Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar 9. janúar 2025 10:01 Sæll Hilmar. Síðastliðinn sunnudag svaraðir þú grein minni „Hvers konar friður?“, þar sem ég innti þig svara varðandi málflutning þinn um NATO og stríðið í Úkraínu. Ég þakka fyrir svarið og fagna því að við séum greinilega sammála um að Ísland ætti aldrei að skrifa undir sambærilega samninga og þá sem Úkraínu stóð til boða vorið 2022. Ég vil þó benda á að ef venjan yrði að ríki með stóra og herskáa nágranna væru þvinguð til óæskilegra samninga, þá myndi slíkt skapa fordæmi á alþjóðavísu sem yrði stórhættulegt fyrir smáríki eins og Ísland. Ég spyr mig einnig hvers vegna þú segist ekki hafa áhuga á umræðum um „afnasistavæðingu“ Úkraínu þegar þetta var ein af lykilkröfum Rússa í friðarsamningunum 2022, samningum sem þú vildir að Úkraínumenn samþykktu. Enn fremur tel ég svör þín við öðrum spurningum mínum vera allsendis ófullnægjandi og vil því taka eftirfarandi fram: Í grein þinni vísar þú til „Ekki eina tommu austar“ sögunnar sem Pútínstjórnin hefur ítrekað notað í áróðri sínum. Samkvæmt henni áttu Bandaríkin að hafa svikið meint loforð sem James Baker, utanríkisráðherra landsins, gaf Míkhaíl Gorbatsjov árið 1990 um hversu langt NATO gæti teygt sig í austanverðri Evrópu. Gorbatsjov var þó seinna meir tvísaga um þennan fund og sagði árið 2014 að möguleg útþensla NATO í Austur-Evrópu hefði ekki verið á borðinu. Heldur hefði umræðuefnið verið NATO og landsvæði Austur-Þýskalands, enda var verið að undirbúa sameiningu Þýskalands um það leyti. Það er því ekki boðlegt að réttlæta gróf brot Rússa á skriflegum samningum um landamæri Úkraínu með tilvísun í óljóst munnlegt samkomulag sem „samningsaðilar“ hafa verið missaga um. Rauði þráðurinn í málflutningi þínum er að stækkun NATO í austurátt hafi að miklu eða öllu leyti valdið stríðinu í Úkraínu, enda hafi Rússar talið hana ógn við þjóðaröryggi sitt. Hér skal þó tekið fram að það voru ýmis ríki í austanverðri Evrópu sem þrýstu linnulaust á inngöngu í NATO þangað til Vesturveldin gáfu loks eftir. Þú minnist á leiðtogafund NATO 2008 þar sem Bushstjórnin lagði til að Úkraína gengi í bandalagið. Mörg Evrópuríki voru mótfallin tillögunni og þá féll hún um sjálfa sig; eins og þú segir sjálfur, ekkert ríki getur gengið í NATO án samþykkis allra aðildarríkjanna. Ekkert benti því til þess að Úkraína myndi ganga í bandalagið og má bæta því við að meirihluti Úkraínubúa var mótfallinn aðild. Ég tel þó sanngjarnt að spyrja: Hvað telur þú að hafi verið að gerast í NATO-málum Úkraínu 2014 og 2022 sem hafi orsakað innrásir Rússa þessi ár? Auk þess má benda á að málflutningur þinn kemur ekki heim og saman við þá staðreynd að Rússar hafa fært í burtu næstum allt herlið sitt frá landamærunum við Finnland, sem er orðið NATO-ríki. Hvað þá að þeir hafa líka flutt hersveitir frá Kalíníngrad-héraði, sem er bókstaflega umkringt NATO-ríkjum. Í friðarviðræðunum vorið 2022 voru Úkraínumenn reiðubúnir til að fallast á kröfur Rússa um minni her og ævarandi hlutleysi. Á móti þyrftu Bandaríkin, Rússland og fleiri ríki að skuldbinda sig til að koma Úkraínu til varnar ef á landið yrði ráðist. Þessu tilboði höfnuðu Rússar sem kröfðust þess að geta beitt neitunarvaldi gegn þessari öryggistryggingu. Þetta hefði þýtt að þeir gætu ráðist inn í Úkraínu og beitt neitunarvaldi gegn því að hinir samningsaðilarnir gripu inn í! Slík öryggistrygging væri einskis virði og þessi fjarstæðukennda krafa Rússa var helsta ástæða þess að samningaviðræðurnar enduðu, eitthvað sem ég hef áður bent á. Þarna kom bersýnilega í ljós að stríðið í Úkraínu snýst ekki um NATO, enda höfnuðu Rússar tilboði sem fól í sér að Úkraína myndi aldrei ganga í bandalagið. Og í ljósi þess að Rússar sviku Búdapestsamkomulagið og aðra samninga þar sem þeir skuldbundu sig til að virða landamæri Úkraínu, af hverju ættu Úkraínumenn að samþykkja friðarsamning við Rússland án skotheldra öryggistrygginga? Slíkt yrði ekki raunverulegur friður heldur aðeins svikalogn. Höfundur er framhaldsskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Sæll Hilmar. Nú hefur þú sem prófessor við Háskólann á Akureyri verið áberandi í fjölmiðlum, bæði í ræðu og riti, um málefni NATO, Rússlands og Úkraínu. 1. janúar 2025 15:00 Mest lesið Halldór 29.03.2025 Halldór Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Sæll Hilmar. Síðastliðinn sunnudag svaraðir þú grein minni „Hvers konar friður?“, þar sem ég innti þig svara varðandi málflutning þinn um NATO og stríðið í Úkraínu. Ég þakka fyrir svarið og fagna því að við séum greinilega sammála um að Ísland ætti aldrei að skrifa undir sambærilega samninga og þá sem Úkraínu stóð til boða vorið 2022. Ég vil þó benda á að ef venjan yrði að ríki með stóra og herskáa nágranna væru þvinguð til óæskilegra samninga, þá myndi slíkt skapa fordæmi á alþjóðavísu sem yrði stórhættulegt fyrir smáríki eins og Ísland. Ég spyr mig einnig hvers vegna þú segist ekki hafa áhuga á umræðum um „afnasistavæðingu“ Úkraínu þegar þetta var ein af lykilkröfum Rússa í friðarsamningunum 2022, samningum sem þú vildir að Úkraínumenn samþykktu. Enn fremur tel ég svör þín við öðrum spurningum mínum vera allsendis ófullnægjandi og vil því taka eftirfarandi fram: Í grein þinni vísar þú til „Ekki eina tommu austar“ sögunnar sem Pútínstjórnin hefur ítrekað notað í áróðri sínum. Samkvæmt henni áttu Bandaríkin að hafa svikið meint loforð sem James Baker, utanríkisráðherra landsins, gaf Míkhaíl Gorbatsjov árið 1990 um hversu langt NATO gæti teygt sig í austanverðri Evrópu. Gorbatsjov var þó seinna meir tvísaga um þennan fund og sagði árið 2014 að möguleg útþensla NATO í Austur-Evrópu hefði ekki verið á borðinu. Heldur hefði umræðuefnið verið NATO og landsvæði Austur-Þýskalands, enda var verið að undirbúa sameiningu Þýskalands um það leyti. Það er því ekki boðlegt að réttlæta gróf brot Rússa á skriflegum samningum um landamæri Úkraínu með tilvísun í óljóst munnlegt samkomulag sem „samningsaðilar“ hafa verið missaga um. Rauði þráðurinn í málflutningi þínum er að stækkun NATO í austurátt hafi að miklu eða öllu leyti valdið stríðinu í Úkraínu, enda hafi Rússar talið hana ógn við þjóðaröryggi sitt. Hér skal þó tekið fram að það voru ýmis ríki í austanverðri Evrópu sem þrýstu linnulaust á inngöngu í NATO þangað til Vesturveldin gáfu loks eftir. Þú minnist á leiðtogafund NATO 2008 þar sem Bushstjórnin lagði til að Úkraína gengi í bandalagið. Mörg Evrópuríki voru mótfallin tillögunni og þá féll hún um sjálfa sig; eins og þú segir sjálfur, ekkert ríki getur gengið í NATO án samþykkis allra aðildarríkjanna. Ekkert benti því til þess að Úkraína myndi ganga í bandalagið og má bæta því við að meirihluti Úkraínubúa var mótfallinn aðild. Ég tel þó sanngjarnt að spyrja: Hvað telur þú að hafi verið að gerast í NATO-málum Úkraínu 2014 og 2022 sem hafi orsakað innrásir Rússa þessi ár? Auk þess má benda á að málflutningur þinn kemur ekki heim og saman við þá staðreynd að Rússar hafa fært í burtu næstum allt herlið sitt frá landamærunum við Finnland, sem er orðið NATO-ríki. Hvað þá að þeir hafa líka flutt hersveitir frá Kalíníngrad-héraði, sem er bókstaflega umkringt NATO-ríkjum. Í friðarviðræðunum vorið 2022 voru Úkraínumenn reiðubúnir til að fallast á kröfur Rússa um minni her og ævarandi hlutleysi. Á móti þyrftu Bandaríkin, Rússland og fleiri ríki að skuldbinda sig til að koma Úkraínu til varnar ef á landið yrði ráðist. Þessu tilboði höfnuðu Rússar sem kröfðust þess að geta beitt neitunarvaldi gegn þessari öryggistryggingu. Þetta hefði þýtt að þeir gætu ráðist inn í Úkraínu og beitt neitunarvaldi gegn því að hinir samningsaðilarnir gripu inn í! Slík öryggistrygging væri einskis virði og þessi fjarstæðukennda krafa Rússa var helsta ástæða þess að samningaviðræðurnar enduðu, eitthvað sem ég hef áður bent á. Þarna kom bersýnilega í ljós að stríðið í Úkraínu snýst ekki um NATO, enda höfnuðu Rússar tilboði sem fól í sér að Úkraína myndi aldrei ganga í bandalagið. Og í ljósi þess að Rússar sviku Búdapestsamkomulagið og aðra samninga þar sem þeir skuldbundu sig til að virða landamæri Úkraínu, af hverju ættu Úkraínumenn að samþykkja friðarsamning við Rússland án skotheldra öryggistrygginga? Slíkt yrði ekki raunverulegur friður heldur aðeins svikalogn. Höfundur er framhaldsskólakennari.
Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Sæll Hilmar. Nú hefur þú sem prófessor við Háskólann á Akureyri verið áberandi í fjölmiðlum, bæði í ræðu og riti, um málefni NATO, Rússlands og Úkraínu. 1. janúar 2025 15:00
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun