Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar 8. janúar 2025 10:32 Það er áhugavert, jafnvel kaldhæðnislegt, að fylgjast með þeim sem hafna vísindum þegar þau segja okkur óþægilegar staðreyndir, en grípa á lofti vísindalegar fullyrðingar ef þær henta hugmyndafræði þeirra. Þetta ósamræmi er áberandi í umræðum um loftslagsbreytingar og jafnvel samfélagsmál eins og kynvitund. Vísindin hafa leitt í ljós ótrúlega flókið kerfi alheimsins. Til dæmis sýna rannsóknir að svarthol geta sveigt tímarúmið svo mikið að þau virka sem „göng“ milli tíma og rúms, og þyngdaraflið þeirra er svo sterkt að ekkert sleppur, ekki einu sinni ljós. Á sama hátt sýnir skammtafræði okkur að agnir geta verið á fleiri en einum stað í einu, hugmynd sem brýtur algjörlega gegn eðlilegri skynsemi. Þessar staðreyndir vekja upp spurningar um hvernig við skiljum veruleikann. Þrátt fyrir að þær séu flóknar og erfitt sé að meðtaka þær, treysta flestir á niðurstöður vísindanna í þessum efnum. Hvers vegna ætti þá sami vísindalegi grunnur ekki að eiga við um loftslagsbreytingar eða önnur félagsleg og umhverfisleg málefni? Þegar vísindin styðja „þægilega“ hugmyndafræði Margir sem hafna loftslagsbreytingum gera það oft vegna þess að niðurstöðurnar kalla á breytingar sem ógnar hagsmunum þeirra eða lífsstíl. Sama fólk vísar hins vegar stundum í „vísindalegar staðreyndir“ til að styðja einfaldaða fullyrðingu um að það séu aðeins tvö kyn, líkt og vísindin séu aðeins „rétt“ þegar þau passa við fyrirfram ákveðnar hugmyndir. En líkt og alheimurinn er ekki einfaldur, eru kyn og loftslag heldur ekki einfaldar tvíhyggjuhugmyndir. Vísindin hafa sýnt fram á að kynvitund og líffræðilegt kyn eru flóknari en tvískipting karls og konu. Á sama hátt hafa vísindin staðfest að loftslagið er að breytast og athafnir manna hafa haft afgerandi áhrif á þá þróun. Þægindi umfram sannindi Afneitun loftslagsbreytinga og valkvæmni í því hvaða vísindi fólk viðurkennir, snýst oft meira um hugmyndafræði og pólitík en raunveruleg gögn. Að hafna vísindum sem krefjast breytinga, en velja þau þegar þau passa við skoðanir, er óheiðarlegt og hættulegt. Það gerir okkur ónæm fyrir áskorunum sem krefjast sameiginlegra lausna. Við vitum að ljós frá fjarlægum stjörnum gerir okkur kleift að horfa milljarða ára aftur í tímann og sjá upphaf alheimsins. Með sama hætti gefa vísindin okkur ótvíræð gögn um að hnattræn hlýnun sé knúin áfram af athöfnum manna. Að samþykkja annað en hafna hinu af hugmyndafræðilegum ástæðum er ekki rökrétt. Að virða vísindin þýðir ekki að velja aðeins það sem hentar okkur. Það þýðir að viðurkenna staðreyndir, horfast í augu við flókin sannindi og vera tilbúin að taka erfiðar ákvarðanir. Alheimurinn sýnir okkur að raunveruleikinn er ekki alltaf auðveldur að skilja, en vísindin hjálpa okkur að sigla í gegnum þessa flækju með gagnreyndum lausnum. Við lifum á tímum þar sem staðreyndir skipta meira máli en nokkru sinni fyrr þar sem mikið af fölskum fullyrðingum og öðrum falsupplýsingum eru í umferð. Loftslagsbreytingar eru raunverulegar og krefjast tafarlausra aðgerða. Vísindi hafa sýnt fram á þetta, rétt eins og þau hafa afhjúpað leyndardóma svarthola, skammtafræðinnar og upphafs alheimsins. Spurningin er, getum við viðurkennt vísindin í heild sinni, eða viljum við bara velja það sem hentar okkar eigin sannfæringu? Höfundur er umhverfis- og auðlindafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur Logi Jóhannsson Vísindi Mest lesið Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Það er áhugavert, jafnvel kaldhæðnislegt, að fylgjast með þeim sem hafna vísindum þegar þau segja okkur óþægilegar staðreyndir, en grípa á lofti vísindalegar fullyrðingar ef þær henta hugmyndafræði þeirra. Þetta ósamræmi er áberandi í umræðum um loftslagsbreytingar og jafnvel samfélagsmál eins og kynvitund. Vísindin hafa leitt í ljós ótrúlega flókið kerfi alheimsins. Til dæmis sýna rannsóknir að svarthol geta sveigt tímarúmið svo mikið að þau virka sem „göng“ milli tíma og rúms, og þyngdaraflið þeirra er svo sterkt að ekkert sleppur, ekki einu sinni ljós. Á sama hátt sýnir skammtafræði okkur að agnir geta verið á fleiri en einum stað í einu, hugmynd sem brýtur algjörlega gegn eðlilegri skynsemi. Þessar staðreyndir vekja upp spurningar um hvernig við skiljum veruleikann. Þrátt fyrir að þær séu flóknar og erfitt sé að meðtaka þær, treysta flestir á niðurstöður vísindanna í þessum efnum. Hvers vegna ætti þá sami vísindalegi grunnur ekki að eiga við um loftslagsbreytingar eða önnur félagsleg og umhverfisleg málefni? Þegar vísindin styðja „þægilega“ hugmyndafræði Margir sem hafna loftslagsbreytingum gera það oft vegna þess að niðurstöðurnar kalla á breytingar sem ógnar hagsmunum þeirra eða lífsstíl. Sama fólk vísar hins vegar stundum í „vísindalegar staðreyndir“ til að styðja einfaldaða fullyrðingu um að það séu aðeins tvö kyn, líkt og vísindin séu aðeins „rétt“ þegar þau passa við fyrirfram ákveðnar hugmyndir. En líkt og alheimurinn er ekki einfaldur, eru kyn og loftslag heldur ekki einfaldar tvíhyggjuhugmyndir. Vísindin hafa sýnt fram á að kynvitund og líffræðilegt kyn eru flóknari en tvískipting karls og konu. Á sama hátt hafa vísindin staðfest að loftslagið er að breytast og athafnir manna hafa haft afgerandi áhrif á þá þróun. Þægindi umfram sannindi Afneitun loftslagsbreytinga og valkvæmni í því hvaða vísindi fólk viðurkennir, snýst oft meira um hugmyndafræði og pólitík en raunveruleg gögn. Að hafna vísindum sem krefjast breytinga, en velja þau þegar þau passa við skoðanir, er óheiðarlegt og hættulegt. Það gerir okkur ónæm fyrir áskorunum sem krefjast sameiginlegra lausna. Við vitum að ljós frá fjarlægum stjörnum gerir okkur kleift að horfa milljarða ára aftur í tímann og sjá upphaf alheimsins. Með sama hætti gefa vísindin okkur ótvíræð gögn um að hnattræn hlýnun sé knúin áfram af athöfnum manna. Að samþykkja annað en hafna hinu af hugmyndafræðilegum ástæðum er ekki rökrétt. Að virða vísindin þýðir ekki að velja aðeins það sem hentar okkur. Það þýðir að viðurkenna staðreyndir, horfast í augu við flókin sannindi og vera tilbúin að taka erfiðar ákvarðanir. Alheimurinn sýnir okkur að raunveruleikinn er ekki alltaf auðveldur að skilja, en vísindin hjálpa okkur að sigla í gegnum þessa flækju með gagnreyndum lausnum. Við lifum á tímum þar sem staðreyndir skipta meira máli en nokkru sinni fyrr þar sem mikið af fölskum fullyrðingum og öðrum falsupplýsingum eru í umferð. Loftslagsbreytingar eru raunverulegar og krefjast tafarlausra aðgerða. Vísindi hafa sýnt fram á þetta, rétt eins og þau hafa afhjúpað leyndardóma svarthola, skammtafræðinnar og upphafs alheimsins. Spurningin er, getum við viðurkennt vísindin í heild sinni, eða viljum við bara velja það sem hentar okkar eigin sannfæringu? Höfundur er umhverfis- og auðlindafræðingur.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun