Þátturinn var á dagskrá Stöðvar 2 Sports 2 í gærkvöldi. OKC hefur núna unnið fimmtán leiki í röð sem er lengsta sigurgangan í sögu félagsins.
„Við megum síðan ekki gleyma því að þeir eiga þrettán valrétti í fyrstu umferð næstu fimm ár. Þeir geta alltaf stokkið inn og tekið einhverja stjörnu fyrir valrétti,“ segir Leifur Steinn einn af sérfræðingum þáttarins.
„Þetta er samt enn þá alltaf Oklahoma og þetta lið þarf alltaf að komast yfir risastóran hjalla þó að liðið vinni 60 til 65 leiki, þá er mér drullusama,“ segir Hörður Unnsteinsson.
Hér að neðan má sjá umræðuna úr þætti gærkvöldsins.