Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 14. janúar 2025 12:23 Atkvæðin sem umræðir voru ekki í eiginlegum kjörkassa heldur venjulegum pappakassa. Vísir/Vilhelm Ekki liggur fyrir hversu mörg utankjörfundaratkvæði voru í pappakassa sem barst yfirkjörstjórn í Norðausturkjördæmi ellefu dögum eftir alþingiskosningar. Formaður yfirkjörstjórnar vonar að dreginn verði lærdómur af uppákomunni og verkferlar hugsaðir upp á nýtt. Fram kom í fréttum í gær að um 25 utankjörfundaratkvæði hafi dagað uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs og ekki ratað á réttan stað í tæka tíð fyrir alþingiskosningarnar í lok nóvember. Morgunblaðið greinir svo frá því í dag að kassi með utankjörfundaratkvæðum hafi borist yfirkjörstjórn í Norðausturkjördæmi mörgum dögum eftir alþingiskosningar. Gestur Jónsson, formaður yfirkjörstjórnar í Norðausturkjördæmi, minnist þess ekki sjálfur að álíka uppákoma hafi átt sér stað áður í fyrri kosningum. Yfirkjörstjórn hafi ekki verið meðvituð um að kassin væri á leiðinni fyrr en hann loks barst. „Það bara virðist vera að þessi kassi hafi glatast í sendingu og kemur svo fram þarna til okkar, í okkar hendur 11. desember. Þetta er bara eins og hver önnur sending, þetta er bara venjulegur pappakassi sem að þetta er sent í og við hefðum sótt kassa á flugvöllinn, en hvers vegna við fengum hann ekki afhentan þegar við náðum í hann, það kann ég ekki skýringar á. Við höfum ekki farmbréf og ekki neitt þannig við höfum ekki haft tækifæri til að rekja þetta á nokkurn hátt,“ segir Gestur. Vitið þið hver sendandinn er? Var þetta að koma úr annarri kjördeild eða utan úr bæ? „Nei, ég veit að sendandinn er skráður landskjörstjórn, en sendandinn er trúlega sýslumaðurinn í Reykjavík,“ svarar Gestur. Ekki hægt að telja atkvæðin Hann telur ljóst að endurskoða þurfi ferla í ljósi uppákomunnar. „Ég tel fulla ástæðu til þess að skoða þetta ferli allt saman út frá þessu meðal annars, og öðrum hlutum framkvæmd utankjörfundaratkvæða og annað,“ segir Gestur. „Ég vona bara að menn dragi lærdóm af þessu og hugsi þessa verkferla upp á nýtt.“ Veistu hvað þetta eru mörg atkvæði sem voru í þessum kassa? „Nei, kjörskrár eru innsiglaðar og þangað til að endanlegur úrskurður liggur fyrir þá eru kjörskrár innsiglaðar. Þannig að það er ekkert hægt að vinna í þessu fyrr en við náum í kjörskrárnar aftur,“ svarar Gestur. Hann vill ekkert áætla um það heldur hve mörg atkvæði kunni að vera í kassanum. „Ég ætla ekkert að tjá mig um það. Það eru bara aðrir sem tjá sig um það. Ég opnaði bara kassann og þegar ég sá hvað þetta var þá límdi ég hann bara aftur og innsiglaði hann,“ segir Gestur. Spurður hvort ekki séu stemmd af þau utankjörfundaratkvæði sem greidd hafa verið og þau atkvæði sem borist hafa yfirkjörstjórn, segir Gestur kosningalögin ekki gera ráð fyrir því. „Sýslumenn hafa utankjörfundaratkvæði á hendur sér en yfirkjörstjórnir hafa kjörfundaratkvæðin og þau eru náttúrlega stemmd af upp á hvert einasta atkvæði. En við höfum ekkert tæki í höndunum til þess að vita hve mörg utankjörfundaratkvæði hafa verið greidd og hvort þau skili sér. Það væri mjög mikil vinna og þyrfti þá að hugsa þá verkferla alveg upp á nýtt.“ Alþingiskosningar 2024 Norðausturkjördæmi Alþingi Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik Erlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Fleiri fréttir Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Sjá meira
Fram kom í fréttum í gær að um 25 utankjörfundaratkvæði hafi dagað uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs og ekki ratað á réttan stað í tæka tíð fyrir alþingiskosningarnar í lok nóvember. Morgunblaðið greinir svo frá því í dag að kassi með utankjörfundaratkvæðum hafi borist yfirkjörstjórn í Norðausturkjördæmi mörgum dögum eftir alþingiskosningar. Gestur Jónsson, formaður yfirkjörstjórnar í Norðausturkjördæmi, minnist þess ekki sjálfur að álíka uppákoma hafi átt sér stað áður í fyrri kosningum. Yfirkjörstjórn hafi ekki verið meðvituð um að kassin væri á leiðinni fyrr en hann loks barst. „Það bara virðist vera að þessi kassi hafi glatast í sendingu og kemur svo fram þarna til okkar, í okkar hendur 11. desember. Þetta er bara eins og hver önnur sending, þetta er bara venjulegur pappakassi sem að þetta er sent í og við hefðum sótt kassa á flugvöllinn, en hvers vegna við fengum hann ekki afhentan þegar við náðum í hann, það kann ég ekki skýringar á. Við höfum ekki farmbréf og ekki neitt þannig við höfum ekki haft tækifæri til að rekja þetta á nokkurn hátt,“ segir Gestur. Vitið þið hver sendandinn er? Var þetta að koma úr annarri kjördeild eða utan úr bæ? „Nei, ég veit að sendandinn er skráður landskjörstjórn, en sendandinn er trúlega sýslumaðurinn í Reykjavík,“ svarar Gestur. Ekki hægt að telja atkvæðin Hann telur ljóst að endurskoða þurfi ferla í ljósi uppákomunnar. „Ég tel fulla ástæðu til þess að skoða þetta ferli allt saman út frá þessu meðal annars, og öðrum hlutum framkvæmd utankjörfundaratkvæða og annað,“ segir Gestur. „Ég vona bara að menn dragi lærdóm af þessu og hugsi þessa verkferla upp á nýtt.“ Veistu hvað þetta eru mörg atkvæði sem voru í þessum kassa? „Nei, kjörskrár eru innsiglaðar og þangað til að endanlegur úrskurður liggur fyrir þá eru kjörskrár innsiglaðar. Þannig að það er ekkert hægt að vinna í þessu fyrr en við náum í kjörskrárnar aftur,“ svarar Gestur. Hann vill ekkert áætla um það heldur hve mörg atkvæði kunni að vera í kassanum. „Ég ætla ekkert að tjá mig um það. Það eru bara aðrir sem tjá sig um það. Ég opnaði bara kassann og þegar ég sá hvað þetta var þá límdi ég hann bara aftur og innsiglaði hann,“ segir Gestur. Spurður hvort ekki séu stemmd af þau utankjörfundaratkvæði sem greidd hafa verið og þau atkvæði sem borist hafa yfirkjörstjórn, segir Gestur kosningalögin ekki gera ráð fyrir því. „Sýslumenn hafa utankjörfundaratkvæði á hendur sér en yfirkjörstjórnir hafa kjörfundaratkvæðin og þau eru náttúrlega stemmd af upp á hvert einasta atkvæði. En við höfum ekkert tæki í höndunum til þess að vita hve mörg utankjörfundaratkvæði hafa verið greidd og hvort þau skili sér. Það væri mjög mikil vinna og þyrfti þá að hugsa þá verkferla alveg upp á nýtt.“
Alþingiskosningar 2024 Norðausturkjördæmi Alþingi Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik Erlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Fleiri fréttir Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Sjá meira