Ætlar að hitta kónginn í dag Samúel Karl Ólason skrifar 8. janúar 2025 09:39 Múte B. Egede, formaður landstjórnar Grænlands. Facebook Múte B. Egede, formaður landstjórnar Grænlands, mun hitta danska konunginn í dag þó fundurinn verði seinna en til stóð. Hætt var við fund þeirra á mánudaginn, á svipuðum tíma og fregnir bárust af því að Donald Trump yngri væri á leið til Grænlands eftir að faðir hans, verðandi forseti Bandaríkjanna, hafði talað um það að Bandaríkin ættu að eignast eyríkið. Upprunalega átti Egede að funda með Friðrik konungi klukkan tíu í dag, að dönskum tíma, en nú á nýr fundur að eiga sér stað klukkan tvö, samkvæmt frétt DR. Það er klukkan eitt að íslenskum tíma. Það að hætt var við fund Egeda og Friðriks á mánudaginn var af mörgum talið vandræðalegt fyrir kónginn. Sjá einnig: Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Fundurinn mun fara fram í skugga ummæla Trumps frá því í gær þegar hann hótaði því að beita Dani umfangsmiklum tollum til að þvinga þá til að láta Grænland af hendi og neitaði að útiloka að beita hervaldi til að öðlast eyjuna. Sjá einnig: Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Blaðamaður DR náði tali af Egede þegar hann lenti í Kaupmannahöfn í gærkvöldi. Hann sagðist líta ummæli Trumps alvarlegum augum. Að öðru leyti tjáði hann sig lítið um ummælin. Áður en Trump neitaði að útiloka hernaðaríhlutun skrifaði Egeda á Facebook að Grænland tilheyrði Grænlendingum. Framtíð Grænlendinga og barátta þeirra um sjálfstæði væri þeirra mál en öðrum, eins og Dönum og Bandaríkjamönnum, væri frjálst að hafa skoðun á stöðu Grænlands. Hann sagði unnið að því á hverjum degi að gera Grænland sjálfstætt og Grænlendingar gætu og ættu að vinna með öðrum ríkjum. Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, sló á svipaða strengi í gær og sagði framtíð Grænlands vera í höndum Grænlendinga. Öll umræða um hana eigi að hefjast og enda í Nuuk. Fréttin hefur verið uppfærð vaðrandi tímamuninn á Íslandi og Danmörku. Grænland Danmörk Bandaríkin Donald Trump Friðrik X Danakonungur Kóngafólk Tengdar fréttir Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, segir framtíð Grænlands vera í höndum Grænlands. Öll umræða um framtíð Grænlendinga eigi að hefjast og enda í Nuuk. 7. janúar 2025 20:34 Trump yngri á leið til Grænlands Sonur verðandi forseta Bandaríkjanna er á leið til Grænlands. Trump hefur nýlega viðrað aftur hugmyndir sínar um að kaupa Grænland. 6. janúar 2025 22:02 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Svona skipta oddvitarnir stólunum Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Upprunalega átti Egede að funda með Friðrik konungi klukkan tíu í dag, að dönskum tíma, en nú á nýr fundur að eiga sér stað klukkan tvö, samkvæmt frétt DR. Það er klukkan eitt að íslenskum tíma. Það að hætt var við fund Egeda og Friðriks á mánudaginn var af mörgum talið vandræðalegt fyrir kónginn. Sjá einnig: Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Fundurinn mun fara fram í skugga ummæla Trumps frá því í gær þegar hann hótaði því að beita Dani umfangsmiklum tollum til að þvinga þá til að láta Grænland af hendi og neitaði að útiloka að beita hervaldi til að öðlast eyjuna. Sjá einnig: Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Blaðamaður DR náði tali af Egede þegar hann lenti í Kaupmannahöfn í gærkvöldi. Hann sagðist líta ummæli Trumps alvarlegum augum. Að öðru leyti tjáði hann sig lítið um ummælin. Áður en Trump neitaði að útiloka hernaðaríhlutun skrifaði Egeda á Facebook að Grænland tilheyrði Grænlendingum. Framtíð Grænlendinga og barátta þeirra um sjálfstæði væri þeirra mál en öðrum, eins og Dönum og Bandaríkjamönnum, væri frjálst að hafa skoðun á stöðu Grænlands. Hann sagði unnið að því á hverjum degi að gera Grænland sjálfstætt og Grænlendingar gætu og ættu að vinna með öðrum ríkjum. Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, sló á svipaða strengi í gær og sagði framtíð Grænlands vera í höndum Grænlendinga. Öll umræða um hana eigi að hefjast og enda í Nuuk. Fréttin hefur verið uppfærð vaðrandi tímamuninn á Íslandi og Danmörku.
Grænland Danmörk Bandaríkin Donald Trump Friðrik X Danakonungur Kóngafólk Tengdar fréttir Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, segir framtíð Grænlands vera í höndum Grænlands. Öll umræða um framtíð Grænlendinga eigi að hefjast og enda í Nuuk. 7. janúar 2025 20:34 Trump yngri á leið til Grænlands Sonur verðandi forseta Bandaríkjanna er á leið til Grænlands. Trump hefur nýlega viðrað aftur hugmyndir sínar um að kaupa Grænland. 6. janúar 2025 22:02 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Svona skipta oddvitarnir stólunum Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, segir framtíð Grænlands vera í höndum Grænlands. Öll umræða um framtíð Grænlendinga eigi að hefjast og enda í Nuuk. 7. janúar 2025 20:34
Trump yngri á leið til Grænlands Sonur verðandi forseta Bandaríkjanna er á leið til Grænlands. Trump hefur nýlega viðrað aftur hugmyndir sínar um að kaupa Grænland. 6. janúar 2025 22:02