Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Sindri Sverrisson skrifar 13. janúar 2025 07:32 Kai Havertz leyndi ekki vonbrigðum sínum eftir að vítaspyrna hans var varin í gær, í leiknum við Manchester United. Ólétt eiginkona hans, Sophia, fékk viðurstyggileg skilaboð eftir leikinn. Samsett/Getty/Instagram Eiginkona Kai Havertz, sóknarmanns Arsenal, fékk send viðurstyggileg skilaboð þar sem henni var meðal annars óskað fósturláts, eftir tap Arsenal í enska bikarnum í fótbolta í gær. Arsenal tapaði gegn Manchester United í vítaspyrnukeppni, eftir að staðan hafði verið 1-1 að loknum venjulegum leiktíma og framlengingu. Havertz fiskaði víti í venjulegum leiktíma en Altay Bayindir varði spyrnu Martins Ödegaard. Bayindir varði svo eina spyrnu í vítaspyrnukeppninni, frá Havertz, á meðan að United nýtti allar fimm spyrnur sínar og tryggði sig áfram í 32-liða úrslit. Eftir þetta fékk Sophia Havertz send viðbjóðsleg skilaboð frá nettröllum, sem hún birti svo skjáskot af á Instagram, sem meðal annars tengdust ófæddu barni þeirra hjóna. Skilaboðin sem biðu Sophiu Havertz í innhólfinu á Instagram voru vægast sagt viðbjóðsleg. Hún birti þau sjálf.Instagram@sophiaemelia „Ég vona að þú lendir í fósturláti,“ stóð í einum skilaboðum. „Ég ætla að koma heim til þín og slátra barninu þínu. Ég er ekki að grínast, bíddu bara,“ stóð í öðrum. Havertz-hjónin hafa verið saman síðan árið 2018, giftust á síðasta ári og tilkynntu í nóvember að þau ættu von á barni. Havertz hefur áður, þegar hann var leikmaður Chelsea, tjáð sig um áhrif þess á parið að hann sé áberandi fótboltastjarna. „Fótboltinn er lífið okkar. Ef að maður tapar leik þá er lífið ekkert auðvelt. Ég held að allir heima, sérstaklega kærastan mín, hafi átt erfiðar vikur að undanförnu,“ sagði Havertz á sínum tíma. Sophia biðlar til fólks að gæta betur að því hvernig það hegðar sér, og skrifaði með skilaboðunum sem hún birti á Instagram: „Mér finnst það algjörlega með ólíkindum að einhver geti skrifað svona lagað. Vonandi skammast þú þín innilega.“ „Ég veit ekki einu sinni hvað ég get sagt en vinsamlegat sýnið meiri nærgætni. Við erum betri en þetta…“ Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Fótbolti „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Tatum með slitna hásin Körfubolti Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Íslenski boltinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Enski boltinn Fleiri fréttir Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Sjá meira
Arsenal tapaði gegn Manchester United í vítaspyrnukeppni, eftir að staðan hafði verið 1-1 að loknum venjulegum leiktíma og framlengingu. Havertz fiskaði víti í venjulegum leiktíma en Altay Bayindir varði spyrnu Martins Ödegaard. Bayindir varði svo eina spyrnu í vítaspyrnukeppninni, frá Havertz, á meðan að United nýtti allar fimm spyrnur sínar og tryggði sig áfram í 32-liða úrslit. Eftir þetta fékk Sophia Havertz send viðbjóðsleg skilaboð frá nettröllum, sem hún birti svo skjáskot af á Instagram, sem meðal annars tengdust ófæddu barni þeirra hjóna. Skilaboðin sem biðu Sophiu Havertz í innhólfinu á Instagram voru vægast sagt viðbjóðsleg. Hún birti þau sjálf.Instagram@sophiaemelia „Ég vona að þú lendir í fósturláti,“ stóð í einum skilaboðum. „Ég ætla að koma heim til þín og slátra barninu þínu. Ég er ekki að grínast, bíddu bara,“ stóð í öðrum. Havertz-hjónin hafa verið saman síðan árið 2018, giftust á síðasta ári og tilkynntu í nóvember að þau ættu von á barni. Havertz hefur áður, þegar hann var leikmaður Chelsea, tjáð sig um áhrif þess á parið að hann sé áberandi fótboltastjarna. „Fótboltinn er lífið okkar. Ef að maður tapar leik þá er lífið ekkert auðvelt. Ég held að allir heima, sérstaklega kærastan mín, hafi átt erfiðar vikur að undanförnu,“ sagði Havertz á sínum tíma. Sophia biðlar til fólks að gæta betur að því hvernig það hegðar sér, og skrifaði með skilaboðunum sem hún birti á Instagram: „Mér finnst það algjörlega með ólíkindum að einhver geti skrifað svona lagað. Vonandi skammast þú þín innilega.“ „Ég veit ekki einu sinni hvað ég get sagt en vinsamlegat sýnið meiri nærgætni. Við erum betri en þetta…“
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Fótbolti „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Tatum með slitna hásin Körfubolti Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Íslenski boltinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Enski boltinn Fleiri fréttir Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Sjá meira