Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. janúar 2025 13:31 Bæring Gunnar Steinþórsson vann þessa myndrænu framsetningu úr skjálftagögnum frá Veðurstofunni, sem Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands birtir í morgun. Bæring birti álíka myndir af skjálftum við Sundhnúka í aðdraganda eldgossa á síðasta ári. Bæring Gunnar Steinþórsson Sveitarstjóri í Borgarbyggð segir nauðsynlegt að efla þar vöktun og tryggja innviði í ljósi jarðhræringa í Ljósufjallakerfi síðustu daga. Borgarbyggð sé víðfemt og fjölfarið sveitarfélag, þar sem fjarskiptasambandi sé til að mynda víða ábótavant. Nýjar þrívíddarmyndir veita innsýn í dýpt og dreifingu jarðskjálfta á svæðinu síðasta árið. Eldstöðvakerfið sem kennt er við Ljósufjöll á austanverðu Snæfellsnesi hefur verið að minna á sig síðustu daga. Lengsti óróapúls í kerfinu sem mælst hefur til þessa varð við Grjótaárvatn í Borgarbyggð síðdegis 2. janúar, hann mældist fjörutíu mínútur. Þá sagði Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur í kvöldfréttum Stöðvar 2 á föstudag að útlit væri fyrir að svæðið væri komið í gang. Um þúsund ár eru liðin frá síðasta eldgosi í kerfinu. Stefán Broddi Guðjónsson, sveitarstjóri Borgarbyggðar.Aðsend Stefán Broddi Guðjónsson sveitarstjóri í Borgarbyggð segir íbúum í sveitarfélaginu tíðrætt um jarðhræringarnar þessa dagana. „[Fólk hefur] tekið eftir jarðhræringum, fundið fyrir þeim. Þetta nær aðallega til svæðis sem er í norðvestanverðri Borgarbyggð.“ Sums staðar ekkert samband Stefán segir nauðsynlegt að umræða og upplýsingaflæði í kringum jarðhræringar verði gott. „Og styrkist enn frekar, tala nú ekki um ef þróunin heldur áfram í þá veruna eins og hún hefur verið. Mestu máli skiptir fyrir okkur og íbúa að tryggt sé að öll vöktun sé góð, hún verði styrkt á þessu svæði. Eðlilega hefur fókus undanfarna áratugi ekki verið á þetta svæði en mér finnst ljóst að það þurfi að styrkja vöktunina og byggja frekar upp innviði,“ segir Stefán. Hann bendir á í þessu samhengi að á svæðinu sé íbúabyggð í dreifbýli en einnig vaxandi ferðaþjónusta, uppbygging sumarhúsabyggða og útivist stunduð víða. „Þannig að það er mikil umferð um þetta svæði og á svæði þar sem ekki er til dæmis fjarskiptasamband á öllum stundum.“ Nýjar myndir veita innsýn Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands birti í morgun nýjar þrívíddarmyndir af skjálftavirkni við Grjótárvatn. Bæring Gunnar Steinþórsson vann myndirnar, sem veita innsýn í dýpt og dreifingu jarðskjálfta á svæðinu síðasta árið. Myndirnar sýna að megnið af skjálftunum er á miklu dýpi, á bilinu 15-20 km og allra dýpstu skjálftarnir eru á 24-25 km dýpi. Einnig sést skjálftasvæði sem teygir sig upp mun nær yfirborði, að því er segir í færslu hópsins á Facebook. Sú virkni virðist raðast eftir sprungufleti - og þrýstingur að neðan gæti því verið að ýta við sprunguhreyfingum nær yfirborði, beint undir Grjótárvatni. Eldgos og jarðhræringar Borgarbyggð Eyja- og Miklaholtshreppur Tengdar fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir útlit fyrir að þekkt eldgosasvæði á Snæfellsnesi sé komið í gang, en um þúsund ár eru liðin frá síðasta eldgosi þar. Mestar líkur séu á hraungosi ekki ósvipuðum þeim sem sést hafa á Reykjanesskaganum undanfarin ár. 3. janúar 2025 21:01 Lengsti óróapúlsinn til þessa Lengsti óróapúlsinn í Ljósufjallakerfinu mældist við Grjótarárvatn í fjöllunum ofan Mýra síðdegis í gær. Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands greinir frá á Facebook-hóp sínum. 3. janúar 2025 11:57 Skjálftavirkni í Mýrafjöllum stóraukist á árinu Skjálftavirkni í Mýrafjöllum ofan Mýra í Borgarbyggð jókst margfalt þegar líða tók á árið. Virknin telst ný af nálinni en fyrir árið 2021 voru varla skráðir skjálftar á svæðinu frá upphafi mælinga árið 1991. Öflugasti jarðskjálfti ársins hérlendis var í Bárðarbungu og mældist 5,4 að stærð. 30. desember 2024 00:16 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Bein útsending: Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Sjá meira
Eldstöðvakerfið sem kennt er við Ljósufjöll á austanverðu Snæfellsnesi hefur verið að minna á sig síðustu daga. Lengsti óróapúls í kerfinu sem mælst hefur til þessa varð við Grjótaárvatn í Borgarbyggð síðdegis 2. janúar, hann mældist fjörutíu mínútur. Þá sagði Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur í kvöldfréttum Stöðvar 2 á föstudag að útlit væri fyrir að svæðið væri komið í gang. Um þúsund ár eru liðin frá síðasta eldgosi í kerfinu. Stefán Broddi Guðjónsson, sveitarstjóri Borgarbyggðar.Aðsend Stefán Broddi Guðjónsson sveitarstjóri í Borgarbyggð segir íbúum í sveitarfélaginu tíðrætt um jarðhræringarnar þessa dagana. „[Fólk hefur] tekið eftir jarðhræringum, fundið fyrir þeim. Þetta nær aðallega til svæðis sem er í norðvestanverðri Borgarbyggð.“ Sums staðar ekkert samband Stefán segir nauðsynlegt að umræða og upplýsingaflæði í kringum jarðhræringar verði gott. „Og styrkist enn frekar, tala nú ekki um ef þróunin heldur áfram í þá veruna eins og hún hefur verið. Mestu máli skiptir fyrir okkur og íbúa að tryggt sé að öll vöktun sé góð, hún verði styrkt á þessu svæði. Eðlilega hefur fókus undanfarna áratugi ekki verið á þetta svæði en mér finnst ljóst að það þurfi að styrkja vöktunina og byggja frekar upp innviði,“ segir Stefán. Hann bendir á í þessu samhengi að á svæðinu sé íbúabyggð í dreifbýli en einnig vaxandi ferðaþjónusta, uppbygging sumarhúsabyggða og útivist stunduð víða. „Þannig að það er mikil umferð um þetta svæði og á svæði þar sem ekki er til dæmis fjarskiptasamband á öllum stundum.“ Nýjar myndir veita innsýn Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands birti í morgun nýjar þrívíddarmyndir af skjálftavirkni við Grjótárvatn. Bæring Gunnar Steinþórsson vann myndirnar, sem veita innsýn í dýpt og dreifingu jarðskjálfta á svæðinu síðasta árið. Myndirnar sýna að megnið af skjálftunum er á miklu dýpi, á bilinu 15-20 km og allra dýpstu skjálftarnir eru á 24-25 km dýpi. Einnig sést skjálftasvæði sem teygir sig upp mun nær yfirborði, að því er segir í færslu hópsins á Facebook. Sú virkni virðist raðast eftir sprungufleti - og þrýstingur að neðan gæti því verið að ýta við sprunguhreyfingum nær yfirborði, beint undir Grjótárvatni.
Eldgos og jarðhræringar Borgarbyggð Eyja- og Miklaholtshreppur Tengdar fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir útlit fyrir að þekkt eldgosasvæði á Snæfellsnesi sé komið í gang, en um þúsund ár eru liðin frá síðasta eldgosi þar. Mestar líkur séu á hraungosi ekki ósvipuðum þeim sem sést hafa á Reykjanesskaganum undanfarin ár. 3. janúar 2025 21:01 Lengsti óróapúlsinn til þessa Lengsti óróapúlsinn í Ljósufjallakerfinu mældist við Grjótarárvatn í fjöllunum ofan Mýra síðdegis í gær. Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands greinir frá á Facebook-hóp sínum. 3. janúar 2025 11:57 Skjálftavirkni í Mýrafjöllum stóraukist á árinu Skjálftavirkni í Mýrafjöllum ofan Mýra í Borgarbyggð jókst margfalt þegar líða tók á árið. Virknin telst ný af nálinni en fyrir árið 2021 voru varla skráðir skjálftar á svæðinu frá upphafi mælinga árið 1991. Öflugasti jarðskjálfti ársins hérlendis var í Bárðarbungu og mældist 5,4 að stærð. 30. desember 2024 00:16 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Bein útsending: Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Sjá meira
„Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir útlit fyrir að þekkt eldgosasvæði á Snæfellsnesi sé komið í gang, en um þúsund ár eru liðin frá síðasta eldgosi þar. Mestar líkur séu á hraungosi ekki ósvipuðum þeim sem sést hafa á Reykjanesskaganum undanfarin ár. 3. janúar 2025 21:01
Lengsti óróapúlsinn til þessa Lengsti óróapúlsinn í Ljósufjallakerfinu mældist við Grjótarárvatn í fjöllunum ofan Mýra síðdegis í gær. Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands greinir frá á Facebook-hóp sínum. 3. janúar 2025 11:57
Skjálftavirkni í Mýrafjöllum stóraukist á árinu Skjálftavirkni í Mýrafjöllum ofan Mýra í Borgarbyggð jókst margfalt þegar líða tók á árið. Virknin telst ný af nálinni en fyrir árið 2021 voru varla skráðir skjálftar á svæðinu frá upphafi mælinga árið 1991. Öflugasti jarðskjálfti ársins hérlendis var í Bárðarbungu og mældist 5,4 að stærð. 30. desember 2024 00:16