Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson skrifar 5. janúar 2025 10:30 Hvað einkennir besta kennarann? Er það sá sem sýður þykka staðreyndasúpu úr óteljandi smáatriðum eða sá sem kveikir fróðleiksþorstann? Oft er sagt að besti kennarinn gefi frekar vísbendingar um svör en að rétta þau fram á silfurfati – sýni hvar á að leita en ekki hvað á að finna. Forngrísk menning var einstök að því leyti að hún lagði mikla áherslu á fræði og listir. Í borginni Míletos, sem stóð í miklum blóma um 600 f.Kr., er haft eftir tónlistarmanninum og fræðimanninum Tímóteusi (um 450 f.Kr.): „Besti kennarinn er ekki sá sem miðlar þekkingu, heldur sá sem glæðir forvitni.“ Þótt meira en tvö árþúsund séu liðin frá þessum orðum má glöggt sjá að þau eiga enn við. Kveikja forvitninnar er forsenda þess að menntun verði eitthvað meira en staðreyndastagl – hún verður uppspretta sköpunar, sjálfstæðrar hugsunar og skilnings. Hröð (og sívaxandi) tækniþróun Nútímasamfélag er undir stöðugum og mótandi áhrifum tækniframfara. Við höfum greiðan aðgang að ógrynni upplýsinga í gegnum tölvur og snjallsíma, og mörgum finnst eins og breytingarnar séu á fleygiferð og hraðinn bara aukist. Það er engin tilviljun: Framfarir eru ekki línulegar, heldur vaxa þær með veldishraða. Innsæi margra telur vöxt framfara vera línulegan. Ef framfarir voru 1X á síðustu öld (þeirri 20.) þá verða þær 2X á yfirstandandi öld (þeirri 21.). Framtíðarfræðingurinn Ray Kurzweil lýsti þessu í bók sinni The Singularity Is Near (2005): Hann spáði að 21. öldin gæti borið með sér jafnmiklar framfarir og 20.000 ára þróun ef miðað er við hraðann árið 2000. Ástæðan er einmitt þessi veldishraði – við sjáum öra framþróun sem kann að virðast óstöðvandi. Framfarir verða ekki tvöfaldar samanborið við síðustu öld heldur 200x (20 aldir = 20.000 ár). En jafnvel snjallasta tækni kemur að litlum notum ef við verðum ekki sjálf nógu forvitin til að spyrja spurninga, brjóta upp gamla hugsun og mynda okkur nýja sýn. Forvitni: drifkraftur símenntunar Forvitni er uppspretta náms, nýsköpunar og uppgötvana. Hún ýtir undir vilja til að velta fyrir sér hvernig hlutirnir virka, kanna hugmyndir frá nýjum sjónarhornum og tileinka sér nýja færni. Í samhengi símenntunar er þetta einstaklega dýrmætt: Sá sem heldur forvitninni vakandi er líklegri til að takast á við breytingar og bregðast við síbreytilegum heimi af elju, seiglu og eldmóði án þess að fallast hendur eða hreinlega gefast upp. Tæknin kemur ekki í stað mannlegrar forvitni Sama hversu fullkomin tæknin verður, kemur hún aldrei í staðinn fyrir mannlegt innsæi, forvitni og getu til að hugsa út fyrir rammann. Gervigreind getur greint gögn og gefið okkur ýmsar niðurstöður, en spurningarnar – og sú merking sem við drögum af svörunum – hvíla á okkar eigin vilja til að kafa dýpra, vilja og visku til að bæta líf okkar. Forvitnin sem leiðarljós Besti kennarinn glæðir forvitni. Þetta gildir um okkur öll, því í heimi sífellt örari tækninýjunga og hraðra breytinga er forvitnin lykill sem opnar dyr – ekki bara að þekkingu, heldur að nýrri framtíðarsýn. Lærdómurinn er skýr: Forvitni gefur okkur hvata til að leita svara, spyrja nýrra spurninga og öðlast dýpri skilning. Hún gerir okkur betur í stakk búin til að takast á við rísandi öldu tækniþróunar, þar sem framfarir vaxa með veldishraða. Þegar við erum reiðubúin að endurnýja þekkingu okkar, endurmeta gamlar hugmyndir og leita svara með opnum hug, tökum við sjálf virkan þátt í að móta morgundaginn. Það er hvort tveggja hin sanna merking símenntunar og besta veganestið sem forvitnin færir okkur. Höfundur er fyrrum framkvæmdastjóri Stjórnunarfélagsins og með 36 ára reynslu á sviði símenntunar, fyrirlestra- og námskeiðahalds. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Sigurðsson Mest lesið Halldór 29.03.2025 Halldór Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Sjá meira
Hvað einkennir besta kennarann? Er það sá sem sýður þykka staðreyndasúpu úr óteljandi smáatriðum eða sá sem kveikir fróðleiksþorstann? Oft er sagt að besti kennarinn gefi frekar vísbendingar um svör en að rétta þau fram á silfurfati – sýni hvar á að leita en ekki hvað á að finna. Forngrísk menning var einstök að því leyti að hún lagði mikla áherslu á fræði og listir. Í borginni Míletos, sem stóð í miklum blóma um 600 f.Kr., er haft eftir tónlistarmanninum og fræðimanninum Tímóteusi (um 450 f.Kr.): „Besti kennarinn er ekki sá sem miðlar þekkingu, heldur sá sem glæðir forvitni.“ Þótt meira en tvö árþúsund séu liðin frá þessum orðum má glöggt sjá að þau eiga enn við. Kveikja forvitninnar er forsenda þess að menntun verði eitthvað meira en staðreyndastagl – hún verður uppspretta sköpunar, sjálfstæðrar hugsunar og skilnings. Hröð (og sívaxandi) tækniþróun Nútímasamfélag er undir stöðugum og mótandi áhrifum tækniframfara. Við höfum greiðan aðgang að ógrynni upplýsinga í gegnum tölvur og snjallsíma, og mörgum finnst eins og breytingarnar séu á fleygiferð og hraðinn bara aukist. Það er engin tilviljun: Framfarir eru ekki línulegar, heldur vaxa þær með veldishraða. Innsæi margra telur vöxt framfara vera línulegan. Ef framfarir voru 1X á síðustu öld (þeirri 20.) þá verða þær 2X á yfirstandandi öld (þeirri 21.). Framtíðarfræðingurinn Ray Kurzweil lýsti þessu í bók sinni The Singularity Is Near (2005): Hann spáði að 21. öldin gæti borið með sér jafnmiklar framfarir og 20.000 ára þróun ef miðað er við hraðann árið 2000. Ástæðan er einmitt þessi veldishraði – við sjáum öra framþróun sem kann að virðast óstöðvandi. Framfarir verða ekki tvöfaldar samanborið við síðustu öld heldur 200x (20 aldir = 20.000 ár). En jafnvel snjallasta tækni kemur að litlum notum ef við verðum ekki sjálf nógu forvitin til að spyrja spurninga, brjóta upp gamla hugsun og mynda okkur nýja sýn. Forvitni: drifkraftur símenntunar Forvitni er uppspretta náms, nýsköpunar og uppgötvana. Hún ýtir undir vilja til að velta fyrir sér hvernig hlutirnir virka, kanna hugmyndir frá nýjum sjónarhornum og tileinka sér nýja færni. Í samhengi símenntunar er þetta einstaklega dýrmætt: Sá sem heldur forvitninni vakandi er líklegri til að takast á við breytingar og bregðast við síbreytilegum heimi af elju, seiglu og eldmóði án þess að fallast hendur eða hreinlega gefast upp. Tæknin kemur ekki í stað mannlegrar forvitni Sama hversu fullkomin tæknin verður, kemur hún aldrei í staðinn fyrir mannlegt innsæi, forvitni og getu til að hugsa út fyrir rammann. Gervigreind getur greint gögn og gefið okkur ýmsar niðurstöður, en spurningarnar – og sú merking sem við drögum af svörunum – hvíla á okkar eigin vilja til að kafa dýpra, vilja og visku til að bæta líf okkar. Forvitnin sem leiðarljós Besti kennarinn glæðir forvitni. Þetta gildir um okkur öll, því í heimi sífellt örari tækninýjunga og hraðra breytinga er forvitnin lykill sem opnar dyr – ekki bara að þekkingu, heldur að nýrri framtíðarsýn. Lærdómurinn er skýr: Forvitni gefur okkur hvata til að leita svara, spyrja nýrra spurninga og öðlast dýpri skilning. Hún gerir okkur betur í stakk búin til að takast á við rísandi öldu tækniþróunar, þar sem framfarir vaxa með veldishraða. Þegar við erum reiðubúin að endurnýja þekkingu okkar, endurmeta gamlar hugmyndir og leita svara með opnum hug, tökum við sjálf virkan þátt í að móta morgundaginn. Það er hvort tveggja hin sanna merking símenntunar og besta veganestið sem forvitnin færir okkur. Höfundur er fyrrum framkvæmdastjóri Stjórnunarfélagsins og með 36 ára reynslu á sviði símenntunar, fyrirlestra- og námskeiðahalds.
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun