Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 8. janúar 2025 19:42 Geirdís Hanna Kristjánsdóttir segir það hafa verið ljóst í langan tíma að aðstæður á Sævarhöfða hafi ekki verið góðar. Lítið bil hafi verið á milli hjólhýsa vegna þess hve svæðið er þröngt. vísir/vilhelm Kona sem missti heimili sitt í bruna í hjólhýsabyggð í nótt segir eldhafið hafi teygt sig á milli hjólhýsa á nokkrum mínútum. Hún er nú heimilislaus og finnst borgaryfirvöld bera ábyrgð á því að svo illa fór. Borgin verði að finna byggðinni annan og öruggari stað. Geirdís Hanna Kristjánsdóttir er ein þeirra sem er með fasta búsetu í hjólhýsabygðinni. Hundurinn hennar, Tinna, vakti hana um miðja nótt þegar eldur kom upp í hjólhýsi við hliðina á hennar. „Og svo bara hljóp ég á náttfötunum berfætt á inniskónum út með símann.“ Eigandi hjólhýsisins var þá kominn út úr sínu hýsi sem síðar brann til kaldra kola. Sá var fluttur á slysadeild til aðhlynningar en varð ekki meint af brunanum. „Svo sé ég að eldurinn er farinn að teygja sig í húsbílinn við hliðina á. Þannig ég æði af stað í húsbílinn og lem hann allan að utan því ég vissi ekki hvort eigandi hans væri heima.“ Stæk brunalykt er úr hjólhýsi Geirdísar. Gluggarnir sviðnuðu vegna hitans og ljóst að tjónið er mikið. Hún er tryggð og á ekki von á öðru en að fá tjónið bætt.vísir/vilhelm Geirdís segir það hafa verið mikinn létti þegar henni var svo tilkynnt að eigandi húsbílsins væri erlendis. „Þá brotnaði ég bara niður og grét. Þetta gerðist svo hratt. Allt í einu þá stóð allt í ljósum logum og þvílíka eldhafið sem teygði sig í næstu bíla. Ég horfði á hýsið mitt þar sem gluggarnir bráðnuðu af hitanum.“ Súr brunalykt og sviðnaðir gluggar Hjólhýsi Geirdísar er ekki íbúðarhæft, súr brunalykt er allt umlykjandi og veit hún ekki hver næstu skref eru. „Þetta verður langur dagur.“ Hver er þá staðan á þínum högum, ertu heimilislaus núna? „Já ég er það.“ Hjólhýsi og húsbíll brunnu til kaldra kola í nótt.vísir/vilhelm Finnst Reykjavíkurborg bera ábyrgð Fulltrúi borgaryfirvalda sagði á RÚV í júlí 2023 að hjólhýsabyggðin yrði einungis á svæðinu til skamms tíma þar sem finna þyrfti betri staðsetningu. Geirdís segir að síðan þá hafi verið lítið um svör frá borginni. „Þetta hefði aldrei gerst ef það hefði verið farið strax í það mál að koma okkur á góða staðsetningu þar sem við getum haft sómasamlegt bil á milli hýsa.“ Finnst þér þá einhver bera ábyrgð á þessari stöðu sem nú er uppi? „Mér finnst Reykjavíkurborg bera ábyrgð og ég ætla að vera alveg hreinskilin með það.“ Reykjavík Slökkvilið Tengdar fréttir Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Einn var fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir að eldur kom upp í hjólhýsabyggðinni sem myndast hefur á iðnaðarsvæði við Sævarhöfða í nótt. Íbúi á svæðinu segir aðbúnað skelfilegan, þeir hafi óttast að svona gæti farið. 8. janúar 2025 10:28 Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Einn var fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir að eldur kom upp í hjólhýsabyggðinni sem myndast hefur á iðnaðarsvæði við Sævarhöfða í nótt. 8. janúar 2025 07:25 Mest lesið Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent „Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Innlent Fleiri fréttir Fara í mál við íslenska ríkið og Arctic Sea Farm Undirbúa viljayfirlýsingu um jarðgöng í gegnum Reynisfjall Bein útsending: Blaðamannafundur um málefni kennara Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Atvinnuleysi jókst um 0,6 prósentustig á milli mánaða „Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Sjá meira
Geirdís Hanna Kristjánsdóttir er ein þeirra sem er með fasta búsetu í hjólhýsabygðinni. Hundurinn hennar, Tinna, vakti hana um miðja nótt þegar eldur kom upp í hjólhýsi við hliðina á hennar. „Og svo bara hljóp ég á náttfötunum berfætt á inniskónum út með símann.“ Eigandi hjólhýsisins var þá kominn út úr sínu hýsi sem síðar brann til kaldra kola. Sá var fluttur á slysadeild til aðhlynningar en varð ekki meint af brunanum. „Svo sé ég að eldurinn er farinn að teygja sig í húsbílinn við hliðina á. Þannig ég æði af stað í húsbílinn og lem hann allan að utan því ég vissi ekki hvort eigandi hans væri heima.“ Stæk brunalykt er úr hjólhýsi Geirdísar. Gluggarnir sviðnuðu vegna hitans og ljóst að tjónið er mikið. Hún er tryggð og á ekki von á öðru en að fá tjónið bætt.vísir/vilhelm Geirdís segir það hafa verið mikinn létti þegar henni var svo tilkynnt að eigandi húsbílsins væri erlendis. „Þá brotnaði ég bara niður og grét. Þetta gerðist svo hratt. Allt í einu þá stóð allt í ljósum logum og þvílíka eldhafið sem teygði sig í næstu bíla. Ég horfði á hýsið mitt þar sem gluggarnir bráðnuðu af hitanum.“ Súr brunalykt og sviðnaðir gluggar Hjólhýsi Geirdísar er ekki íbúðarhæft, súr brunalykt er allt umlykjandi og veit hún ekki hver næstu skref eru. „Þetta verður langur dagur.“ Hver er þá staðan á þínum högum, ertu heimilislaus núna? „Já ég er það.“ Hjólhýsi og húsbíll brunnu til kaldra kola í nótt.vísir/vilhelm Finnst Reykjavíkurborg bera ábyrgð Fulltrúi borgaryfirvalda sagði á RÚV í júlí 2023 að hjólhýsabyggðin yrði einungis á svæðinu til skamms tíma þar sem finna þyrfti betri staðsetningu. Geirdís segir að síðan þá hafi verið lítið um svör frá borginni. „Þetta hefði aldrei gerst ef það hefði verið farið strax í það mál að koma okkur á góða staðsetningu þar sem við getum haft sómasamlegt bil á milli hýsa.“ Finnst þér þá einhver bera ábyrgð á þessari stöðu sem nú er uppi? „Mér finnst Reykjavíkurborg bera ábyrgð og ég ætla að vera alveg hreinskilin með það.“
Reykjavík Slökkvilið Tengdar fréttir Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Einn var fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir að eldur kom upp í hjólhýsabyggðinni sem myndast hefur á iðnaðarsvæði við Sævarhöfða í nótt. Íbúi á svæðinu segir aðbúnað skelfilegan, þeir hafi óttast að svona gæti farið. 8. janúar 2025 10:28 Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Einn var fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir að eldur kom upp í hjólhýsabyggðinni sem myndast hefur á iðnaðarsvæði við Sævarhöfða í nótt. 8. janúar 2025 07:25 Mest lesið Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent „Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Innlent Fleiri fréttir Fara í mál við íslenska ríkið og Arctic Sea Farm Undirbúa viljayfirlýsingu um jarðgöng í gegnum Reynisfjall Bein útsending: Blaðamannafundur um málefni kennara Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Atvinnuleysi jókst um 0,6 prósentustig á milli mánaða „Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Sjá meira
Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Einn var fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir að eldur kom upp í hjólhýsabyggðinni sem myndast hefur á iðnaðarsvæði við Sævarhöfða í nótt. Íbúi á svæðinu segir aðbúnað skelfilegan, þeir hafi óttast að svona gæti farið. 8. janúar 2025 10:28
Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Einn var fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir að eldur kom upp í hjólhýsabyggðinni sem myndast hefur á iðnaðarsvæði við Sævarhöfða í nótt. 8. janúar 2025 07:25