Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Magnús Jochum Pálsson skrifar 5. janúar 2025 22:01 Gull er alltaf eftirsótt og er talið halda virði sín betur en aðrir hlutir. Víða um austurhluta eru gullnámur í eigu hernaðarhópa. Mynd tengist frétt ekki beint. Getty Þrír kínverskir ríkisborgar voru handteknir með tólf gullstangir og 800 þúsund Bandaríkjadali (um 113 milljónir íslenskra króna) í seðlum í Austur-Kongó. BBC greinir frá málinu, Jacques Purusi, ríkisstjóri Suður-Kivu-héraðs í austurhluta landsins, greindi frá því að mennirnir hefðu falið gullstangirnar og peningaseðlana undir sætum bílanna sem þeir ferðuðust um á. Hann greindi einnig frá því að aðgerðum lögreglu hefði verið haldið leyndum eftir að annar hópur Kínverja, sem var sakaður um að reka ólöglega gullnámu á svæðinu, var leystur úr haldi í síðasta mánuði. Ekki kemur fram nákvæmlega hve mikið af gulli mennirnir voru með, þ.e. stærð gullstanganna. Hefðbundin eins kílóa gullstöng er metin á 85 þúsund Bandaríkjadali sem myndi þýða að tólf slíkar væru virði rúmlega einnar milljónar Bandaríkjadala (um 141 milljón króna). Auðæfum Kongó rænt svo áratugum skiptir Austurhluti Kongó er afar ríkur af gulli, demöntum og ýmiss konar steinefnum sem eru notuð í batterý fyrir bæði síma og rafbíla. Þessum miklu auðævum landsins hefur verið rænt af erlendum hópum frá því á 19. öld og er ein helsta ástæðan fyrir óstöðugleika á svæðinu. Sjálfstæðar hersveitir ráða yfir mörgum námum í austurhluta Kongó og hafa leiðtogar þeirra auðgast með því að selja málma og gull til milliliða. Purusi sagði við fjölmiðla að sumir þessara eðalmálmasala séu í samskiptum við áhrifafólk í höfuðborginni Kinshasa og það sé ástæðan fyrir því að þessi nýjasta lögregluaðgerð var framkvæmd leynilega. Handtakan byggð á ábendingu og fannst fengurinn eftir mikla leit í bílum mannanna skammt frá landamærunum að Rúanda. Menn sigta jarðveginn í leit að gulli í norðausturhluta Kongó.Getty Sautján Kínverjum sleppt úr haldi Ríkisstjórinn sagði blaðamönnum í síðasta mánuði að hann hefði verið hneykslaður að heyra að sautján Kínverjar, sem höfðu verið handteknir vegna gruns um að þeir rækju ólöglega gullnámu, hefðu verið frelsaðir og þeim leyft að snúa aftur til Kína. Þetta græfi undan tilraunum yfirvalda til að hreinsa til í þessum iðnaði landsins. Reuters hafði eftir Purusi að mennirnir hefðu skuldað tíu milljónir Bandaríkjadala (um það bil 1,4 milljarðar) í skatta og sektir til ríkisstjórnar Kongó. Kínverjar hafa ekki svarað ásökunum. Gull er gull, hver sem á því heldur.Getty Austur-Kongó Kína Námuvinnsla Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Sjá meira
BBC greinir frá málinu, Jacques Purusi, ríkisstjóri Suður-Kivu-héraðs í austurhluta landsins, greindi frá því að mennirnir hefðu falið gullstangirnar og peningaseðlana undir sætum bílanna sem þeir ferðuðust um á. Hann greindi einnig frá því að aðgerðum lögreglu hefði verið haldið leyndum eftir að annar hópur Kínverja, sem var sakaður um að reka ólöglega gullnámu á svæðinu, var leystur úr haldi í síðasta mánuði. Ekki kemur fram nákvæmlega hve mikið af gulli mennirnir voru með, þ.e. stærð gullstanganna. Hefðbundin eins kílóa gullstöng er metin á 85 þúsund Bandaríkjadali sem myndi þýða að tólf slíkar væru virði rúmlega einnar milljónar Bandaríkjadala (um 141 milljón króna). Auðæfum Kongó rænt svo áratugum skiptir Austurhluti Kongó er afar ríkur af gulli, demöntum og ýmiss konar steinefnum sem eru notuð í batterý fyrir bæði síma og rafbíla. Þessum miklu auðævum landsins hefur verið rænt af erlendum hópum frá því á 19. öld og er ein helsta ástæðan fyrir óstöðugleika á svæðinu. Sjálfstæðar hersveitir ráða yfir mörgum námum í austurhluta Kongó og hafa leiðtogar þeirra auðgast með því að selja málma og gull til milliliða. Purusi sagði við fjölmiðla að sumir þessara eðalmálmasala séu í samskiptum við áhrifafólk í höfuðborginni Kinshasa og það sé ástæðan fyrir því að þessi nýjasta lögregluaðgerð var framkvæmd leynilega. Handtakan byggð á ábendingu og fannst fengurinn eftir mikla leit í bílum mannanna skammt frá landamærunum að Rúanda. Menn sigta jarðveginn í leit að gulli í norðausturhluta Kongó.Getty Sautján Kínverjum sleppt úr haldi Ríkisstjórinn sagði blaðamönnum í síðasta mánuði að hann hefði verið hneykslaður að heyra að sautján Kínverjar, sem höfðu verið handteknir vegna gruns um að þeir rækju ólöglega gullnámu, hefðu verið frelsaðir og þeim leyft að snúa aftur til Kína. Þetta græfi undan tilraunum yfirvalda til að hreinsa til í þessum iðnaði landsins. Reuters hafði eftir Purusi að mennirnir hefðu skuldað tíu milljónir Bandaríkjadala (um það bil 1,4 milljarðar) í skatta og sektir til ríkisstjórnar Kongó. Kínverjar hafa ekki svarað ásökunum. Gull er gull, hver sem á því heldur.Getty
Austur-Kongó Kína Námuvinnsla Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Sjá meira