Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson skrifar 14. janúar 2025 10:31 Jaa, við skulum skoða það. Um áramótin 2023/2024 voru nokkrar breytingar gerðar á ívilnana- og gjaldakerfi sem snéru að nýskráningu og notkun rafbíla. Ívilnanir færðust úr því að rafbílar voru undanþegnir virðisaukaskatti upp á allt að 1.360 þús. kr. í fastan 900 þús. kr. styrk á hvern rafbíl óháð verði. Rafbílar yfir 10 m.kr. voru og eru þó ekki styrkhæfir. Að auki bættust við 5% vörugjöld á rafbíla og kílómetragjald á sama tíma. Umræða hefur farið af stað um meint áhrif þessara breytinga og hrun í sölu rafbíla. Hvert er markmiðið? Eitt meginmarkmiða með því að styrkja kaup á rafbílum er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda en stjórnvöld hafa sett sér háleit markmið í þeim efnum. Það má þó segja að besta leiðin til að draga úr losun í vegasamgöngum er að fækka eknum kílómetrum knúnum jarðefnaeldsneyti. Ódýrasta leiðin til þess er auðvitað breyttar ferðavenjur eins og hjólreiðar, ganga og almenningssamgöngur þ.e. að fækka hreinlega eknum kílómetrum. Ásamt því þarf að fækka jafnt og þétt ökutækjum sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti. Mikilvægast er að draga úr nýskráningum glænýrra bensín- og dísilbíla sem verða á vegum landsins í 10–20 ár frá nýskráningu. Því mætti telja að eitt helsta verkefnið sé að fækka slíkum ökutækjum frekar en að fjölga rafbílum, þó það sé vissulega samhengi þarna á milli að einhverju leiti. Hverjir kaupa bensín og dísilbíla? Ef við lítum á nýskráningar allra fólksbíla frá árinu 2015 hafa þær verið nokkuð sveiflukenndar. Allt frá 11 þús. ökutækjum í 25 þús. ökutæki á ári. Helst spilar þar inn í umsvif í ferðaþjónustu og stöðu efnahagsmála hverju sinni. Skýrasta þróunin er fækkun á nýskráningum ökutækja sem ganga eingöngu fyrir jarðefnaeldsneyti. Næst er það aukningin í nýskráningum raf- og tengiltvinnbíla á kostnað þeirra fyrrnefndu. Ökutækjaleigur hafa verið stórtækar á þessum markaði til að uppfylla eftirspurn ferðamanna. Ökutækjaleigur kaupa um 30-50% nýskráðra fólksbíla á ári hverju sem er jafnvel einsdæmi í heiminum. Á árinu 2024 keyptu ökutækjaleigur um 45% allra nýskráðra fólksbíla. Sama ár voru 65% af nýskráðum bensín og dísilfólksbílum keyptir af ökutækjaleigum. Huga verður sérstaklega að því að flýta orkuskiptum í þessum geira. Hvaða bílum er að fækka? Ef við reynum þá að svara spurningunni hvort sala á rafbílum hafi hrunið má segja að hún hafi vissulega dregist saman árið 2024 en það gerði líka sala á fólksbílum sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti. Því má segja að eitt helsta verkefnið sem er að takmarka fjölda ökutækja sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti gangi ágætlega. Nýskráningar þeirra voru færri árið 2024 en árið á undan sem var metár í sölu rafbíla. Heimili og fyrirtæki hafa almennt staðið sig vel þegar kemur að rafvæðingunni en betur má ef duga skal. Stór hluti fólksbíla sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti eru nýskráðir af ökutækjaleigum. Snúa þarf þeirri þróun hratt og örugglega með vel útfærðum hvötum og samhliða byggja upp traust ferðamanna á að innviðir séu til staðar og hið eina rétta sé að aka um Ísland á eins umhverfisvænan máta og hægt er. Olíunotkun í vegsamgöngum dregst saman Umhverfis- og orkustofnun birtir bráðabirgðagögn um mánaðarlega sölu eldsneytis í helstu notkunarflokkum, sjá hlekk hér að neðan. Í þeim gögnum sést að það stefnir í minni notkun jarðefnaeldsneytis í vegasamgöngum árið 2024 en árið á undan. Það er jákvæð þróun sem var ekki sjálfgefin í ljósi aukinna umsvifa eftir heimsfaraldurinn. Hana má að mestu rekja til fækkunar á bensín og dísilbílum í flota landsmanna. Hlekkur á mánaðargögn: https://orkustofnun.is/orkuskipti/eldsneytisnotkun/eldsneytistolur/vegasamgongur Höfundur er teymisstjóri orkuskipta og orkunýtni hjá Umhverfis- og orkustofnun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vistvænir bílar Bílar Bensín og olía Mest lesið Skammarleg vinnubrögð RÚV í máli Ásthildar Lóu Einar Steingrímsson Skoðun Siðferði stjórnmálanna Helgi Áss Grétarsson Skoðun A Genuinely Inclusive University Giti Chandra Skoðun Nýbygging þýðir ekki gallalaus eign Annþór Kristján Karlsson Skoðun Lokaviðvörun til ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur Magnús Magnússon Skoðun Þegar illfyglin fá að grassera - með góðum stuðningi fjölmiðla Ole Anton Bieltvedt Skoðun Einsleit Edda Jódís Skúladóttir Skoðun Er meðgöngumissir eins og að fá flensuna? Hólmfríður Anna Baldursdóttir Skoðun Misþyrming mannanafna Eiríkur Rögnvaldsson Skoðun Sumarblús Flosi Þorgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Einsleit Edda Jódís Skúladóttir skrifar Skoðun Nýbygging þýðir ekki gallalaus eign Annþór Kristján Karlsson skrifar Skoðun Sumarblús Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Siðferði stjórnmálanna Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun A Genuinely Inclusive University Giti Chandra skrifar Skoðun Skammarleg vinnubrögð RÚV í máli Ásthildar Lóu Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Sjálfsblekkingin um íslenskt herleysi Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Umhverfismál og efnahagsmál – sterk jákvæð tengsl Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Hvers vegna ættu karlar að leita stuðnings hjá Krabbameinsfélagsinu? Þorri Snæbjörnsson skrifar Skoðun Eiga mannréttindi og jafnrétti við um okkur líka? Sjónarhorn innflytjenda Grace Achieng skrifar Skoðun Sokkar og Downs heilkenni Guðmundur Ármann Pétursson skrifar Skoðun Heilsugæslan í vanda Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðeins um undirskriftir G. Jökull Gíslason skrifar Skoðun Til röggsamra kvenna í ríkisstjórn Hrafndís Bára Einarsdóttir skrifar Skoðun Þegar illfyglin fá að grassera - með góðum stuðningi fjölmiðla Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Vannýttur vegkafli í G-dúr Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun „Stoltir af því að fórna píslarvottum“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Óábyrg viðbrögð dómsmálaráðherra Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Misþyrming mannanafna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Svar óskast Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Alþjóðaár jökla: Brýnt ákall um aðgerðir og fræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Er meðgöngumissir eins og að fá flensuna? Hólmfríður Anna Baldursdóttir skrifar Skoðun Málumhverfi íslenskra barna og áhrif þess á námsárangur þeirra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Lokun Janusar er svikið kosningaloforð um geðheilbrigði Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Misskilningur frú Sæland Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Húrra fyrir félags- og húsnæðismálaráðherra! Anna Lára Steindal,Unnur Helga Óttarsdóttir skrifar Skoðun Alþjóðlegi hamingjudagurinn – hvað er hamingja? Lilja Björk Ketilsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar - afvegaleidd umræða Magnús Jónsson skrifar Skoðun Öll börn eiga rétt á öryggi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stóráfangi í réttindabaráttu fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Sjá meira
Jaa, við skulum skoða það. Um áramótin 2023/2024 voru nokkrar breytingar gerðar á ívilnana- og gjaldakerfi sem snéru að nýskráningu og notkun rafbíla. Ívilnanir færðust úr því að rafbílar voru undanþegnir virðisaukaskatti upp á allt að 1.360 þús. kr. í fastan 900 þús. kr. styrk á hvern rafbíl óháð verði. Rafbílar yfir 10 m.kr. voru og eru þó ekki styrkhæfir. Að auki bættust við 5% vörugjöld á rafbíla og kílómetragjald á sama tíma. Umræða hefur farið af stað um meint áhrif þessara breytinga og hrun í sölu rafbíla. Hvert er markmiðið? Eitt meginmarkmiða með því að styrkja kaup á rafbílum er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda en stjórnvöld hafa sett sér háleit markmið í þeim efnum. Það má þó segja að besta leiðin til að draga úr losun í vegasamgöngum er að fækka eknum kílómetrum knúnum jarðefnaeldsneyti. Ódýrasta leiðin til þess er auðvitað breyttar ferðavenjur eins og hjólreiðar, ganga og almenningssamgöngur þ.e. að fækka hreinlega eknum kílómetrum. Ásamt því þarf að fækka jafnt og þétt ökutækjum sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti. Mikilvægast er að draga úr nýskráningum glænýrra bensín- og dísilbíla sem verða á vegum landsins í 10–20 ár frá nýskráningu. Því mætti telja að eitt helsta verkefnið sé að fækka slíkum ökutækjum frekar en að fjölga rafbílum, þó það sé vissulega samhengi þarna á milli að einhverju leiti. Hverjir kaupa bensín og dísilbíla? Ef við lítum á nýskráningar allra fólksbíla frá árinu 2015 hafa þær verið nokkuð sveiflukenndar. Allt frá 11 þús. ökutækjum í 25 þús. ökutæki á ári. Helst spilar þar inn í umsvif í ferðaþjónustu og stöðu efnahagsmála hverju sinni. Skýrasta þróunin er fækkun á nýskráningum ökutækja sem ganga eingöngu fyrir jarðefnaeldsneyti. Næst er það aukningin í nýskráningum raf- og tengiltvinnbíla á kostnað þeirra fyrrnefndu. Ökutækjaleigur hafa verið stórtækar á þessum markaði til að uppfylla eftirspurn ferðamanna. Ökutækjaleigur kaupa um 30-50% nýskráðra fólksbíla á ári hverju sem er jafnvel einsdæmi í heiminum. Á árinu 2024 keyptu ökutækjaleigur um 45% allra nýskráðra fólksbíla. Sama ár voru 65% af nýskráðum bensín og dísilfólksbílum keyptir af ökutækjaleigum. Huga verður sérstaklega að því að flýta orkuskiptum í þessum geira. Hvaða bílum er að fækka? Ef við reynum þá að svara spurningunni hvort sala á rafbílum hafi hrunið má segja að hún hafi vissulega dregist saman árið 2024 en það gerði líka sala á fólksbílum sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti. Því má segja að eitt helsta verkefnið sem er að takmarka fjölda ökutækja sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti gangi ágætlega. Nýskráningar þeirra voru færri árið 2024 en árið á undan sem var metár í sölu rafbíla. Heimili og fyrirtæki hafa almennt staðið sig vel þegar kemur að rafvæðingunni en betur má ef duga skal. Stór hluti fólksbíla sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti eru nýskráðir af ökutækjaleigum. Snúa þarf þeirri þróun hratt og örugglega með vel útfærðum hvötum og samhliða byggja upp traust ferðamanna á að innviðir séu til staðar og hið eina rétta sé að aka um Ísland á eins umhverfisvænan máta og hægt er. Olíunotkun í vegsamgöngum dregst saman Umhverfis- og orkustofnun birtir bráðabirgðagögn um mánaðarlega sölu eldsneytis í helstu notkunarflokkum, sjá hlekk hér að neðan. Í þeim gögnum sést að það stefnir í minni notkun jarðefnaeldsneytis í vegasamgöngum árið 2024 en árið á undan. Það er jákvæð þróun sem var ekki sjálfgefin í ljósi aukinna umsvifa eftir heimsfaraldurinn. Hana má að mestu rekja til fækkunar á bensín og dísilbílum í flota landsmanna. Hlekkur á mánaðargögn: https://orkustofnun.is/orkuskipti/eldsneytisnotkun/eldsneytistolur/vegasamgongur Höfundur er teymisstjóri orkuskipta og orkunýtni hjá Umhverfis- og orkustofnun.
Skoðun Hvers vegna ættu karlar að leita stuðnings hjá Krabbameinsfélagsinu? Þorri Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Eiga mannréttindi og jafnrétti við um okkur líka? Sjónarhorn innflytjenda Grace Achieng skrifar
Skoðun Alþjóðaár jökla: Brýnt ákall um aðgerðir og fræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar
Skoðun Málumhverfi íslenskra barna og áhrif þess á námsárangur þeirra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Húrra fyrir félags- og húsnæðismálaráðherra! Anna Lára Steindal,Unnur Helga Óttarsdóttir skrifar