Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson, Benedikta Guðrún Svavarsdóttir, Elvar Örn Friðriksson, Guðrún Óskarsdóttir, Jón Kaldal, Rakel Hinriksdóttir, Snorri Hallgrímsson og Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifa 13. janúar 2025 13:32 Baráttan fyrir vernd Seyðisfjarðar hefur núna staðið í heil fjögur ár. Meirihluti íbúa hefur barist fyrir því að hagsmunir samfélagsins og náttúrunnar séu settir í forgang, en ávallt virðast sérhagsmunir sjókvíaeldis eiga að ráða. Þann 20. janúar næstkomandi lýkur umsagnarferli um útgáfu leyfis til sjókvíaeldis hjá Matvælastofnun; ákvörðun sem mun marka framtíð Seyðisfjarðar um langa framtíð. Við köllum eftir stuðningi almennings um allt land til að stöðva þann yfirgang sem einkennir framgöngu sjókvíaledisfyrirtækja. Þekkt aðferðafræði Samfélagið á Seyðisfirði er lítið og því viðkvæmt fyrir stórum sveiflum eins og þegar Síldarvinnslan hætti starfsemi í mars 2023. Það var í framhaldi af því sem sjókvíaeldið fór á fullt, með loforðum um ný störf til að rjúfa samstöðu heimamanna. Félagið Kaldvík sem sækist eftir leyfinu hefur gengið svo langt að auglýsa eftir fólki og ráðið til starfa þó að leyfið liggi enn ekki fyrir. Þetta er þekkt aðferðafræði þeirra sem seilast eftir verðmætum auðlindum í þjóðareign! Á öllum stigum höfum við upplifað sýndarsamráð, þó að 75% heimamanna hafi lýst sig mótfallin þessu mikla inngripi samkvæmt skoðanakönnun Gallup 2023. Fjöldi formlegra athugasemda, aðsendar greinar og fjölsóttir samstöðufundir mega sín lítils þegar meirihluti sveitarstjórnar Múlaþings, ríkisvaldið og stofnanir þess kjósa að skella við skollaeyrum. Ekki er heldur hlustað á Skipulagsstofnun sem lagði í áliti sínu áherslu á að sátt við nærsamfélagið væri grundvallaratriði. Áfram heldur þetta í umsagnarferli MAST, sem auglýsti leyfisumsókn Kaldvíkur núna rétt fyrir jól, með mánaðarlöngum fresti yfir hátíðirnar, og hefur alfarið hafnað beiðnum um framlengdan frest. Í kosningabaráttunni voru fulltrúar lang flestra flokka mjög skýrir: Afstaða meirihluta íbúa Seyðisfjarðar væri eitthvað sem beri að virða. Skýrast kom þetta fram á fundi Landverndar 23. nóvember þar sem fulltrúar átta af tíu flokkum í pallborði lýstu vilja sínum til að stöðva leyfisveitingar í Seyðisfirði. Það ríkir þannig ennþá von um að þingheimur fylgi þessu eftir. Hér lyfta allir, fyrir utan Sjálfstæðisflokk og Miðflokk, upp grænum fána og svara því játandi að stöðva eigi leyfisveitingar fyrir 10 þúsund tonna sjókvíaeldi í Seyðisfirði. Lagarammi í molum Svo ótal margt er ógert svo ná megi utan um þessa atvinnugrein sem á örfáum árum hefur vaxið langt umfram þolmörk náttúru og getu eftirlitsaðila til að gæta hagsmuna almennings. Á þessu ástandi hafa sérhagsmunir grætt, á meðan náttúra Íslands bíður ósigur. Fyrir tveimur árum birti Ríkisendurskoðun kolsvarta úttekt á umgjörð sjókvíaeldis. Enn hefur ekki verið brugðist við þeirri úttekt þó öllum sé ljóst hversu brotakennd og veikburða lagaramminn og stjórnsýslan eru. Sem betur fer stendur það til bóta. Stjórnarsáttmáli ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur setur einföld en mikilvæg markmið: „Ríkisstjórnin mun styrkja lagaumgjörð fiskeldis til að sporna gegn neikvæðum áhrifum á lífríki.“ Á meðan svo stórum grundvallarverkefnum er ólokið þá hljótum við að vera sammála um að það sé fráleitt að leyfa sjókvíaeldi á nýjum og óspjölluðum svæðum. Vilji ný ríkisstjórn öðlast traust almennings í umhverfismálum þá hlýtur hún að gæta varúðar og stöðva fyrirhugað sjókvíaeldi í Seyðisfirði. Barátta meirihluta landsmanna Við vitum hvar hjarta þjóðarinnar slær. Í nóvember 2024 sýndi skoðanakönnun Gallup að 61% landsmanna er neikvæð gagnvart áformum um sjókvíaeldi í Seyðisfirði á meðan 16% eru jákvæð. Það er kominn tími til að sýna þessa samstöðu í verki. Það þurfa sem flest að skora á stjórnvöld að stöðva einfaldlega alla vinnu við leyfi fyrir 10 þúsund tonna sjókvíaeldi í Seyðisfirði. Gleymum því ekki að þetta mál er miklu stærra en Seyðisfjörður, því hver veit hvað kemur næst upp úr hatti peningaaflanna? Hvaða verðmætu svæði verða næst hrifsuð af fólki undir vafasama starfsemi og gegn vilja lýðræðislegs meirihluta heimamanna og þjóðarinnar? Það eru vissulega blikur á lofti og fordæmið sem slík leyfisveiting myndi setja er afleitt. Það er hugur í okkur Á heimasíðu VÁ er hlekkur á undirskriftalista sem við biðjum landsmenn að skrá sig á og vel þegið að deilt sé til vina og vandamanna. Fyrir þau sem vilja gera meira er einnig þar texti sem nýta má sem athugasemd til MAST við tillögu að rekstrarleyfi Kaldvíkur. Gjarnan má bæta við textann eins og tilfinning og þekking hvers og eins býður. Allar leiðbeiningar fylgja. Nú verður að segja skilið við valdníðslu og fúsk. Ný ríkisstjórn getur tekið upp ný vinnubrögð og virt vilja landsmanna í stórum og mikilvægum ákvörðunum sem varða náttúruna, komandi kynslóðir og framtíðina. Stöndum saman - virðum lýðræði - verndum Seyðisfjörð Árni Finnsson, Náttúruverndarsamtök Íslands Benedikta Guðrún Svavarsdóttir, Vá félag um vernd fjarðar Elvar Örn Friðriksson, North Atlantic Salmon Fund (NASF) Guðrún Óskarsdóttir, Náttúruverndarsamtök Austurlands (NAUST) Jón Kaldal, Íslenski náttúruverndarsjóðurinn (IWF) Rakel Hinriksdóttir, Samtök um náttúruvernd á Norðurlandi (SUNN) Snorri Hallgrímsson, Ungir umhverfissinnar Þorgerður María Þorbjarnardóttir, Landvernd Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Árni Finnsson Elvar Örn Friðriksson Jón Kaldal Þorgerður María Þorbjarnardóttir Sjókvíaeldi Múlaþing Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Skoðun Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Sjá meira
Baráttan fyrir vernd Seyðisfjarðar hefur núna staðið í heil fjögur ár. Meirihluti íbúa hefur barist fyrir því að hagsmunir samfélagsins og náttúrunnar séu settir í forgang, en ávallt virðast sérhagsmunir sjókvíaeldis eiga að ráða. Þann 20. janúar næstkomandi lýkur umsagnarferli um útgáfu leyfis til sjókvíaeldis hjá Matvælastofnun; ákvörðun sem mun marka framtíð Seyðisfjarðar um langa framtíð. Við köllum eftir stuðningi almennings um allt land til að stöðva þann yfirgang sem einkennir framgöngu sjókvíaledisfyrirtækja. Þekkt aðferðafræði Samfélagið á Seyðisfirði er lítið og því viðkvæmt fyrir stórum sveiflum eins og þegar Síldarvinnslan hætti starfsemi í mars 2023. Það var í framhaldi af því sem sjókvíaeldið fór á fullt, með loforðum um ný störf til að rjúfa samstöðu heimamanna. Félagið Kaldvík sem sækist eftir leyfinu hefur gengið svo langt að auglýsa eftir fólki og ráðið til starfa þó að leyfið liggi enn ekki fyrir. Þetta er þekkt aðferðafræði þeirra sem seilast eftir verðmætum auðlindum í þjóðareign! Á öllum stigum höfum við upplifað sýndarsamráð, þó að 75% heimamanna hafi lýst sig mótfallin þessu mikla inngripi samkvæmt skoðanakönnun Gallup 2023. Fjöldi formlegra athugasemda, aðsendar greinar og fjölsóttir samstöðufundir mega sín lítils þegar meirihluti sveitarstjórnar Múlaþings, ríkisvaldið og stofnanir þess kjósa að skella við skollaeyrum. Ekki er heldur hlustað á Skipulagsstofnun sem lagði í áliti sínu áherslu á að sátt við nærsamfélagið væri grundvallaratriði. Áfram heldur þetta í umsagnarferli MAST, sem auglýsti leyfisumsókn Kaldvíkur núna rétt fyrir jól, með mánaðarlöngum fresti yfir hátíðirnar, og hefur alfarið hafnað beiðnum um framlengdan frest. Í kosningabaráttunni voru fulltrúar lang flestra flokka mjög skýrir: Afstaða meirihluta íbúa Seyðisfjarðar væri eitthvað sem beri að virða. Skýrast kom þetta fram á fundi Landverndar 23. nóvember þar sem fulltrúar átta af tíu flokkum í pallborði lýstu vilja sínum til að stöðva leyfisveitingar í Seyðisfirði. Það ríkir þannig ennþá von um að þingheimur fylgi þessu eftir. Hér lyfta allir, fyrir utan Sjálfstæðisflokk og Miðflokk, upp grænum fána og svara því játandi að stöðva eigi leyfisveitingar fyrir 10 þúsund tonna sjókvíaeldi í Seyðisfirði. Lagarammi í molum Svo ótal margt er ógert svo ná megi utan um þessa atvinnugrein sem á örfáum árum hefur vaxið langt umfram þolmörk náttúru og getu eftirlitsaðila til að gæta hagsmuna almennings. Á þessu ástandi hafa sérhagsmunir grætt, á meðan náttúra Íslands bíður ósigur. Fyrir tveimur árum birti Ríkisendurskoðun kolsvarta úttekt á umgjörð sjókvíaeldis. Enn hefur ekki verið brugðist við þeirri úttekt þó öllum sé ljóst hversu brotakennd og veikburða lagaramminn og stjórnsýslan eru. Sem betur fer stendur það til bóta. Stjórnarsáttmáli ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur setur einföld en mikilvæg markmið: „Ríkisstjórnin mun styrkja lagaumgjörð fiskeldis til að sporna gegn neikvæðum áhrifum á lífríki.“ Á meðan svo stórum grundvallarverkefnum er ólokið þá hljótum við að vera sammála um að það sé fráleitt að leyfa sjókvíaeldi á nýjum og óspjölluðum svæðum. Vilji ný ríkisstjórn öðlast traust almennings í umhverfismálum þá hlýtur hún að gæta varúðar og stöðva fyrirhugað sjókvíaeldi í Seyðisfirði. Barátta meirihluta landsmanna Við vitum hvar hjarta þjóðarinnar slær. Í nóvember 2024 sýndi skoðanakönnun Gallup að 61% landsmanna er neikvæð gagnvart áformum um sjókvíaeldi í Seyðisfirði á meðan 16% eru jákvæð. Það er kominn tími til að sýna þessa samstöðu í verki. Það þurfa sem flest að skora á stjórnvöld að stöðva einfaldlega alla vinnu við leyfi fyrir 10 þúsund tonna sjókvíaeldi í Seyðisfirði. Gleymum því ekki að þetta mál er miklu stærra en Seyðisfjörður, því hver veit hvað kemur næst upp úr hatti peningaaflanna? Hvaða verðmætu svæði verða næst hrifsuð af fólki undir vafasama starfsemi og gegn vilja lýðræðislegs meirihluta heimamanna og þjóðarinnar? Það eru vissulega blikur á lofti og fordæmið sem slík leyfisveiting myndi setja er afleitt. Það er hugur í okkur Á heimasíðu VÁ er hlekkur á undirskriftalista sem við biðjum landsmenn að skrá sig á og vel þegið að deilt sé til vina og vandamanna. Fyrir þau sem vilja gera meira er einnig þar texti sem nýta má sem athugasemd til MAST við tillögu að rekstrarleyfi Kaldvíkur. Gjarnan má bæta við textann eins og tilfinning og þekking hvers og eins býður. Allar leiðbeiningar fylgja. Nú verður að segja skilið við valdníðslu og fúsk. Ný ríkisstjórn getur tekið upp ný vinnubrögð og virt vilja landsmanna í stórum og mikilvægum ákvörðunum sem varða náttúruna, komandi kynslóðir og framtíðina. Stöndum saman - virðum lýðræði - verndum Seyðisfjörð Árni Finnsson, Náttúruverndarsamtök Íslands Benedikta Guðrún Svavarsdóttir, Vá félag um vernd fjarðar Elvar Örn Friðriksson, North Atlantic Salmon Fund (NASF) Guðrún Óskarsdóttir, Náttúruverndarsamtök Austurlands (NAUST) Jón Kaldal, Íslenski náttúruverndarsjóðurinn (IWF) Rakel Hinriksdóttir, Samtök um náttúruvernd á Norðurlandi (SUNN) Snorri Hallgrímsson, Ungir umhverfissinnar Þorgerður María Þorbjarnardóttir, Landvernd
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar