Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 6. janúar 2025 00:03 Elon Musk sýnir Donald Trump eldflaug á vegum Space X. Musk hefur verið hægri hönd forsetans tilvonandi og býr núna í koti á sveitasetri Trump í Mar-a-Lago. Getty Auðjöfurinn Elon Musk, hægri hönd Donald Trump í forsetakosningunum, reynir nú að beita áhrifum sínum til að styðja við þýska fjarhægriflokkinn AfD og hvetja Bretakonung til að leysa upp breska þingið. Kanslari Þýskalands varar fólk við því að fóðra tröllið. Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, hefur verið ítrekað gagnrýndur af hinum suður-afríska Musk undanfarna mánuði. Þegar miðju-vinstri-bandalag Scholz féll saman í nóvember síðastliðnum kallaði Musk kanslarann fífl á þýsku á samfélagsmiðli sínum X. Þegar fimm voru drepnir og meira en 200 særðust í árás hægrisinnaðs sádí-arabísks manns kallaði Musk eftir afsögn kanslarans og sagði hann vanhæft fífl. Scholz should resign immediately. Incompetent fool.— Elon Musk (@elonmusk) December 20, 2024 Daginn fyrir gamlársdag 2024 birti Musk aðra færslu á X þar sem hann sagði „Kanslarinn Oaf Schitz eða hvað sem hann heitir mun tapa“ og átti þar við þingkosningarnar 23. febrúar 2025. Oaf Schitz er reyndar nokkuð góður orðaleikur, „oaf“ þýðir auli og „schits“ hljómar auðvitað eins og skítur. Neitar að fóðra tröllið Scholz var spurður út í svívirðingar Musk í viðtali í vikunni og var svar hans einfalt: „Reglan er: Ekki fóðra tröllið“. Þá sagði hann nauðsynlegt að viðhalda ró sinni. „Sem sósíal-demókratar höfum við lengi verið vön þeirri staðreynd að það eru til ríkir fjölmiðlafrumkvöðlar sem kunna ekki að meta sósíal-demókratíska pólitík - og fela ekki skoðanir sínar.“ Vantraust á hendur Olaf Scholz, kanslara Þýskalands, var samþykkt í þýska þinginu 16. desember og í kjölfarið boðað til kosninga.AP/Denes Erdos Hann sagðist ekki mundu reyna að eiga í samskiptum við Musk, sem hefur lýst yfir stuðningi við Valkost fyrir Þýskaland (AfD) í kosningunum í febrúar og ætlar að vera með viðtal í beinni útsendingu við Alice Weidel, fulltrúa flokksins til kanslara. Þetta er í fyrsta sinn sem Scholz svarar Musk beint. Fyrir nokkrum dögum brýndi hann hins vegar fyrir fólki að „láta ekki eigendur samfélagsmiðla“ hafa áhrif á niðurstöðu kosninganna í nýársávarpi sínu. Hann minntist þá hvorki á Musk né X. Lýsti yfir stuðningi við „síðasta vonarneista“ Þýskalands Scholz kaus að einblína frekar á stuðning Musk við AfD en gagnrýni hans á kanslarann í viðtalinu. „Það sem veldur mér meiri áhyggjum en slíkar svívirðingar er stuðningur Musk við flokk eins og AfD, sem er að hluta til hægriöfgaflokkur, sem boðar sættir við Rússland Pútíns og vill veikja samskipti yfir Atlantshafið,“ sagði hann í viðtalinu. Yfirlýsingar Musk hafa verið harðlega gagnrýndar í Þýskalandi og hann sagður reyna að hafa áhrif á niðurstöður kosninganna. „Aðeins AfD getur bjargað Þýskalandi,“ skrifaði Musk í færslu á X nokkrum mánuðum eftir að AfD var rekið úr bandalagi fjarhægriflokka eftir hrinu hneykslismála. Meðal þeirra voru ummæli Maximilian Krah, leiðtoga AfD á Evrópuþinginu, um að ekki allir nasistar hefðu verið stríðsglæpamenn og notkun annars flokksfélaga, Björn Höcke, á slagorði nasista. Musk ítrekaði stuðning sinn við AfD með skoðanapistli í dagblaðið Welt am Sonntag þar sem hann sagði flokkinn „síðasta vonarneista“ Þýskalands. AfD mælist þessa dagana annar stærsti flokkur Þýskalands í skoðanakönnunum en slík niðurstaða gæti flækt stjórnarmyndun verulega þar sem margir flokkar hafa lýst því yfir að þeir hyggist ekki vinna með AfD á ríkis- eða sveitastjórnarstigi. Scholz hafnaði einnig yfirlýsingum Musk þess efnis að Frank-Walter Steinmeier, forseti Þýskalands, væri „andlýðræðislegur einræðisherra“ og sagði: „Í Þýskalandi sigrar vilji fólksins, ekki reikul ummæli milljarðarmærings frá Bandaríkjunum“. Hvatti konung til að leysa upp þingið Musk hefur frá því að hann varð eigandi Twitter og breytti nafni hans í X notað miðilinn til að dreifa skoðunum sínum sem víðast. Eftir að hafa eytt rúmlega 250 milljónum Bandaríkjadala til að styðja við kosningasigur Donalds Trump hefur Musk beitt áhrifum sínum til að styðja öfgahægriflokka vítt og breitt um álfuna og um leið gagnrýnt leiðtoga miðju-vinstri flokka. Nýverið hefur hann reynt að hafa afskipti af breskum stjórnmálum. Á föstudaginn hvatti hann Karl III Bretakonung til að leysa upp breska þingið og gagnrýndi ríkisstjórn Keir Starmer vegna aðgerðarleysis í tælingarmálum barna. Wes Streeting, heilbrigðisráðherra Breta, sagði ummæli Musk misráðin. Tælingarmálið má rekja til dóms yfir níu mönnum í Rochdale árið 2012 sem höfðu búið til kynlífshring og tælt tugi barna á árunum 2004 til 2012. Skýrsla frá því í janúar á síðasta ári hefur varpað ljósi á kerfislaga galla sem gerðu það að verkum að fjöldi manna slapp og enn fleiri voru aldrei rannsakaðir. Musk ósáttur við Farage Eftir fréttaflutning af því að Musk hygðist styrkja hægriflokkinn Reform UK um hundrað milljónir Bandaríkjadala og formaður flokksins, Nigel Farage, lýsti því yfir að hann og Musk væru vinir virðist hafa kastast í kekki á milli þeirra tveggja. Sjá einnig: Dorrit hvetur Nigel Farage til dáða Musk lýsti því yfir í færslu á X að Reform þyrftu nýjan leiðtoga og að Farage hefði ekki það sem þyrfti til að leiða flokkinn. Hann útskýrði þó ekkert frekar hver ástæðan væri. Farage svaraði Musk og skýrði að ósætti þeirra tengdist hægrisinnaða aðgerðarsinnanum Tommy Robinson sem hefur lýst yfir and-íslömskum viðhorfum og var dæmdur í átján mánaða fangelsi fyrir að vanvirða breska dómstóla. Farage sagði ummæli Musk koma sér á óvart en hann myndi hins vegar aldrei svíkja prinsipp sín og teldi Robinson ekki réttan fyrir Reform. Well, this is a surprise! Elon is a remarkable individual but on this I am afraid I disagree. My view remains that Tommy Robinson is not right for Reform and I never sell out my principles. https://t.co/V7iccN6usS— Nigel Farage MP (@Nigel_Farage) January 5, 2025 Skömmu eftir að Farage svaraði Musk birti sá síðarnefndi færslu á X þar sem sagði: „Frelsið Tommy Robinson núna“. Á sunnudag sagði Farage í viðtali að hann ætlaði sér að ræða við Musk um ýmis málefni á innsetningu Donald Trump í embætti Bandaríkjaforseta þann 20. janúar næstkomandi. Kosningar í Þýskalandi Þýskaland Bandaríkin Samfélagsmiðlar Bretland Mest lesið Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Fleiri fréttir Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu Sjá meira
Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, hefur verið ítrekað gagnrýndur af hinum suður-afríska Musk undanfarna mánuði. Þegar miðju-vinstri-bandalag Scholz féll saman í nóvember síðastliðnum kallaði Musk kanslarann fífl á þýsku á samfélagsmiðli sínum X. Þegar fimm voru drepnir og meira en 200 særðust í árás hægrisinnaðs sádí-arabísks manns kallaði Musk eftir afsögn kanslarans og sagði hann vanhæft fífl. Scholz should resign immediately. Incompetent fool.— Elon Musk (@elonmusk) December 20, 2024 Daginn fyrir gamlársdag 2024 birti Musk aðra færslu á X þar sem hann sagði „Kanslarinn Oaf Schitz eða hvað sem hann heitir mun tapa“ og átti þar við þingkosningarnar 23. febrúar 2025. Oaf Schitz er reyndar nokkuð góður orðaleikur, „oaf“ þýðir auli og „schits“ hljómar auðvitað eins og skítur. Neitar að fóðra tröllið Scholz var spurður út í svívirðingar Musk í viðtali í vikunni og var svar hans einfalt: „Reglan er: Ekki fóðra tröllið“. Þá sagði hann nauðsynlegt að viðhalda ró sinni. „Sem sósíal-demókratar höfum við lengi verið vön þeirri staðreynd að það eru til ríkir fjölmiðlafrumkvöðlar sem kunna ekki að meta sósíal-demókratíska pólitík - og fela ekki skoðanir sínar.“ Vantraust á hendur Olaf Scholz, kanslara Þýskalands, var samþykkt í þýska þinginu 16. desember og í kjölfarið boðað til kosninga.AP/Denes Erdos Hann sagðist ekki mundu reyna að eiga í samskiptum við Musk, sem hefur lýst yfir stuðningi við Valkost fyrir Þýskaland (AfD) í kosningunum í febrúar og ætlar að vera með viðtal í beinni útsendingu við Alice Weidel, fulltrúa flokksins til kanslara. Þetta er í fyrsta sinn sem Scholz svarar Musk beint. Fyrir nokkrum dögum brýndi hann hins vegar fyrir fólki að „láta ekki eigendur samfélagsmiðla“ hafa áhrif á niðurstöðu kosninganna í nýársávarpi sínu. Hann minntist þá hvorki á Musk né X. Lýsti yfir stuðningi við „síðasta vonarneista“ Þýskalands Scholz kaus að einblína frekar á stuðning Musk við AfD en gagnrýni hans á kanslarann í viðtalinu. „Það sem veldur mér meiri áhyggjum en slíkar svívirðingar er stuðningur Musk við flokk eins og AfD, sem er að hluta til hægriöfgaflokkur, sem boðar sættir við Rússland Pútíns og vill veikja samskipti yfir Atlantshafið,“ sagði hann í viðtalinu. Yfirlýsingar Musk hafa verið harðlega gagnrýndar í Þýskalandi og hann sagður reyna að hafa áhrif á niðurstöður kosninganna. „Aðeins AfD getur bjargað Þýskalandi,“ skrifaði Musk í færslu á X nokkrum mánuðum eftir að AfD var rekið úr bandalagi fjarhægriflokka eftir hrinu hneykslismála. Meðal þeirra voru ummæli Maximilian Krah, leiðtoga AfD á Evrópuþinginu, um að ekki allir nasistar hefðu verið stríðsglæpamenn og notkun annars flokksfélaga, Björn Höcke, á slagorði nasista. Musk ítrekaði stuðning sinn við AfD með skoðanapistli í dagblaðið Welt am Sonntag þar sem hann sagði flokkinn „síðasta vonarneista“ Þýskalands. AfD mælist þessa dagana annar stærsti flokkur Þýskalands í skoðanakönnunum en slík niðurstaða gæti flækt stjórnarmyndun verulega þar sem margir flokkar hafa lýst því yfir að þeir hyggist ekki vinna með AfD á ríkis- eða sveitastjórnarstigi. Scholz hafnaði einnig yfirlýsingum Musk þess efnis að Frank-Walter Steinmeier, forseti Þýskalands, væri „andlýðræðislegur einræðisherra“ og sagði: „Í Þýskalandi sigrar vilji fólksins, ekki reikul ummæli milljarðarmærings frá Bandaríkjunum“. Hvatti konung til að leysa upp þingið Musk hefur frá því að hann varð eigandi Twitter og breytti nafni hans í X notað miðilinn til að dreifa skoðunum sínum sem víðast. Eftir að hafa eytt rúmlega 250 milljónum Bandaríkjadala til að styðja við kosningasigur Donalds Trump hefur Musk beitt áhrifum sínum til að styðja öfgahægriflokka vítt og breitt um álfuna og um leið gagnrýnt leiðtoga miðju-vinstri flokka. Nýverið hefur hann reynt að hafa afskipti af breskum stjórnmálum. Á föstudaginn hvatti hann Karl III Bretakonung til að leysa upp breska þingið og gagnrýndi ríkisstjórn Keir Starmer vegna aðgerðarleysis í tælingarmálum barna. Wes Streeting, heilbrigðisráðherra Breta, sagði ummæli Musk misráðin. Tælingarmálið má rekja til dóms yfir níu mönnum í Rochdale árið 2012 sem höfðu búið til kynlífshring og tælt tugi barna á árunum 2004 til 2012. Skýrsla frá því í janúar á síðasta ári hefur varpað ljósi á kerfislaga galla sem gerðu það að verkum að fjöldi manna slapp og enn fleiri voru aldrei rannsakaðir. Musk ósáttur við Farage Eftir fréttaflutning af því að Musk hygðist styrkja hægriflokkinn Reform UK um hundrað milljónir Bandaríkjadala og formaður flokksins, Nigel Farage, lýsti því yfir að hann og Musk væru vinir virðist hafa kastast í kekki á milli þeirra tveggja. Sjá einnig: Dorrit hvetur Nigel Farage til dáða Musk lýsti því yfir í færslu á X að Reform þyrftu nýjan leiðtoga og að Farage hefði ekki það sem þyrfti til að leiða flokkinn. Hann útskýrði þó ekkert frekar hver ástæðan væri. Farage svaraði Musk og skýrði að ósætti þeirra tengdist hægrisinnaða aðgerðarsinnanum Tommy Robinson sem hefur lýst yfir and-íslömskum viðhorfum og var dæmdur í átján mánaða fangelsi fyrir að vanvirða breska dómstóla. Farage sagði ummæli Musk koma sér á óvart en hann myndi hins vegar aldrei svíkja prinsipp sín og teldi Robinson ekki réttan fyrir Reform. Well, this is a surprise! Elon is a remarkable individual but on this I am afraid I disagree. My view remains that Tommy Robinson is not right for Reform and I never sell out my principles. https://t.co/V7iccN6usS— Nigel Farage MP (@Nigel_Farage) January 5, 2025 Skömmu eftir að Farage svaraði Musk birti sá síðarnefndi færslu á X þar sem sagði: „Frelsið Tommy Robinson núna“. Á sunnudag sagði Farage í viðtali að hann ætlaði sér að ræða við Musk um ýmis málefni á innsetningu Donald Trump í embætti Bandaríkjaforseta þann 20. janúar næstkomandi.
Kosningar í Þýskalandi Þýskaland Bandaríkin Samfélagsmiðlar Bretland Mest lesið Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Fleiri fréttir Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu Sjá meira