Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar 8. janúar 2025 08:32 „Flokkur fólksins nær ekki inn á þing!“ var vinsæl fyrirsögn hjá fjölmiðlum í aðdraganda alþingiskosninganna árið 2021. Könnunarfyrirtækið Maskína birti reglulega kannanir sem spáðu að flokkurinn myndi ekki ná 5% fylgi í kosningunum. Ef svo hefði farið voru nær engar líkur á að flokkurinn fengi kjörinn þingmann. Ýmsir aðilar hvöttu kjósendur til að „sóa ekki atkvæði sínu“ í Flokk fólksins sem myndi hvort eð er ekki ná inn á þing og bentu á því til stuðnings niðurstöður skoðanakannanna Maskínu. Daginn fyrir kjördag mældi Maskína svo Flokk fólksins með 6,1% fylgi en upp úr kjörkössunum fékk flokkurinn hins vegar tæp 9 prósent atkvæða og sex kjördæmakjörna þingmenn. Flokkurinn var því vanmetinn um nær 44% í síðustu könnun Maskínu fyrir kjördag 2021. Sagan endurtók sig í Alþingiskosningunum 30. nóvember. Daginn fyrir kjördag birti Maskína könnun sem sýndi 9,1% fylgi Flokks fólksins, en upp úr kjörkössunum fékk flokkurinn tæp 14%. Flokkurinn var því vanmetinn um 52%. Fyrir skömmu birti Maskína fyrstu könnun sína eftir kosningar, þar sem fylgi Flokks fólksins mældist 10,6 prósent, eða 1,5 prósentum hærra en í síðustu könnun fyrir kjördag. Mætti því draga þá ályktun að stuðningur við flokkinn hefði aukist milli mánaða. Fyrirsögn Vísis og fréttastofu Stöðvar 2 var engu að síður: „Flokkur Fólksins dalar eftir kosningar.” En hvernig fékkst þessi fyrirsögn? Jú, nýjasta könnun Maskínu var nefnilega borin saman við það sem Flokkur Fólksins fékk upp úr kjörkössunum. Engin tilraun var gerð til að benda á raunverulega hækkun á mældu fylgi Flokks fólksins um 1,5 prósent á milli kannana, né var því veitt athygli að Maskína hefur ávallt vanmælt fylgi flokksins stórkostlega. Heldur var ýjað að því að kjósendur flokksins væru ósáttir við flokkinn og stjórnarmyndun. Það er bráðnauðsynlegt að auka bæði fagleg vinnubrögð mælingaraðila sem teikna ítrekað rammskakka mynd af almenningsáliti og samhliða því draga úr villandi fréttaflutningi. Fjölmiðlar bera mikla ábyrgð á því hvernig fyrirsagnir og umfjöllun móta almenningsálit og þjóðfélagsumræðuna og ættu að vanda verulega til verka. Margir kjósendur kjósa nú taktískt, sem gerir það enn varhugaverðara að setja of mikið traust á könnunaraðila eins og Maskínu sem hafa ítrekað sýnt miklar skekkjur – bæði með ofmælingum og vanmælingum á stjórnmálaflokkum. Höfundur er framkvæmdastjóri Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flokkur fólksins Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Skoðanakannanir Mest lesið Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
„Flokkur fólksins nær ekki inn á þing!“ var vinsæl fyrirsögn hjá fjölmiðlum í aðdraganda alþingiskosninganna árið 2021. Könnunarfyrirtækið Maskína birti reglulega kannanir sem spáðu að flokkurinn myndi ekki ná 5% fylgi í kosningunum. Ef svo hefði farið voru nær engar líkur á að flokkurinn fengi kjörinn þingmann. Ýmsir aðilar hvöttu kjósendur til að „sóa ekki atkvæði sínu“ í Flokk fólksins sem myndi hvort eð er ekki ná inn á þing og bentu á því til stuðnings niðurstöður skoðanakannanna Maskínu. Daginn fyrir kjördag mældi Maskína svo Flokk fólksins með 6,1% fylgi en upp úr kjörkössunum fékk flokkurinn hins vegar tæp 9 prósent atkvæða og sex kjördæmakjörna þingmenn. Flokkurinn var því vanmetinn um nær 44% í síðustu könnun Maskínu fyrir kjördag 2021. Sagan endurtók sig í Alþingiskosningunum 30. nóvember. Daginn fyrir kjördag birti Maskína könnun sem sýndi 9,1% fylgi Flokks fólksins, en upp úr kjörkössunum fékk flokkurinn tæp 14%. Flokkurinn var því vanmetinn um 52%. Fyrir skömmu birti Maskína fyrstu könnun sína eftir kosningar, þar sem fylgi Flokks fólksins mældist 10,6 prósent, eða 1,5 prósentum hærra en í síðustu könnun fyrir kjördag. Mætti því draga þá ályktun að stuðningur við flokkinn hefði aukist milli mánaða. Fyrirsögn Vísis og fréttastofu Stöðvar 2 var engu að síður: „Flokkur Fólksins dalar eftir kosningar.” En hvernig fékkst þessi fyrirsögn? Jú, nýjasta könnun Maskínu var nefnilega borin saman við það sem Flokkur Fólksins fékk upp úr kjörkössunum. Engin tilraun var gerð til að benda á raunverulega hækkun á mældu fylgi Flokks fólksins um 1,5 prósent á milli kannana, né var því veitt athygli að Maskína hefur ávallt vanmælt fylgi flokksins stórkostlega. Heldur var ýjað að því að kjósendur flokksins væru ósáttir við flokkinn og stjórnarmyndun. Það er bráðnauðsynlegt að auka bæði fagleg vinnubrögð mælingaraðila sem teikna ítrekað rammskakka mynd af almenningsáliti og samhliða því draga úr villandi fréttaflutningi. Fjölmiðlar bera mikla ábyrgð á því hvernig fyrirsagnir og umfjöllun móta almenningsálit og þjóðfélagsumræðuna og ættu að vanda verulega til verka. Margir kjósendur kjósa nú taktískt, sem gerir það enn varhugaverðara að setja of mikið traust á könnunaraðila eins og Maskínu sem hafa ítrekað sýnt miklar skekkjur – bæði með ofmælingum og vanmælingum á stjórnmálaflokkum. Höfundur er framkvæmdastjóri Flokks fólksins.
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun