Þetta kemur fram á Facebook-síðu staðarins, en þar segir að lokunin sé vegna óviðráðanlegra aðstæðna.
Hin útibú 2 Guys á Laugavegi og í Gnoðavogi verða þó áfram opin.
„Það hryggir okkur að segja að við höfum ákveðið að loka staðnum okkar á Ægisíðu vegna óviðráðanlegra ástæðna. Við viljum þakka fyrir góðar móttökur í Vesturbænum og vonumst til að sjá ykkur aftur á stöðunum okkar á Laugavegi og í Gnoðarvogi þar sem þeir verða áfram opnir um ókomna framtíð“