfubolta. ÍR liðið og KR liðið í síðasta leik fyrir jól þá leggja þeir bara meira á sig. Þetta eru fáránlega klisjur en þetta eru bara staðreyndir.“ „Þú talar um leikmenn. Það eru lykilleikmenn hérna sem eru að benda fingrum í staðinn fyrir að axla ábyrgð og til dæmis vera sama um það sem er að gerast. Við töpum öðrum leiknum í röð í framlengingu þannig að þetta er kannski ekki eins mikið volæði og ég held. Það er krísa. Það er svoleiðis.“
UMF Grindavík Bónus-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Grindvíkingar voru í fínni stöðu í hálfleik í Breiðholtinu og leiddu með níu stigum en heimamenn í ÍR komu á hvínandi siglingu út í seinni hálfleikinn og virtust vera að sigra en Grindavík kom til baka og jafnaði. ÍR hafði svo betur í framlengdum leik. Lokatölur 98-90 2. janúar 2025 18:31 Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Enski boltinn „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Handbolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Fleiri fréttir Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Sjá meira
Leik lokið: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Grindvíkingar voru í fínni stöðu í hálfleik í Breiðholtinu og leiddu með níu stigum en heimamenn í ÍR komu á hvínandi siglingu út í seinni hálfleikinn og virtust vera að sigra en Grindavík kom til baka og jafnaði. ÍR hafði svo betur í framlengdum leik. Lokatölur 98-90 2. janúar 2025 18:31