Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Kjartan Kjartansson skrifar 10. janúar 2025 07:02 Vetrarbrautin og aragrúi stjarna yfir Paranal-athuganastöð ESO í Atacama-eyðimörkinni. Kyrrt loft og fjarlægð frá ljósgjöfum gera svæðið einstaklega hentugt til stjörnuskoðunar. ESO/P. Horálek Forsvarsmenn einnar umsvifamestu stjörnuathuganastöðvar heims vara við því að fyrirhuguð rafeldsneytisverksmiðja eigi eftir að spilla einum af fáum stöðum á jörðinni þar sem sést í ósnortinn stjörnuhimininn. Ljósmengun frá verksmiðjunni eigi eftir að trufla athuganir sjónauka í Atacama-eyðimörkinni. Síleskst dótturfélag bandaríska orkufyrirtækisins AES Corporation er með tröllvaxið iðnaðarsvæði á teikniborðinu þar sem reisa á höfn, vetnis- og ammoníakverksmiðjum og þúsundum rafala nærri Paranal-athuganastöð Evrópsku stjörnustöðvarinnar á suðurhveli (ESO) í Atacama-eyðimörkinni. Iðnaðarsvæðið á að ná yfir meira en 3.000 hektara, á við litla borg. Verksmiðjurnar yrðu aðeins fimm til ellefu kílómetra frá sjónaukum ESO, að því er kemur fram í yfirlýsingu frá athuganastöðinni vegna framkvæmdanna. Verkefnið var lagt fram til umhverfismats á aðfangadag. ESO segir verkefnið ógna ósnortnum himninum yfir Paranal-athuganastöðinni sem sé sá dimmasti og heiðasti yfir nokkurri stjörnuathuganastöð á jörðinni. „Ryklosun á framkvæmdatímanum, aukin ókyrrð í andrúmsloftinu og sérstaklega ljósmengunin mun valda óbætanlegum skaða á getunni til stjarnfræðilegra athugana sem aðildarríki ESO hafa til þessa fjárfesta milljarða evra í,“ er haft eftir Xavier Barcons, framkvæmdastjóra ESO, í yfirlýsingunni. Hvetur ESO sílesk stjórnvöld til þess að vernda stjörnuhimininn og finna athafnasvæði AES Andes annan stað. Næturhimininn yfir Paranal sé í raun náttúruminjar sem þjóni öllu mannkyninu, þvert á landamæri. Fjöldi meiriháttar uppgötvana hefur verið gerður með sjónaukum ESO í Paranal. Þar náðist fyrsta myndin af fjarreikistjörnu og athuganir þar hafa staðfest að það herðir á útþenslu alheimsins. Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði árið 2020 voru veitt fyrir rannsóknir á risasvartholinu í miðju Vetrarbrautarinnar en sjónaukar ESO léku stórt hlutverk í þeim. Síle Geimurinn Vísindi Orkumál Bandaríkin Tengdar fréttir Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Stjörnufræðingum hefur í fyrsta sinn tekist að ná nærmynd af stjörnu fyrir utan Vetrarbrautina okkar. Stjarnan er í um 160.000 ljósára fjarlægð frá jörðinni og er á leiðinni að verða að sprengistjörnu. 21. nóvember 2024 15:06 Mest lesið Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Fleiri fréttir Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir Réttarhöld hafin yfir Depardieu Saka Khalil um að hafa farið leynt með störf sín fyrir UNRWA Tekur við stöðu starfandi forseta á ný Yfir 50 þúsund látnir á Gasa og 113 þúsund særðir Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Trump vofir yfir Kanadabúum sem eru á leið í kosningar Sjá meira
Síleskst dótturfélag bandaríska orkufyrirtækisins AES Corporation er með tröllvaxið iðnaðarsvæði á teikniborðinu þar sem reisa á höfn, vetnis- og ammoníakverksmiðjum og þúsundum rafala nærri Paranal-athuganastöð Evrópsku stjörnustöðvarinnar á suðurhveli (ESO) í Atacama-eyðimörkinni. Iðnaðarsvæðið á að ná yfir meira en 3.000 hektara, á við litla borg. Verksmiðjurnar yrðu aðeins fimm til ellefu kílómetra frá sjónaukum ESO, að því er kemur fram í yfirlýsingu frá athuganastöðinni vegna framkvæmdanna. Verkefnið var lagt fram til umhverfismats á aðfangadag. ESO segir verkefnið ógna ósnortnum himninum yfir Paranal-athuganastöðinni sem sé sá dimmasti og heiðasti yfir nokkurri stjörnuathuganastöð á jörðinni. „Ryklosun á framkvæmdatímanum, aukin ókyrrð í andrúmsloftinu og sérstaklega ljósmengunin mun valda óbætanlegum skaða á getunni til stjarnfræðilegra athugana sem aðildarríki ESO hafa til þessa fjárfesta milljarða evra í,“ er haft eftir Xavier Barcons, framkvæmdastjóra ESO, í yfirlýsingunni. Hvetur ESO sílesk stjórnvöld til þess að vernda stjörnuhimininn og finna athafnasvæði AES Andes annan stað. Næturhimininn yfir Paranal sé í raun náttúruminjar sem þjóni öllu mannkyninu, þvert á landamæri. Fjöldi meiriháttar uppgötvana hefur verið gerður með sjónaukum ESO í Paranal. Þar náðist fyrsta myndin af fjarreikistjörnu og athuganir þar hafa staðfest að það herðir á útþenslu alheimsins. Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði árið 2020 voru veitt fyrir rannsóknir á risasvartholinu í miðju Vetrarbrautarinnar en sjónaukar ESO léku stórt hlutverk í þeim.
Síle Geimurinn Vísindi Orkumál Bandaríkin Tengdar fréttir Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Stjörnufræðingum hefur í fyrsta sinn tekist að ná nærmynd af stjörnu fyrir utan Vetrarbrautina okkar. Stjarnan er í um 160.000 ljósára fjarlægð frá jörðinni og er á leiðinni að verða að sprengistjörnu. 21. nóvember 2024 15:06 Mest lesið Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Fleiri fréttir Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir Réttarhöld hafin yfir Depardieu Saka Khalil um að hafa farið leynt með störf sín fyrir UNRWA Tekur við stöðu starfandi forseta á ný Yfir 50 þúsund látnir á Gasa og 113 þúsund særðir Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Trump vofir yfir Kanadabúum sem eru á leið í kosningar Sjá meira
Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Stjörnufræðingum hefur í fyrsta sinn tekist að ná nærmynd af stjörnu fyrir utan Vetrarbrautina okkar. Stjarnan er í um 160.000 ljósára fjarlægð frá jörðinni og er á leiðinni að verða að sprengistjörnu. 21. nóvember 2024 15:06