Innlent

Hildur á­fram þing­flokks­for­maður

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Hildur Sverrisdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, verður áfram þingflokksformaður flokksins þegar þing kemur saman
Hildur Sverrisdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, verður áfram þingflokksformaður flokksins þegar þing kemur saman Vísir/Vilhelm

Hildur Sverrisdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, verður áfram þingflokksformaður flokksins þegar þing kemur saman. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins tilkynnti um þetta á þingflokksfundi í dag. 

Þetta staðfestir Hildur við Vísi.

Hildur tók við sem þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins þegar Óli Björn Kárason hætti sem þingflokksformaður í september 2023. 

Hildur hefur verið þingmaður Sjálfstæðisflokksins óslitið frá 2021 en hún átti einnig sæti á þingi 2017 og hefur gegnt varaþingmennsku.

Fleiri tíðindi bárust innan úr Sjálfstæðisflokknum í dag en Bjarni Benediktsson formaður flokksins tilkynnti áðan að hann muni ekki sækjast áfram eftir formennsku í flokknum og ætlar að hætta á þingi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×