Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. janúar 2025 12:31 Jarrett Allen og Donovan Mitchell fagna eftir sigur Cleveland Cavaliers á Oklahoma City Thunder. getty/Jason Miller Cleveland Cavaliers stöðvaði sigurgöngu Oklahoma City Thunder þegar tvö efstu lið NBA-deildarinnar í körfubolta mættust í nótt. Cavs vann leikinn, 129-122. Fyrir viðureignina í nótt hafði OKC unnið fimmtán leiki í röð sem er met hjá félaginu. Sigurgöngunni lauk hins vegar þegar liðið sótti Cavs heim. 11 STRAIGHT ✅32-4 RECORD ✅A SPECIAL start to the season for the @cavs! pic.twitter.com/0qv6Gag37c— NBA (@NBA) January 9, 2025 Stóru strákarnir hjá Cleveland, Jarrett Allen og Evan Mobley, voru í miklum ham í nótt. Allen skoraði 25 stig, tók ellefu fráköst og gaf sex stoðsendingar á meðan Mobley var með 21 stig, tíu fráköst og sjö stoðsendingar. Cavs hefur núna unnið ellefu leiki í röð og er á toppi Austurdeildarinnar með 32 sigra og aðeins fjögur töp. OKC er á toppnum vestan megin með þrjátíu sigra og sex töp. Leikurinn í nótt var gríðarlega spennandi en til marks um það skiptust liðin þrjátíu sinnum á forystunni og átta sinnum var staðan jöfn. En heimamenn reyndust sterkari undir lokin. „Þetta sýnir þroska okkar. Eftir leikinn sagði ég við alla að við hefðum ekki unnið þennan leik fyrir ári. Allir sem komu inn á gerðu eitthvað jákvætt til að hafa áhrif á leikinn, hvort sem það var að skora, frákasta eða verjast. Þetta var liðssigur og það er það sem við þurfum,“ sagði Donovan Mitchell, leikmaður Cleveland, eftir leikinn. „Þetta var stór sigur. Við erum allir spenntir. Þetta var bara einn leikur og titilinn vannst ekki í kvöld en við getum verið stoltir af þessu.“ Shai Gilgeous-Alexander, aðalstjarna Oklahoma, skoraði 31 stig í nótt og Jalen Williams var með 25 stig og níu fráköst. Isiah Hartenstein skilaði átján stigum, ellefu fráköstum og átta stoðsendingum. NBA Mest lesið Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Fótbolti Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Íslenski boltinn Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Fótbolti Fjölskyldu Arnórs hótað Fótbolti Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Handbolti Martin dældi út stoðsendingum í enn einu Evróputapinu Körfubolti Tiger og Trump staðfesta sambandið Golf Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Íslenski boltinn Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Handbolti Fleiri fréttir Martin dældi út stoðsendingum í enn einu Evróputapinu Undraskot Curry fór ekki ofan í eftir allt saman Evans farinn frá Njarðvík Lögmál leiksins: Menningin dáin hjá Heat Kippti í hár körfuboltastelpu og var rekinn Risinn á Álftanesi nýtrúlofaður og borðar hunang á bekknum Martin með tíu stoðsendingar en liðið kastaði sigrinum frá sér Styrmir stigahæstur gegn meisturunum Máluðu Smárann rauðan Græn gleði í Smáranum Lakers fékk skell í endurkomu LeBrons Uppgjörið: KR - Valur 78-96 | Valsmenn bikarmeistarar í fimmta sinn „Eins og ég sé kominn í úrslitakeppnina tveimur vikum áður en hún byrjar“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 81-74 | Njarðvíkingar bikarmeistarar „Það er ekkert gefið og þú verður að vinna fyrir öllu“ „Ég er alltaf bjartsýnn en alltaf stressaður“ Bíður stórleiksins: „Búið að keyra upp alvöru stemningu“ Byrjaði í fyrsta sinn í þrjú ár svo einhverfur sonur hans gæti séð hann spila Mætir KR-ingum á morgun en stýrði þeim síðast: „Þeir slátruðu okkur“ „Hvaða leikmaður gefur frá sér mestu Doc orkuna?“ Bronny stigahæstur hjá Lakers Uppselt á úrslitaleik KR og Vals Celtics selt sem dýrasta félag í sögu Bandaríkjanna Forkaupsréttur fyrir Íslendinga í fimm daga Sigurður Ingimundar.: Þurfum að vera meira solid Joshua: Orka og undirbúningur skiluðu þessum sigri „Markmiðið fyrir tímabilið að vinna þennan bikar“ „Sviðið sem við viljum vera á“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 67-91 | Frábærir Valsmenn rúlluðu yfir Keflavík á leið sinni í bikarúrslit Uppgjörið: KR - Stjarnan 94-91 | KR í bikarúrslit eftir spennutrylli gegn Stjörnunni Sjá meira
Fyrir viðureignina í nótt hafði OKC unnið fimmtán leiki í röð sem er met hjá félaginu. Sigurgöngunni lauk hins vegar þegar liðið sótti Cavs heim. 11 STRAIGHT ✅32-4 RECORD ✅A SPECIAL start to the season for the @cavs! pic.twitter.com/0qv6Gag37c— NBA (@NBA) January 9, 2025 Stóru strákarnir hjá Cleveland, Jarrett Allen og Evan Mobley, voru í miklum ham í nótt. Allen skoraði 25 stig, tók ellefu fráköst og gaf sex stoðsendingar á meðan Mobley var með 21 stig, tíu fráköst og sjö stoðsendingar. Cavs hefur núna unnið ellefu leiki í röð og er á toppi Austurdeildarinnar með 32 sigra og aðeins fjögur töp. OKC er á toppnum vestan megin með þrjátíu sigra og sex töp. Leikurinn í nótt var gríðarlega spennandi en til marks um það skiptust liðin þrjátíu sinnum á forystunni og átta sinnum var staðan jöfn. En heimamenn reyndust sterkari undir lokin. „Þetta sýnir þroska okkar. Eftir leikinn sagði ég við alla að við hefðum ekki unnið þennan leik fyrir ári. Allir sem komu inn á gerðu eitthvað jákvætt til að hafa áhrif á leikinn, hvort sem það var að skora, frákasta eða verjast. Þetta var liðssigur og það er það sem við þurfum,“ sagði Donovan Mitchell, leikmaður Cleveland, eftir leikinn. „Þetta var stór sigur. Við erum allir spenntir. Þetta var bara einn leikur og titilinn vannst ekki í kvöld en við getum verið stoltir af þessu.“ Shai Gilgeous-Alexander, aðalstjarna Oklahoma, skoraði 31 stig í nótt og Jalen Williams var með 25 stig og níu fráköst. Isiah Hartenstein skilaði átján stigum, ellefu fráköstum og átta stoðsendingum.
NBA Mest lesið Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Fótbolti Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Íslenski boltinn Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Fótbolti Fjölskyldu Arnórs hótað Fótbolti Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Handbolti Martin dældi út stoðsendingum í enn einu Evróputapinu Körfubolti Tiger og Trump staðfesta sambandið Golf Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Íslenski boltinn Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Handbolti Fleiri fréttir Martin dældi út stoðsendingum í enn einu Evróputapinu Undraskot Curry fór ekki ofan í eftir allt saman Evans farinn frá Njarðvík Lögmál leiksins: Menningin dáin hjá Heat Kippti í hár körfuboltastelpu og var rekinn Risinn á Álftanesi nýtrúlofaður og borðar hunang á bekknum Martin með tíu stoðsendingar en liðið kastaði sigrinum frá sér Styrmir stigahæstur gegn meisturunum Máluðu Smárann rauðan Græn gleði í Smáranum Lakers fékk skell í endurkomu LeBrons Uppgjörið: KR - Valur 78-96 | Valsmenn bikarmeistarar í fimmta sinn „Eins og ég sé kominn í úrslitakeppnina tveimur vikum áður en hún byrjar“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 81-74 | Njarðvíkingar bikarmeistarar „Það er ekkert gefið og þú verður að vinna fyrir öllu“ „Ég er alltaf bjartsýnn en alltaf stressaður“ Bíður stórleiksins: „Búið að keyra upp alvöru stemningu“ Byrjaði í fyrsta sinn í þrjú ár svo einhverfur sonur hans gæti séð hann spila Mætir KR-ingum á morgun en stýrði þeim síðast: „Þeir slátruðu okkur“ „Hvaða leikmaður gefur frá sér mestu Doc orkuna?“ Bronny stigahæstur hjá Lakers Uppselt á úrslitaleik KR og Vals Celtics selt sem dýrasta félag í sögu Bandaríkjanna Forkaupsréttur fyrir Íslendinga í fimm daga Sigurður Ingimundar.: Þurfum að vera meira solid Joshua: Orka og undirbúningur skiluðu þessum sigri „Markmiðið fyrir tímabilið að vinna þennan bikar“ „Sviðið sem við viljum vera á“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 67-91 | Frábærir Valsmenn rúlluðu yfir Keflavík á leið sinni í bikarúrslit Uppgjörið: KR - Stjarnan 94-91 | KR í bikarúrslit eftir spennutrylli gegn Stjörnunni Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Valur 67-91 | Frábærir Valsmenn rúlluðu yfir Keflavík á leið sinni í bikarúrslit