Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 4. janúar 2025 09:11 Atkvæði greidd Johnson voru 218 gegn 215 atvæðum greiddum Demókratanum Hakeem Jeffries. AP Mike Johnson var endurkjörinn þingforseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í gær með naumum meirihluta. Við setningu nýs Bandaríkjaþing í gær kusu þingmenn sér nýjan þingforseta. Fulltrúi minnihlutans, Hakeem Jeffries, hlaut öll atkvæði Demókrata, eða 215 af 434. Í frétt AP kemur fram að til að ná endurkjöri hafi Johnson mátt ekki missa fleiri en eitt atkvæði úr sínum flokki en þrír þingmenn Repúblikanaflokksins kusu upprunalega Tom Emmer, flokksbróður sinn og mótframbjóðanda. Tveir þeirra breyttu síðar atkvæðinu sínu og tryggðu þar með nauman sigur Johnson. Donald Trump verðandi Bandaríkjaforseti birti á dögunum stuðningsyfirlýsingu við Johnson eftir margra daga viðræður milli Trumps og ráðgjafa hans um hvort forsetinn verðandi ætti að koma Johnson til bjargar eða finna nýjan þingforseta. Johnson hafði þá samið um bráðabirgðafjárlög við Demókrata, sem þá voru enn með meirihluta í öldungadeildinni. Trump ásamt Elon Musk kollvarpaði þinginu í framhaldinu og stöðvaði framgang laganna. Óreiðan sem þeir ollu og deilurnar sem henni fylgdu grófu verulega undan Johnson í aðdraganda kosninga þingsins á nýjum þingforseta. Einhverjir þingmenn Repúblikanaflokksins lýstu því yfir að þeir hygðust ekki kjósa hann aftur í embættið. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Hefur lengi barist gegn réttindum „ónáttúrulegs“ hinsegin fólks Mike Johnson, nýr forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, mun koma að því að staðfesta úrslit forsetakosninga sem haldnar verða í nóvember á næsta ári. Það er þrátt fyrir að hann hafi hjálpað til við að reyna að snúa úrslitum síðustu forsetakosninga. 27. október 2023 11:15 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Við setningu nýs Bandaríkjaþing í gær kusu þingmenn sér nýjan þingforseta. Fulltrúi minnihlutans, Hakeem Jeffries, hlaut öll atkvæði Demókrata, eða 215 af 434. Í frétt AP kemur fram að til að ná endurkjöri hafi Johnson mátt ekki missa fleiri en eitt atkvæði úr sínum flokki en þrír þingmenn Repúblikanaflokksins kusu upprunalega Tom Emmer, flokksbróður sinn og mótframbjóðanda. Tveir þeirra breyttu síðar atkvæðinu sínu og tryggðu þar með nauman sigur Johnson. Donald Trump verðandi Bandaríkjaforseti birti á dögunum stuðningsyfirlýsingu við Johnson eftir margra daga viðræður milli Trumps og ráðgjafa hans um hvort forsetinn verðandi ætti að koma Johnson til bjargar eða finna nýjan þingforseta. Johnson hafði þá samið um bráðabirgðafjárlög við Demókrata, sem þá voru enn með meirihluta í öldungadeildinni. Trump ásamt Elon Musk kollvarpaði þinginu í framhaldinu og stöðvaði framgang laganna. Óreiðan sem þeir ollu og deilurnar sem henni fylgdu grófu verulega undan Johnson í aðdraganda kosninga þingsins á nýjum þingforseta. Einhverjir þingmenn Repúblikanaflokksins lýstu því yfir að þeir hygðust ekki kjósa hann aftur í embættið.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Hefur lengi barist gegn réttindum „ónáttúrulegs“ hinsegin fólks Mike Johnson, nýr forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, mun koma að því að staðfesta úrslit forsetakosninga sem haldnar verða í nóvember á næsta ári. Það er þrátt fyrir að hann hafi hjálpað til við að reyna að snúa úrslitum síðustu forsetakosninga. 27. október 2023 11:15 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Hefur lengi barist gegn réttindum „ónáttúrulegs“ hinsegin fólks Mike Johnson, nýr forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, mun koma að því að staðfesta úrslit forsetakosninga sem haldnar verða í nóvember á næsta ári. Það er þrátt fyrir að hann hafi hjálpað til við að reyna að snúa úrslitum síðustu forsetakosninga. 27. október 2023 11:15