Sport

Stóru eldarnir hafa á­hrif á úr­slita­keppni NFL

Valur Páll Eiríksson skrifar
Ástandið er grafalvarlegt í Kaliforníu vegna eldanna.
Ástandið er grafalvarlegt í Kaliforníu vegna eldanna. Tiffany Rose/Getty Images

Úrslitakeppnin í NFL-deildinni í amerískum fótbolta hefst á morgun. Eldarnir sem geisa í Kaliforní hafa sín áhrif á leik Los Angeles Rams.

LA Rams leika síðasta leikinn í umspilsumferðinni sem fram fer um helgina. Þeir mæta Minnesota Vikings, en sá leikur átti að fara fram á SoFi-vellinum í Inglewood suðvestur af Los Angeles. Tekin hefur verið ákvörðun um að færa þann leik, í samráði við opinbera aðila, félögin sem við eiga og leikmannasamtök.

Hann fer því fram á heimavelli Arizona Cardinals, State Farm-vellinum í Glendale, en Cardinals komust ekki í úrslitakeppnina.

Los Angeles Chargers, hitt NFL-liðið í borginni, á útileik við Houston Texans í úrslitakeppninni um helgina. Allir sex leikir helgarinnar verða í beinni á Stöð 2 Sport 2.

Leikir helgarinnar í NFL-deildinni

  • Laugardagur 11. janúar
  • 21:30 Houston Texans - Los Angeles Chargers (Stöð 2 Sport 2)
  • 01:00 Baltimore Ravens - Pittsburgh Steelers (Stöð 2 Sport 2)


  • Sunnudagur 12. janúar
  • 18:00 Buffalo Bills - Denver Broncos (Stöð 2 Sport 2)
  • 21:30 Philadelphia Eagles - Green Bay Packers (Stöð 2 Sport 2)
  • 01:00 Tampa Bay Buccaneers - Washington Commanders (Stöð 2 Sport 2)


  • Mánudagur 13. janúar
  • 01:00 Los Angeles Rams - Minnesota Vikings (Stöð 2 Sport 2)


  • Þriðjudagur 14. janúar
  • 20:00 Lokasóknin (Stöð 2 Sport 2)

Eldarnir sem geisa í Kaliforníu hafa dregið tíu manns til dauða og neytt hundruði þúsunda íbúa af heimilum sínum. Tugir þúsunda híbýla hafa orðið eldinum að bráð.

Í gærkvöld var leik Los Angeles Lakers við Charlotte Hornets frestað, en þau lið áttu að mætast í Crypto.com-höllinni í miðbæ Los Angeles. JJ Redick, þjálfari Lakers, er á meðal þeirra sem glataði húsi sínu til eldanna.


Tengdar fréttir

Stóru eldarnir enn hömlulausir

Tíu eru látnir í gróðureldunum í Los Angeles í Kaliforníu í Bandaríkjunum og óttast að um 10 þúsund byggingar séu ónýtar. Eldarnir hafa farið yfir að minnsta kosti 140 ferkílómetra.

Stjórnlausum eldum fjölgar í LA

Mikil óreiða ríkir í úthverfum Los Angeles í Bandaríkjunum vegna stjórnlausra gróðurelda. Að minnsta kosti fjórir eldar loga á svæðinu og dreifist hratt úr þeim vegna þurrka og sterkra vinda. Slökkviliðsmenn ráða ekkert við ástandið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×