Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Lovísa Arnardóttir skrifar 11. janúar 2025 16:38 Valdimar Leó Friðriksson er framkvæmdastjóri Virðingar. Efling mótmælti í Kringlunni fyrr í dag. Samsett Stjórn Virðingar stéttarfélags mótmælir í yfirlýsingu ósönnum fullyrðingum sem félagið segir sett fram í fjölmiðlum um stofnun félagsins. Fjallað var um það fyrr í dag að lögregla hafi verið kölluð til í Kringlunni þegar forsvarsmenn stéttarfélagsins Eflingar stóðu að mótmælum við Finnsson Bistro í Kringlunni í hádeginu. Ástæða mótmælanna er tengsl staðarins við félagið Virðingu, sem Efling segir gervistéttarfélag. „Virðing stéttarfélag er stofnað af starfsmönnum í veitingahúsum. Þeir félagsmenn Virðingar sem stofnuðu félagið höfðu það frelsi að mega stofna sitt eigið stéttarfélag. Stjórn Eflingar og formanni þess kemur það þess vegna ekkert við þó þetta fólk vilji frekar stofna sitt eigið stéttarfélag og vilji ekki vera í Eflingu. Þá hefur Efling heldur engan einkarétt á því að semja við vinnuveitendur eða fyrir hönd þeirra sem hjá þeim vinna,“ segir í yfirlýsingu frá Virðingu. Þá segir í yfirlýsingunni að Efling hafi sýnt það í verki að þau vilji ekki semja við Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði, SVEIT. „Sá kjarasamningur sem Virðing og veitingamenn hafa nú undirritað er gerður af fúsum og frjálsum vilja undir formerkjum félagafrelsis sem varið er af íslensku stjórnarskránni. Í sumum atriðum veitir hann betri kjör en kjarasamningur Eflingar í öðrum lakari,“ segir í yfirlýsingunni. Þá frábiður stjórn Virðingar sér að vera bendluð við lögbrot og ítrekar að félagsmenn hafa og eiga rétt til að stofna sitt eigið stéttarfélag og gera þá samningar sem þeir eru tilbúnir að vinna eftir. Kjaramál Deilur Eflingar og SVEIT vegna Virðingar Stéttarfélög Vinnumarkaður Tengdar fréttir Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Framkvæmdastjóri SVEIT segir málflutning stjórnarmanns í Eflingu verkalýðshreyfingunni til skammar. Stjórnarmaðurinn líkti veitingahúsaeigendum og viðskiptavinum veitingahúsa við sníkjudýr. 3. janúar 2025 09:03 Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Aðalgeir Ásvaldsson framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja á veitingarmarkaði, SVEIT, segir stærstu ógnina við starfsöryggi starfsmanna veitingastaða á Íslandi verkalýðshreyfinguna og kjarasamningana sem gerðir voru fyrir hönd stéttarinnar. 30. desember 2024 11:30 „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ „Ef að Efling hefði eitthvað haldbært um það að samningurinn eða gerð hans væri ekki í samræmi við lög þá myndu þau ekki nota fjölmiðla til að reyna að hræða fólk frá honum heldur myndu þau einfaldlega fara löglegu leiðina og fá honum hnekkt fyrir dómi.“ 23. desember 2024 22:59 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Bein útsending: Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Sjá meira
„Virðing stéttarfélag er stofnað af starfsmönnum í veitingahúsum. Þeir félagsmenn Virðingar sem stofnuðu félagið höfðu það frelsi að mega stofna sitt eigið stéttarfélag. Stjórn Eflingar og formanni þess kemur það þess vegna ekkert við þó þetta fólk vilji frekar stofna sitt eigið stéttarfélag og vilji ekki vera í Eflingu. Þá hefur Efling heldur engan einkarétt á því að semja við vinnuveitendur eða fyrir hönd þeirra sem hjá þeim vinna,“ segir í yfirlýsingu frá Virðingu. Þá segir í yfirlýsingunni að Efling hafi sýnt það í verki að þau vilji ekki semja við Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði, SVEIT. „Sá kjarasamningur sem Virðing og veitingamenn hafa nú undirritað er gerður af fúsum og frjálsum vilja undir formerkjum félagafrelsis sem varið er af íslensku stjórnarskránni. Í sumum atriðum veitir hann betri kjör en kjarasamningur Eflingar í öðrum lakari,“ segir í yfirlýsingunni. Þá frábiður stjórn Virðingar sér að vera bendluð við lögbrot og ítrekar að félagsmenn hafa og eiga rétt til að stofna sitt eigið stéttarfélag og gera þá samningar sem þeir eru tilbúnir að vinna eftir.
Kjaramál Deilur Eflingar og SVEIT vegna Virðingar Stéttarfélög Vinnumarkaður Tengdar fréttir Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Framkvæmdastjóri SVEIT segir málflutning stjórnarmanns í Eflingu verkalýðshreyfingunni til skammar. Stjórnarmaðurinn líkti veitingahúsaeigendum og viðskiptavinum veitingahúsa við sníkjudýr. 3. janúar 2025 09:03 Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Aðalgeir Ásvaldsson framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja á veitingarmarkaði, SVEIT, segir stærstu ógnina við starfsöryggi starfsmanna veitingastaða á Íslandi verkalýðshreyfinguna og kjarasamningana sem gerðir voru fyrir hönd stéttarinnar. 30. desember 2024 11:30 „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ „Ef að Efling hefði eitthvað haldbært um það að samningurinn eða gerð hans væri ekki í samræmi við lög þá myndu þau ekki nota fjölmiðla til að reyna að hræða fólk frá honum heldur myndu þau einfaldlega fara löglegu leiðina og fá honum hnekkt fyrir dómi.“ 23. desember 2024 22:59 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Bein útsending: Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Sjá meira
Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Framkvæmdastjóri SVEIT segir málflutning stjórnarmanns í Eflingu verkalýðshreyfingunni til skammar. Stjórnarmaðurinn líkti veitingahúsaeigendum og viðskiptavinum veitingahúsa við sníkjudýr. 3. janúar 2025 09:03
Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Aðalgeir Ásvaldsson framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja á veitingarmarkaði, SVEIT, segir stærstu ógnina við starfsöryggi starfsmanna veitingastaða á Íslandi verkalýðshreyfinguna og kjarasamningana sem gerðir voru fyrir hönd stéttarinnar. 30. desember 2024 11:30
„Skiptir sannleikurinn engu máli?“ „Ef að Efling hefði eitthvað haldbært um það að samningurinn eða gerð hans væri ekki í samræmi við lög þá myndu þau ekki nota fjölmiðla til að reyna að hræða fólk frá honum heldur myndu þau einfaldlega fara löglegu leiðina og fá honum hnekkt fyrir dómi.“ 23. desember 2024 22:59