Frá þessu er greint í yfirliti lögreglu yfir verkefni næturinnar en ekki fylgir sögunni hvort maðurinn fékk vinninginn í hendurnar eða ekki.
Lögregla var einnig kölluð til vegna slagsmála í verslun í Kópavogi og tvö umferðaslys í póstnúmerinu 105.
Þá tilkynnti húsráðandi á höfuðborgarsvæðinu að tveir einstaklingar væru nú á svölunum hjá sér að reyna að stela gaskút. Seinna sama kvöld barst önnur tilkynning um sömu aðila við sömu iðju á öðrum stað.
Þeir hafa ekki fundist.
Einn var stöðvaður í umferðinni grunaður um akstur undir áhrifum og annar sem reyndist hafa verið sviptur ökuréttindunum.