Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Kjartan Kjartansson skrifar 10. janúar 2025 07:02 Vetrarbrautin og aragrúi stjarna yfir Paranal-athuganastöð ESO í Atacama-eyðimörkinni. Kyrrt loft og fjarlægð frá ljósgjöfum gera svæðið einstaklega hentugt til stjörnuskoðunar. ESO/P. Horálek Forsvarsmenn einnar umsvifamestu stjörnuathuganastöðvar heims vara við því að fyrirhuguð rafeldsneytisverksmiðja eigi eftir að spilla einum af fáum stöðum á jörðinni þar sem sést í ósnortinn stjörnuhimininn. Ljósmengun frá verksmiðjunni eigi eftir að trufla athuganir sjónauka í Atacama-eyðimörkinni. Síleskst dótturfélag bandaríska orkufyrirtækisins AES Corporation er með tröllvaxið iðnaðarsvæði á teikniborðinu þar sem reisa á höfn, vetnis- og ammoníakverksmiðjum og þúsundum rafala nærri Paranal-athuganastöð Evrópsku stjörnustöðvarinnar á suðurhveli (ESO) í Atacama-eyðimörkinni. Iðnaðarsvæðið á að ná yfir meira en 3.000 hektara, á við litla borg. Verksmiðjurnar yrðu aðeins fimm til ellefu kílómetra frá sjónaukum ESO, að því er kemur fram í yfirlýsingu frá athuganastöðinni vegna framkvæmdanna. Verkefnið var lagt fram til umhverfismats á aðfangadag. ESO segir verkefnið ógna ósnortnum himninum yfir Paranal-athuganastöðinni sem sé sá dimmasti og heiðasti yfir nokkurri stjörnuathuganastöð á jörðinni. „Ryklosun á framkvæmdatímanum, aukin ókyrrð í andrúmsloftinu og sérstaklega ljósmengunin mun valda óbætanlegum skaða á getunni til stjarnfræðilegra athugana sem aðildarríki ESO hafa til þessa fjárfesta milljarða evra í,“ er haft eftir Xavier Barcons, framkvæmdastjóra ESO, í yfirlýsingunni. Hvetur ESO sílesk stjórnvöld til þess að vernda stjörnuhimininn og finna athafnasvæði AES Andes annan stað. Næturhimininn yfir Paranal sé í raun náttúruminjar sem þjóni öllu mannkyninu, þvert á landamæri. Fjöldi meiriháttar uppgötvana hefur verið gerður með sjónaukum ESO í Paranal. Þar náðist fyrsta myndin af fjarreikistjörnu og athuganir þar hafa staðfest að það herðir á útþenslu alheimsins. Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði árið 2020 voru veitt fyrir rannsóknir á risasvartholinu í miðju Vetrarbrautarinnar en sjónaukar ESO léku stórt hlutverk í þeim. Síle Geimurinn Vísindi Orkumál Bandaríkin Tengdar fréttir Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Stjörnufræðingum hefur í fyrsta sinn tekist að ná nærmynd af stjörnu fyrir utan Vetrarbrautina okkar. Stjarnan er í um 160.000 ljósára fjarlægð frá jörðinni og er á leiðinni að verða að sprengistjörnu. 21. nóvember 2024 15:06 Mest lesið Trump titlar sig konung Erlent Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Erlent Níu ofbeldismál innan íþróttahreyfingar til lögreglu í fyrra Innlent Allt tiltækt lið kallað út vegna elds í Hamborgarafabrikkunni Innlent Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Erlent Traustið við frostmark Innlent Fylkingar innan VR eftir afstöðu til Eflingar og Ragnars Þórs Innlent Markaðurinn hvorki „á valdi“ kaupenda né seljenda Innlent Ummæli Trumps lofi ekki góðu Innlent Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Innlent Fleiri fréttir Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Skynjar „nýja evrópska staðfestu og alvarleika“ fyrir fundinn í París Páfi sagður þarfnast frekari sjúkrahússlegu vegna sýkingar „Ferðamannaparadísin“ Gasa líklega rædd á fundi Rubio og krónprinsins Rubio mættur til Sádi-Arabíu og Lavrov segir Evrópu ekki eiga neitt erindi Blaðamenn AP í straffi hjá Hvíta húsinu vegna Mexíkóflóa Sjá meira
Síleskst dótturfélag bandaríska orkufyrirtækisins AES Corporation er með tröllvaxið iðnaðarsvæði á teikniborðinu þar sem reisa á höfn, vetnis- og ammoníakverksmiðjum og þúsundum rafala nærri Paranal-athuganastöð Evrópsku stjörnustöðvarinnar á suðurhveli (ESO) í Atacama-eyðimörkinni. Iðnaðarsvæðið á að ná yfir meira en 3.000 hektara, á við litla borg. Verksmiðjurnar yrðu aðeins fimm til ellefu kílómetra frá sjónaukum ESO, að því er kemur fram í yfirlýsingu frá athuganastöðinni vegna framkvæmdanna. Verkefnið var lagt fram til umhverfismats á aðfangadag. ESO segir verkefnið ógna ósnortnum himninum yfir Paranal-athuganastöðinni sem sé sá dimmasti og heiðasti yfir nokkurri stjörnuathuganastöð á jörðinni. „Ryklosun á framkvæmdatímanum, aukin ókyrrð í andrúmsloftinu og sérstaklega ljósmengunin mun valda óbætanlegum skaða á getunni til stjarnfræðilegra athugana sem aðildarríki ESO hafa til þessa fjárfesta milljarða evra í,“ er haft eftir Xavier Barcons, framkvæmdastjóra ESO, í yfirlýsingunni. Hvetur ESO sílesk stjórnvöld til þess að vernda stjörnuhimininn og finna athafnasvæði AES Andes annan stað. Næturhimininn yfir Paranal sé í raun náttúruminjar sem þjóni öllu mannkyninu, þvert á landamæri. Fjöldi meiriháttar uppgötvana hefur verið gerður með sjónaukum ESO í Paranal. Þar náðist fyrsta myndin af fjarreikistjörnu og athuganir þar hafa staðfest að það herðir á útþenslu alheimsins. Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði árið 2020 voru veitt fyrir rannsóknir á risasvartholinu í miðju Vetrarbrautarinnar en sjónaukar ESO léku stórt hlutverk í þeim.
Síle Geimurinn Vísindi Orkumál Bandaríkin Tengdar fréttir Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Stjörnufræðingum hefur í fyrsta sinn tekist að ná nærmynd af stjörnu fyrir utan Vetrarbrautina okkar. Stjarnan er í um 160.000 ljósára fjarlægð frá jörðinni og er á leiðinni að verða að sprengistjörnu. 21. nóvember 2024 15:06 Mest lesið Trump titlar sig konung Erlent Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Erlent Níu ofbeldismál innan íþróttahreyfingar til lögreglu í fyrra Innlent Allt tiltækt lið kallað út vegna elds í Hamborgarafabrikkunni Innlent Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Erlent Traustið við frostmark Innlent Fylkingar innan VR eftir afstöðu til Eflingar og Ragnars Þórs Innlent Markaðurinn hvorki „á valdi“ kaupenda né seljenda Innlent Ummæli Trumps lofi ekki góðu Innlent Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Innlent Fleiri fréttir Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Skynjar „nýja evrópska staðfestu og alvarleika“ fyrir fundinn í París Páfi sagður þarfnast frekari sjúkrahússlegu vegna sýkingar „Ferðamannaparadísin“ Gasa líklega rædd á fundi Rubio og krónprinsins Rubio mættur til Sádi-Arabíu og Lavrov segir Evrópu ekki eiga neitt erindi Blaðamenn AP í straffi hjá Hvíta húsinu vegna Mexíkóflóa Sjá meira
Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Stjörnufræðingum hefur í fyrsta sinn tekist að ná nærmynd af stjörnu fyrir utan Vetrarbrautina okkar. Stjarnan er í um 160.000 ljósára fjarlægð frá jörðinni og er á leiðinni að verða að sprengistjörnu. 21. nóvember 2024 15:06