Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir og Trausti Björgvinsson skrifa 8. janúar 2025 17:02 Í dag sitjum við uppi með risavaxið grænt gímald við Álfabakka og í Hlíðarendahverfi eru íbúar að fara að missa dagsbirtu og útsýni vegna nágrannabyggingar sem er að fara að rísa. Þessi dæmi uppfylla núverandi skipulagslöggjöf og byggingarreglugerð hvað varðar dagsljós og útsýni. Dagsljós og útsýni íbúa á þessum svæðum hefur verið skert til muna með tilheyrandi afleiðingum fyrir þeirra heilsu og vellíðan. Augljóst þykir að núverandi skipulagslöggjöf og byggingarreglugerð tryggir ekki rétt fólksins til dagsljóss og útsýnis. Núverandi skipulagsreglugerð kveður á um að taka skal tillit til sólarhæðar og skuggavarps við ákvörðun um fjarlægð milli byggingarreita. Í reglugerðinni er hins vegar ekki skilgreint hvað væri ásættanlegt skuggavarp. Þegar skilagögn með deiliskipulagi eru skoðuð þá virðast hönnuðir afhenda skuggavörp á jafndægri og á sumarsólstöðum ca. á bilinu kl. 8-16. Þetta eru bestu aðstæður þar sem einungis er skoðaður tími sem sólin er hæst á lofti yfir betri helmingi ársins þegar kemur að ljósvist. Gögnunum er yfirleitt skilað í tvívídd sem sýnir hvernig skuggarnir leggjast yfir umrædda lóð og aðliggjandi lóðir. Svo virðist sem skil á gögnum um skuggavarp uppfylli kröfur núverandi skipulagsreglugerðar óháð því hversu mikið skuggavarp í raun og veru er til staðar. Þróunaraðilar mannvirkja geta því undir núverandi skipulagsreglugerð byggt án nokkurs tillits til skuggavarps því það er ekki skilgreint hversu mikið skuggavarp er ásættanlegt. Hvað er til ráða? Lausnin liggur í auknum skýrleika regluverks. Við einföldum regluverkið á þrennan hátt. Í fyrsta lagi með því að skýra hvers óskað er af hönnuðum varðandi gæði. Í öðru lagi með því að skýra hvaða gögnum þarf að skila inn til að sýna fram á gæðin og í þriðja lagi með því að skýra hvað gögnin þurfa að innihalda. Þá er hægt að yfirfara sambærileg gögn og flýta fyrir afgreiðslu. Þannig er markmiðinu náð um einfaldað regluverk. Við einföldum regluverkið með því að skilgreina ásættanlegt skuggavarp og þannig eyðum við efa og flækjustigi sem annars verður túlkunaratriði þeirra sem að koma að málinu. Því þegar kröfurnar eru óskýrar verða niðurstöðurnar eftir því og græn gímöld rísa við hliðina á íbúðarhúsnæði. Það sýnir sagan. Þegar kröfur til skuggavarps eru skýrar og byggðar á vísindalegum grunni þá er einfalt fyrir alla að meta, hanna og byggja mannvirki í sátt við nærumhverfið. Ef okkur langar til að skilgreina ásættanlegt skuggavarp væri hægt að tilgreina hvaða dagsetningar og tíma dags á að sýna skuggavörp. Það er einnig hægt að tilgreina hvar skuggarnir mega liggja og hve lengi. Sem dæmi um þetta eru viðmið í núgildandi Aðalskiplagi Reykjavíkurborgar um að helmingur dvalarsvæðis skuli vera skuggalaus þann 1. maí í fimm klukkustundir á tímabilinu kl. 9-17. Önnur lönd setja sem dæmi viðmið um að úthliðar byggingar séu skuggalausar í ákveðinn fjölda klukkutíma á dag, auk viðmiða um skuggalausa fjarlægð frá útveggjum í ákveðinn fjölda klukkustunda dagsins. Þannig er verið að skoða möguleika fyrir aðkomu sólar inn um glugga, á svalir, á gangstéttir eða garðsvæði upp við byggingar. Núverandi byggingareglugerð segir að hanna og byggja skuli þannig að öll birtuskilyrði og ljósmagn sé í fullu samræmi við þá starfsemi sem fer fram við eða innan mannvirkisins. Fyrir kröfur fyrir raflýsingu er vísað í staðal fyrir atvinnustarfsemi en fyrir dagsljós eru engar kröfur. Það eru kröfur um hve stór gluggaflötur skal vera sem hlutfall af gólffleti en það segir okkur ekkert um ljósið sem kemur inn um þá glugga þegar við erum farin að byggja fimm hæða byggingar í nokkra metra fjarlægð frá viðeigandi glugga. Í samráðsgátt stjórnvalda liggur fyrir tillaga að breytingu á byggingarreglugerð fyrir Ljósvist sem skýrir hvaða kröfur eru gerðar til að tryggja lágmarksgæði í byggingum.1 Þessar breytingartillögur þurfa að taka gildi og samráðsgáttin gerir ráð fyrir að gildistíminn sé 1. mars næst komandi. Ef sú innleiðing á að takast vel þurfa leiðbeiningar að liggja fyrir við gildistöku og ekki er hafin vinna við það að undirrituðum vitandi. Höfundar fagna því mikið að það sé yfirlýst markmið nýrrar ríkistjórnar að regluverk í mannvirkja- og skipulagsmálum verði einfaldað! Núna verður spennandi að sjá hversu hratt skýrleikinn getur komið inn til að koma í veg fyrir fleiri skipulagsslys með tilheyrandi afleiðingum fyrir kostnað og heilsu þjóðar. Höfundar eru annars vegar PHD-verkfræðingur hjá Lotu og hins vegar framkvæmdarstjóri Lotu og stuðningsmaður betri ljósvistar í lífi fólks. 1 https://island.is/samradsgatt/mal/3843 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Byggingariðnaður Skipulag Reykjavík Arkitektúr Mest lesið Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag sitjum við uppi með risavaxið grænt gímald við Álfabakka og í Hlíðarendahverfi eru íbúar að fara að missa dagsbirtu og útsýni vegna nágrannabyggingar sem er að fara að rísa. Þessi dæmi uppfylla núverandi skipulagslöggjöf og byggingarreglugerð hvað varðar dagsljós og útsýni. Dagsljós og útsýni íbúa á þessum svæðum hefur verið skert til muna með tilheyrandi afleiðingum fyrir þeirra heilsu og vellíðan. Augljóst þykir að núverandi skipulagslöggjöf og byggingarreglugerð tryggir ekki rétt fólksins til dagsljóss og útsýnis. Núverandi skipulagsreglugerð kveður á um að taka skal tillit til sólarhæðar og skuggavarps við ákvörðun um fjarlægð milli byggingarreita. Í reglugerðinni er hins vegar ekki skilgreint hvað væri ásættanlegt skuggavarp. Þegar skilagögn með deiliskipulagi eru skoðuð þá virðast hönnuðir afhenda skuggavörp á jafndægri og á sumarsólstöðum ca. á bilinu kl. 8-16. Þetta eru bestu aðstæður þar sem einungis er skoðaður tími sem sólin er hæst á lofti yfir betri helmingi ársins þegar kemur að ljósvist. Gögnunum er yfirleitt skilað í tvívídd sem sýnir hvernig skuggarnir leggjast yfir umrædda lóð og aðliggjandi lóðir. Svo virðist sem skil á gögnum um skuggavarp uppfylli kröfur núverandi skipulagsreglugerðar óháð því hversu mikið skuggavarp í raun og veru er til staðar. Þróunaraðilar mannvirkja geta því undir núverandi skipulagsreglugerð byggt án nokkurs tillits til skuggavarps því það er ekki skilgreint hversu mikið skuggavarp er ásættanlegt. Hvað er til ráða? Lausnin liggur í auknum skýrleika regluverks. Við einföldum regluverkið á þrennan hátt. Í fyrsta lagi með því að skýra hvers óskað er af hönnuðum varðandi gæði. Í öðru lagi með því að skýra hvaða gögnum þarf að skila inn til að sýna fram á gæðin og í þriðja lagi með því að skýra hvað gögnin þurfa að innihalda. Þá er hægt að yfirfara sambærileg gögn og flýta fyrir afgreiðslu. Þannig er markmiðinu náð um einfaldað regluverk. Við einföldum regluverkið með því að skilgreina ásættanlegt skuggavarp og þannig eyðum við efa og flækjustigi sem annars verður túlkunaratriði þeirra sem að koma að málinu. Því þegar kröfurnar eru óskýrar verða niðurstöðurnar eftir því og græn gímöld rísa við hliðina á íbúðarhúsnæði. Það sýnir sagan. Þegar kröfur til skuggavarps eru skýrar og byggðar á vísindalegum grunni þá er einfalt fyrir alla að meta, hanna og byggja mannvirki í sátt við nærumhverfið. Ef okkur langar til að skilgreina ásættanlegt skuggavarp væri hægt að tilgreina hvaða dagsetningar og tíma dags á að sýna skuggavörp. Það er einnig hægt að tilgreina hvar skuggarnir mega liggja og hve lengi. Sem dæmi um þetta eru viðmið í núgildandi Aðalskiplagi Reykjavíkurborgar um að helmingur dvalarsvæðis skuli vera skuggalaus þann 1. maí í fimm klukkustundir á tímabilinu kl. 9-17. Önnur lönd setja sem dæmi viðmið um að úthliðar byggingar séu skuggalausar í ákveðinn fjölda klukkutíma á dag, auk viðmiða um skuggalausa fjarlægð frá útveggjum í ákveðinn fjölda klukkustunda dagsins. Þannig er verið að skoða möguleika fyrir aðkomu sólar inn um glugga, á svalir, á gangstéttir eða garðsvæði upp við byggingar. Núverandi byggingareglugerð segir að hanna og byggja skuli þannig að öll birtuskilyrði og ljósmagn sé í fullu samræmi við þá starfsemi sem fer fram við eða innan mannvirkisins. Fyrir kröfur fyrir raflýsingu er vísað í staðal fyrir atvinnustarfsemi en fyrir dagsljós eru engar kröfur. Það eru kröfur um hve stór gluggaflötur skal vera sem hlutfall af gólffleti en það segir okkur ekkert um ljósið sem kemur inn um þá glugga þegar við erum farin að byggja fimm hæða byggingar í nokkra metra fjarlægð frá viðeigandi glugga. Í samráðsgátt stjórnvalda liggur fyrir tillaga að breytingu á byggingarreglugerð fyrir Ljósvist sem skýrir hvaða kröfur eru gerðar til að tryggja lágmarksgæði í byggingum.1 Þessar breytingartillögur þurfa að taka gildi og samráðsgáttin gerir ráð fyrir að gildistíminn sé 1. mars næst komandi. Ef sú innleiðing á að takast vel þurfa leiðbeiningar að liggja fyrir við gildistöku og ekki er hafin vinna við það að undirrituðum vitandi. Höfundar fagna því mikið að það sé yfirlýst markmið nýrrar ríkistjórnar að regluverk í mannvirkja- og skipulagsmálum verði einfaldað! Núna verður spennandi að sjá hversu hratt skýrleikinn getur komið inn til að koma í veg fyrir fleiri skipulagsslys með tilheyrandi afleiðingum fyrir kostnað og heilsu þjóðar. Höfundar eru annars vegar PHD-verkfræðingur hjá Lotu og hins vegar framkvæmdarstjóri Lotu og stuðningsmaður betri ljósvistar í lífi fólks. 1 https://island.is/samradsgatt/mal/3843
Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun