Innlent

Fimm sækjast eftir em­bætti Land­læknis

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
María Heimisdóttir og Ólafur Baldursson eru á meðal umsækjenda.
María Heimisdóttir og Ólafur Baldursson eru á meðal umsækjenda. vísir

Fimm sóttu um stöðu embættis Landlæknis sem auglýst var laust til umsóknar um miðjan desember síðastliðinn. Alma Möller fyrrverandi Landlæknir mun skipa í embættið til fimm ára í senn að undangegnu mati sérstakrar nefndar.

Embættið var auglýst eftir að ljóst yrði að Alma myndi taka sæti á næsta löggjafarþingi fyrir Samfylkinguna. Þá tók hún sæti í ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur fyrir áramót sem heilbrigðisráðherra og skipar því sjálf eftirmann sinn. 

Umsóknarfrestur rann út í gær og eru umsækjendur eftirfarandi:

  • Björg Þorsteinsdóttir, læknir/ráðgjafi
  • Eik Haraldsdóttir, lífeindafræðingur
  • Elísabet Benedikz, yfirlæknir
  • María Heimisdóttir, yfirlæknir
  • Ólafur Baldursson, sérfræðingur (framkvæmdastjóri lækninga í leyfi)



Fleiri fréttir

Sjá meira


×