„Fannst við eiga vinna leikinn” Haraldur Örn Haraldsson skrifar 14. janúar 2025 22:02 Þorleifur var ekki sáttur að leik loknum. Vísir/Diego Grindavík tapaði fyrir Keflavík í Bónus-deild kvenna í körfubolta í kvöld, lokatölur 88-82. Þorleifur Ólafsson þjálfari liðsins var svekktur með tapið eftir leik þar sem þær köstuðu frá sér forystu á loka mínútum leiksins. „Keflavík steig upp í restina og hitti úr góðum skotum og við vorum í erfiðleika með að skora og búa okkur til færi. Þannig þetta er svekkjandi.” Grindavík er á botni deildarinnar með þrjá sigra og mættu í dag Keflavíkur liði sem er á hinum enda töflunnar. Það hlýtur þá að vera ýmislegt jákvætt hægt að taka úr leik sem var svona jafn. „Mér fannst við eiga vinna leikinn en það bara tókst ekki. Við spiluðum bara virkilega vel í svona 38 mínútur. Þetta er bara leikur af ‘rönnum’, þær voru bara svolítið sterkar á svellinu og við ekki. Við erum komin með frekar nýtt lið í hendurnar og erum enn að slípa okkur saman. Framhaldið lítur bara vel út og ég er bara mjög bjartsýnn.” Daisha Bradford átti stórleik fyrir Grindavík þar sem hún setti 34 stig og var með 16 fráköst. Þorleifur er ánægður með hana þrátt fyrir að sumt má enn fara betur. Daisha Bradford í harðri baráttu við leikmenn Keflavíkur.Vísir/Diego „Ég er ánægður með hana en Anna Ingunn má ekki taka skotið og hún var að dekka hana í restina, hún fékk tvö galopin skot. Þannig við getum sagt að hún vann næstum því leikinn en tapaði honum næstum því líka. Sóknarlega og sem karakter er hún frábær en þetta er liðs íþrótt og við þurfum að standa okkur báðum megin á vellinum. Það er geggjað að fá loksins leikmann sem er til í að spila og vera með okkur og ekki vera með eitthvað djöfulsins kjaftæði. Hún er klár, hún á eftir að verða betri og slípa sig betur inn í liðið. Við verðum bara stórhættulegar þegar úrslitakeppnin byrjar.” Þrátt fyrir að Grindavík sé á botni deildarinnar þá telur Þorleifur að þær eiga enn möguleika að komast í úrslitakeppnina. „Í upphafi tímabils þá ætluðum við að vinna þetta allt saman, það hefur ekki gengið upp. Það er sem betur fer nóg eftir og við getum rifið okkur upp. Við getum samt ekki verið að tapa svona leikjum ef við ætlum ofar, við þurfum að vinna til að fara ofar og það er planið.” Körfubolti Bónus-deild kvenna UMF Grindavík Keflavík ÍF Mest lesið Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Sabonis ekki með Litháen á EM Körfubolti Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 Markasúpa í Mjólkurbikarnum Fótbolti Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Formúla 1 Fleiri fréttir Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ „Ætlum ekki að vera farþegar í úrslitakeppinni“ Uppgjörið: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 103-110 | Tókst ekki að stela öðru sætinu Uppgjörið: Tindastóll - Valur 88-74 | Tindastóll er deildarmeistari Uppgjörið: Grindavík - KR 86-83 | Tímabilinu lokið hjá KR en Grindavík mætir Val Leik lokið: Haukar - ÍR 80-91 | ÍR-ingar tryggðu sér sjöunda sætið Uppgjörið: Höttur - Álftanes 99-95 | Höttur kvaddi úrvalsdeildina með sigri „Mikil spenna á öllum vígstöðvum“ Ísland byrjar á Ísrael og endar á Frökkum Frakkland, Ísrael og Belgía bættust í EM-riðil Íslands Utan vallar: Goðsögnin um indverska rottuhlaupið Sjáðu alla möguleikana á óhemju spennandi lokakvöldi Segir Aþenu svikna um aðstöðu LeBron opnar sig um sambandið við Jordan: „Við tölum ekki saman“ „Það er fjandskapur þarna á milli sem er óútskýrður“ Sjá meira
„Keflavík steig upp í restina og hitti úr góðum skotum og við vorum í erfiðleika með að skora og búa okkur til færi. Þannig þetta er svekkjandi.” Grindavík er á botni deildarinnar með þrjá sigra og mættu í dag Keflavíkur liði sem er á hinum enda töflunnar. Það hlýtur þá að vera ýmislegt jákvætt hægt að taka úr leik sem var svona jafn. „Mér fannst við eiga vinna leikinn en það bara tókst ekki. Við spiluðum bara virkilega vel í svona 38 mínútur. Þetta er bara leikur af ‘rönnum’, þær voru bara svolítið sterkar á svellinu og við ekki. Við erum komin með frekar nýtt lið í hendurnar og erum enn að slípa okkur saman. Framhaldið lítur bara vel út og ég er bara mjög bjartsýnn.” Daisha Bradford átti stórleik fyrir Grindavík þar sem hún setti 34 stig og var með 16 fráköst. Þorleifur er ánægður með hana þrátt fyrir að sumt má enn fara betur. Daisha Bradford í harðri baráttu við leikmenn Keflavíkur.Vísir/Diego „Ég er ánægður með hana en Anna Ingunn má ekki taka skotið og hún var að dekka hana í restina, hún fékk tvö galopin skot. Þannig við getum sagt að hún vann næstum því leikinn en tapaði honum næstum því líka. Sóknarlega og sem karakter er hún frábær en þetta er liðs íþrótt og við þurfum að standa okkur báðum megin á vellinum. Það er geggjað að fá loksins leikmann sem er til í að spila og vera með okkur og ekki vera með eitthvað djöfulsins kjaftæði. Hún er klár, hún á eftir að verða betri og slípa sig betur inn í liðið. Við verðum bara stórhættulegar þegar úrslitakeppnin byrjar.” Þrátt fyrir að Grindavík sé á botni deildarinnar þá telur Þorleifur að þær eiga enn möguleika að komast í úrslitakeppnina. „Í upphafi tímabils þá ætluðum við að vinna þetta allt saman, það hefur ekki gengið upp. Það er sem betur fer nóg eftir og við getum rifið okkur upp. Við getum samt ekki verið að tapa svona leikjum ef við ætlum ofar, við þurfum að vinna til að fara ofar og það er planið.”
Körfubolti Bónus-deild kvenna UMF Grindavík Keflavík ÍF Mest lesið Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Sabonis ekki með Litháen á EM Körfubolti Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 Markasúpa í Mjólkurbikarnum Fótbolti Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Formúla 1 Fleiri fréttir Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ „Ætlum ekki að vera farþegar í úrslitakeppinni“ Uppgjörið: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 103-110 | Tókst ekki að stela öðru sætinu Uppgjörið: Tindastóll - Valur 88-74 | Tindastóll er deildarmeistari Uppgjörið: Grindavík - KR 86-83 | Tímabilinu lokið hjá KR en Grindavík mætir Val Leik lokið: Haukar - ÍR 80-91 | ÍR-ingar tryggðu sér sjöunda sætið Uppgjörið: Höttur - Álftanes 99-95 | Höttur kvaddi úrvalsdeildina með sigri „Mikil spenna á öllum vígstöðvum“ Ísland byrjar á Ísrael og endar á Frökkum Frakkland, Ísrael og Belgía bættust í EM-riðil Íslands Utan vallar: Goðsögnin um indverska rottuhlaupið Sjáðu alla möguleikana á óhemju spennandi lokakvöldi Segir Aþenu svikna um aðstöðu LeBron opnar sig um sambandið við Jordan: „Við tölum ekki saman“ „Það er fjandskapur þarna á milli sem er óútskýrður“ Sjá meira