Þá stendur rannsókn yfir á máli þar sem maður leitaði læknisaðstoðar vegna áverka eftir eggvopn.
Einum var vísað úr fjölbýlishúsi vegna ógnandi hegðunar og óláta og þá fór lögregla á vettvang þegar tilkynnt var um mann í vímu sem sagður var trufla starfsemi veitingastaðar.
Ein tilkynning barst um tónlistarhávaða og önnur um ungmenni að neyta áfengis á veitingastað en þau voru farin á brott þegar lögregla kom á staðinn.
Þrír voru handteknir í umferðinni grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna. Þá var tilkynnt um þrjú umferðaróhöpp.
Lögregla sinnti einnig útkalli þar sem tilkynnt hafði verið um illa klæddan mann á gangi eftir miðri akbraut í póstnúmerinu 112 en viðkomandi fannst ekki.