Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. janúar 2025 13:45 Mike De Decker vann Grand Prix á síðasta ári. getty/Nathan Stirk Belginn Mike De Decker er æfur yfir því að gengið hafi verið framhjá honum í vali á keppendum fyrir úrvalsdeildina í pílukasti. Í gær var greint frá því hvaða átta pílukastarar fengu keppnisrétt í úrvalsdeildinni. De Decker er ekki þar á meðal. Hann er afar ósáttur við það og segir að um skandal sé að ræða. De Decker datt snemma úr leik á HM en vann Grand Prix og er fyrsti pílukastarinn í tuttugu ára sögu úrvalsdeildarinnar sem er ekki valinn til þátttöku í henni þrátt fyrir að vinna stórt sjónvarpsmót. „Að mínu mati er þetta skandall,“ sagði De Decker við Het Nieuwsblad í heimalandinu. Hann er ekki sammála mati framkvæmdastjóra úrvalsdeildarinnar, Matt Porter, um að hann sé ekki alveg tilbúinn til að taka þátt í henni. „Mér fannst sú útskýring ekki sanngjörn. Eftir sigurinn á Grand Prix sagði ég að ég væri kannski ekki tilbúinn og sé eftir því. Eftir það sannaði ég á öðrum mótum að ég geti keppt við þá bestu. Þetta gekk bara ekki upp á HM. Það var skítt og algjör synd að þetta hafi gerst þá en mér finnst ég samt vera tilbúinn.“ Skaut á Aspinall og Price De Decker finnst hann frekar hafa átt skilið að vera valinn til að keppa í úrvalsdeildinni heldur en til dæmis Nathan Aspinall og Gerwyn Price. „Þeir eiga það ekki skilið. Allt í einu komast þeir í átta manna úrslit á HM og eru komnir hingað,“ sagði De Decker. „Aspinall er bara þarna út af inngöngunni sinni og skemmtuninni og ef Price stendur sig illa fyrstu vikurnar byrjar hann aftur að kvarta. Sagt er að þú komist í úrvalsdeildina vegna úrslita en sú ekki víst ekki raunin.“ Auk Prices og Aspinalls keppa heimsmeistarinn Luke Littler, Luke Humphries, Michael van Gerwen, Rob Cross, Stephen Bunting og Chris Dobey í úrvalsdeildinni 2025. Pílukast Mest lesið Með skýr skilaboð til Arons og Gylfa: Hættið á meðan þið getið gert það sjálfir Fótbolti „Datt aldrei í hug að Arnar yrði lélegri en Arnar“ Fótbolti Frakkland verður með Íslandi í riðli Fótbolti Donni markahæstur meðan Guðmundur skoraði eitt gegn Ágústi Handbolti Umfjöllun: Ísland - Kósovó 1-3 | Aldrei verið á verri stað Fótbolti Fyrsti El Clásico sigurinn skilaði sér: „Við höfðum alltaf trú“ Sport „Ætla ekki að standa hérna og afsaka neitt“ Fótbolti Sjáðu mörkin úr leik Íslands og Kósovó Fótbolti Einkunnir Íslands: Martraðarinnkoma og fall úr B-deild Fótbolti „Mér fannst það svolítið vanta í dag“ Fótbolti Fleiri fréttir Frakkland verður með Íslandi í riðli Fyrsti El Clásico sigurinn skilaði sér: „Við höfðum alltaf trú“ Með skýr skilaboð til Arons og Gylfa: Hættið á meðan þið getið gert það sjálfir Gísli Laxdal snýr heim á Skagann Andrea og stöllur í góðri stöðu eftir fyrri leikinn „Ætla ekki að standa hérna og afsaka neitt“ „Verður að vera þolinmæði og verður að vera bjartsýni“ „Mér fannst það svolítið vanta í dag“ „Horfi enn þá mjög jákvæður á framhaldið“ „Á báðum endum vallarins ekki nógu góðir“ Heimir stýrði til sigurs og Írland heldur sér uppi Einkunnir Íslands: Martraðarinnkoma og fall úr B-deild „Datt aldrei í hug að Arnar yrði lélegri en Arnar“ Umfjöllun: Ísland - Kósovó 1-3 | Aldrei verið á verri stað Martin með tíu stoðsendingar en liðið kastaði sigrinum frá sér Sjáðu mörkin úr leik Íslands og Kósovó Valskonur taka tveggja marka tap með sér heim á Hlíðarenda Sædís með mark og stoðsendingu í opnunarleiknum Styrmir stigahæstur gegn meisturunum Alexandra lagði upp í frumrauninni Sex breytingar á byrjunarliðinu Íslenskur fjöldasöngur í Murcia Lucie setti nýtt Evrópumet og vann brons Gummi Ben og Kjartan Henry hituðu upp í Murcia Cecilía varði víti Hamilton dæmdur úr leik í Kína Máluðu Smárann rauðan Ronaldo alveg sama um eftirhermu Højlunds Græn gleði í Smáranum Mourinho mætti á bardagakvöldið hjá Gunnari Sjá meira
Í gær var greint frá því hvaða átta pílukastarar fengu keppnisrétt í úrvalsdeildinni. De Decker er ekki þar á meðal. Hann er afar ósáttur við það og segir að um skandal sé að ræða. De Decker datt snemma úr leik á HM en vann Grand Prix og er fyrsti pílukastarinn í tuttugu ára sögu úrvalsdeildarinnar sem er ekki valinn til þátttöku í henni þrátt fyrir að vinna stórt sjónvarpsmót. „Að mínu mati er þetta skandall,“ sagði De Decker við Het Nieuwsblad í heimalandinu. Hann er ekki sammála mati framkvæmdastjóra úrvalsdeildarinnar, Matt Porter, um að hann sé ekki alveg tilbúinn til að taka þátt í henni. „Mér fannst sú útskýring ekki sanngjörn. Eftir sigurinn á Grand Prix sagði ég að ég væri kannski ekki tilbúinn og sé eftir því. Eftir það sannaði ég á öðrum mótum að ég geti keppt við þá bestu. Þetta gekk bara ekki upp á HM. Það var skítt og algjör synd að þetta hafi gerst þá en mér finnst ég samt vera tilbúinn.“ Skaut á Aspinall og Price De Decker finnst hann frekar hafa átt skilið að vera valinn til að keppa í úrvalsdeildinni heldur en til dæmis Nathan Aspinall og Gerwyn Price. „Þeir eiga það ekki skilið. Allt í einu komast þeir í átta manna úrslit á HM og eru komnir hingað,“ sagði De Decker. „Aspinall er bara þarna út af inngöngunni sinni og skemmtuninni og ef Price stendur sig illa fyrstu vikurnar byrjar hann aftur að kvarta. Sagt er að þú komist í úrvalsdeildina vegna úrslita en sú ekki víst ekki raunin.“ Auk Prices og Aspinalls keppa heimsmeistarinn Luke Littler, Luke Humphries, Michael van Gerwen, Rob Cross, Stephen Bunting og Chris Dobey í úrvalsdeildinni 2025.
Pílukast Mest lesið Með skýr skilaboð til Arons og Gylfa: Hættið á meðan þið getið gert það sjálfir Fótbolti „Datt aldrei í hug að Arnar yrði lélegri en Arnar“ Fótbolti Frakkland verður með Íslandi í riðli Fótbolti Donni markahæstur meðan Guðmundur skoraði eitt gegn Ágústi Handbolti Umfjöllun: Ísland - Kósovó 1-3 | Aldrei verið á verri stað Fótbolti Fyrsti El Clásico sigurinn skilaði sér: „Við höfðum alltaf trú“ Sport „Ætla ekki að standa hérna og afsaka neitt“ Fótbolti Sjáðu mörkin úr leik Íslands og Kósovó Fótbolti Einkunnir Íslands: Martraðarinnkoma og fall úr B-deild Fótbolti „Mér fannst það svolítið vanta í dag“ Fótbolti Fleiri fréttir Frakkland verður með Íslandi í riðli Fyrsti El Clásico sigurinn skilaði sér: „Við höfðum alltaf trú“ Með skýr skilaboð til Arons og Gylfa: Hættið á meðan þið getið gert það sjálfir Gísli Laxdal snýr heim á Skagann Andrea og stöllur í góðri stöðu eftir fyrri leikinn „Ætla ekki að standa hérna og afsaka neitt“ „Verður að vera þolinmæði og verður að vera bjartsýni“ „Mér fannst það svolítið vanta í dag“ „Horfi enn þá mjög jákvæður á framhaldið“ „Á báðum endum vallarins ekki nógu góðir“ Heimir stýrði til sigurs og Írland heldur sér uppi Einkunnir Íslands: Martraðarinnkoma og fall úr B-deild „Datt aldrei í hug að Arnar yrði lélegri en Arnar“ Umfjöllun: Ísland - Kósovó 1-3 | Aldrei verið á verri stað Martin með tíu stoðsendingar en liðið kastaði sigrinum frá sér Sjáðu mörkin úr leik Íslands og Kósovó Valskonur taka tveggja marka tap með sér heim á Hlíðarenda Sædís með mark og stoðsendingu í opnunarleiknum Styrmir stigahæstur gegn meisturunum Alexandra lagði upp í frumrauninni Sex breytingar á byrjunarliðinu Íslenskur fjöldasöngur í Murcia Lucie setti nýtt Evrópumet og vann brons Gummi Ben og Kjartan Henry hituðu upp í Murcia Cecilía varði víti Hamilton dæmdur úr leik í Kína Máluðu Smárann rauðan Ronaldo alveg sama um eftirhermu Højlunds Græn gleði í Smáranum Mourinho mætti á bardagakvöldið hjá Gunnari Sjá meira